Spilafíklar geti lokað á fjárhættuspil hjá Indó Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2024 11:42 Þjónustan er unnin í samstarfi við Samtök áhugafólks um spilafíkn. indó Sparisjóðurinn Indó býður nú viðskiptavinum sínum að loka á fjárhættuspil. Þau sem kjósi að virkja lokunina muni ekki geta notað debetkortið sitt á veðmála- og fjárhættuspilavefsíðum né á flestum sölustöðum spilakassa. Í fréttatilkynningu frá sparisjóðnum segir að þjónustan sé unnin í samstarfi við Samtök áhugafólks um spilafíkn og sé hugsuð til að aðstoða þau sem vilja að hætta að spila. Í tilkynningunni segir að tæknilega sé ekki flókið að leyfa fólki að læsa á ákveðna tegund söluaðila þar sem allir söluaðilar sem taka við VISA kortum þurfa að skrá starfsemi hjá færsluhirði eftir flokki og því séu allar færslur merktar kóða starfseminnar, sem sé einfaldlega lokað á. Flóknara sé að loka á einstaka sölustaði með spilakassa en lokunin nær til þeirra helstu. Lausnin er nú þegar tilbúin og þau sem hafa áhuga á að virkja lokun á fjárhættuspil geti gert það í sínum kortastillingum Indó-appinu. „Þetta er þjónusta sem við fundum að var eftirspurn eftir. Með henni viljum við aðstoða fólk sem vill hætta að spila og því er lokunin algjörlega valfrjáls. Lokunin er heldur ekki endanleg, svo fólki má snúast hugur. Hins vegar þarf fólk að hafa samband við okkur til að opna aftur og svo líða 48 klukkustundir þar til hægt er að spila aftur,“ er haft eftir Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur, markaðsstjóra Indó. „Við hjá samtökunum fögnum þessu framtaki og það frá litlum sparisjóði. Við höfum kallað eftir sambærilegum lausnum sem geta skipt miklu máli fyrir fólk sem vill hætta að spila. Við vonum nú bara að bankarnir fylgi eftir og fleiri bjóði upp á þennan möguleika,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Fíkn Fjármálafyrirtæki Fjárhættuspil Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá sparisjóðnum segir að þjónustan sé unnin í samstarfi við Samtök áhugafólks um spilafíkn og sé hugsuð til að aðstoða þau sem vilja að hætta að spila. Í tilkynningunni segir að tæknilega sé ekki flókið að leyfa fólki að læsa á ákveðna tegund söluaðila þar sem allir söluaðilar sem taka við VISA kortum þurfa að skrá starfsemi hjá færsluhirði eftir flokki og því séu allar færslur merktar kóða starfseminnar, sem sé einfaldlega lokað á. Flóknara sé að loka á einstaka sölustaði með spilakassa en lokunin nær til þeirra helstu. Lausnin er nú þegar tilbúin og þau sem hafa áhuga á að virkja lokun á fjárhættuspil geti gert það í sínum kortastillingum Indó-appinu. „Þetta er þjónusta sem við fundum að var eftirspurn eftir. Með henni viljum við aðstoða fólk sem vill hætta að spila og því er lokunin algjörlega valfrjáls. Lokunin er heldur ekki endanleg, svo fólki má snúast hugur. Hins vegar þarf fólk að hafa samband við okkur til að opna aftur og svo líða 48 klukkustundir þar til hægt er að spila aftur,“ er haft eftir Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur, markaðsstjóra Indó. „Við hjá samtökunum fögnum þessu framtaki og það frá litlum sparisjóði. Við höfum kallað eftir sambærilegum lausnum sem geta skipt miklu máli fyrir fólk sem vill hætta að spila. Við vonum nú bara að bankarnir fylgi eftir og fleiri bjóði upp á þennan möguleika,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Fíkn Fjármálafyrirtæki Fjárhættuspil Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira