Íslandsbanki Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Vantrauststillaga gagnvart stjórnarmanni Íslandsbanka, sem fjárfestirinn Vilhjálmur Bjarnason lagði fyrir hluthafafund bankans í gær, var felld með 99,74 prósentum atkvæða. Eigendur bankans virðast ekki hafa sömu áhyggjur og Vilhjálmur af tölvubréfi sem stjórnarmaðurinn, Stefán Sigurðsson, sendi fyrir sautján árum. Viðskipti innlent 1.7.2025 10:41 Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir hefur lagt ályktunartillögu fyrir hluthafafund Íslandsbanka, sem haldinn er í dag, um að fundurinn lýsi því yfir að hann telji stjórnarmanninn Stefán Sigurðsson með öllu óhæfan til að gæta hagsmuna hluthafa. Ástæðan er tölvubréf sem Stefán sendi fyrir hrun. Viðskipti innlent 30.6.2025 15:42 Lífeyrissjóðir bæta nokkuð við eignarhlut sinn í Íslandsbanka Íslenskir lífeyrissjóðir, einkum Stapi, hafa á undanförnum vikum verið að bæta nokkuð við hlutabréfastöður sínar í Íslandsbanka á eftirmarkaði. Aðeins tveir sjóðir fengu úthlutað bréfum í bankanum þegar ríkissjóður seldi allan eignarhlut sinn í síðasta mánuði. Innherji 29.6.2025 12:29 Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Stemningin var gífurleg og eftirspurnin eftir því: Ríflega 31 þúsund manns keyptu hlut í Íslandsbanka í maí. Svo mikil var stemningin að dagana eftir útboðið var upplifunin af því að lesa nafnalista kaupenda bankans eins og að lesa djúsí fréttir um „hverjir voru hvar.“ Atvinnulíf 29.6.2025 08:01 Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Ekki var fyrr búið að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka en stjórn bankans (sem sækir umboð sitt til fyrri eigenda) rýkur til og boðar til hluthafafundar á mánudaginn kemur, 30. júní svo hægt sé að greiða lykilstarfsfólki bónusa. Skoðun 26.6.2025 17:32 Lítil lækkun á innlánum heimila eftir sölu Íslandsbanka kemur „verulega á óvart“ Það grynnkaði sáralítið á innlánastabba heimilanna í liðnum mánuði, sem hefur stækkað ört undafarin misseri, þrátt fyrir að einstaklingar hafi á sama tíma staðið undir kaupum á nánast öllum eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka fyrir um níutíu milljarða. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir takmarkaðan samdrátt í innlánum koma sér „verulega á óvart“ en væntingar voru um að hann yrði umtalsvert meiri og milda þannig áhyggjur peningastefnunefndar af mögulegum þensluáhrifum vegna uppsafnaðs sparnaðar heimilanna. Innherji 25.6.2025 15:30 Umframfé Kviku eykst hlutfalllega langmest með nýju bankaregluverki Með innleiðingu á fyrirhuguðu nýju evrópsku regluverki um fjármálastofnanir þá er áætlað að áhrifin verði meðal annars til þess að grunnur áhættuveginna eigna Kviku muni lækka um fjórtán prósent, margfalt meira en í samanburði við stóru bankanna. Það þýðir jafnframt að þegar regluverkið tekur gildi þá losnar um hlutfallslega umtalsvert meira umfram eigið fé hjá Kviku, sem er þá hægt að nýta til frekari útgreiðslna til hluthafa eða aukins útlánavaxtar. Innherji 21.6.2025 13:29 Þrautseigja og þolgæði Það er ekki einungis hlutverk íslenskra stjórnvalda og stjórnmálamanna að tryggja stöðugleika í efnahagsumhverfinu, heldur eiga þau einnig að tryggja að leikreglurnar þrengi ekki óþarflega að smáum og meðalstórum fyrirtækjum. Umræðan 17.6.2025 06:19 Verðmat á Íslandsbanka gæti hækkað um tíu prósent við samruna við Kviku Íslandsbanki er talsvert undirverðlagður á markaði samkvæmt nýrri greiningu hlutabréfagreinanda, sem hefur hækkað lítillega verðmat sitt á bankanum, en ef það yrði af samruna við Kviku banka – sem afþakkaði að sinni sameiningarviðræður við bæði Arion og Íslandsbanka – myndi það hækka um tíu prósent til viðbótar. „Langstærsti ávinningurinn“ af mögulegri sameiningu yrði í kostnaðarhagræði og stærðarhagkvæmni sem gæti numið um sex milljörðum á ári. Innherji 16.6.2025 13:08 Kvika segir hvorugt tilboð nægilega gott Kvika banki hefur afþakkað boð bæði Arion banka og Íslandsbanka upp í samrunadans. Stjórn bankans telur tilboðin hvorugt endurspegla virði Kviku. Viðskipti innlent 13.6.2025 15:58 Vill að Þorbjörg Sigríður dragi orð sín til baka Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störfum þingsins nú rétt í þessu og sagði að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir væri maður að meiri ef hún myndi biðjast afsökunar á orðum sínum í Eldhúsdagsumræðum. Innlent 12.6.2025 14:01 Boða tæp 10% þjóðarinnar á hluthafafund Íslandsbanki hefur boðað alla hluthafa sína á hluthafafund sem haldinn verður næstu mánaðamót. Hluthafar í bankanum eru ríflega 30 þúsund talsins. Viðskipti innlent 6.6.2025 16:47 Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Stjórn Íslandsbanka annars vegar og stjórn Arion banka hins vegar hafa báðar óskað eftir að hafnar verði samrunaviðræður við Kviku banka. Ritstjóri Innherja segir tilkynningarnar ekki koma á óvart en bæði séu kostir og gallar við báða samruna. Ekki er vitað hvort stjórn Kviku vilji eiga í samrunaviðræðum. Viðskipti innlent 28.5.2025 22:21 Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Ýmissa grasa kennir meðal þeirra sem keyptu hluti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir króna, hámarkið sem einstaklingar gátu keypt fyrir. Umsvifamiklir athafnamenn eru mest áberandi en þó eru nokkur óvænt nöfn inn á milli. Þar má til að mynda sjá plötusnúð, leikkonu, poppstjörnur og lækna. Þá virðast kaup í útboðinu hafa orðið að fjölskyldusporti hjá mörgum. Viðskipti innlent 28.5.2025 16:07 Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segir að Íslandsbanki sé líklegri en Arion banki að sameinast Kviku banka, einfaldlega vegna þess að Íslandsbanki býður betur. Væntanleg sameining mun taka marga mánuði, líklega ár, segir Snorri. Viðskipti innlent 28.5.2025 13:11 Vísitölusjóðir Vanguard keyptu fyrir marga milljarða eftir útboð Íslandsbanka Hlutabréfasjóðir í stýringu alþjóðlega vísitölurisans Vanguard stækkuðu verulega stöðu sína í Íslandsbanka á nokkrum dögum í liðinni viku fyrir samanlagt um fjóra milljarða króna að markaðsvirði. Eftir sölu ríkissjóðs á öllum hlutum sínum í bankanum þurftu sjóðirnir að bæta við sig bréfum á eftirmarkaði þannig að eignarhaldið væri í samræmi við þær vísitölur sem þeir fylgja. Innherji 28.5.2025 10:44 Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Viðskipti innlent 28.5.2025 09:25 Vextir lækka hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur lækkað vexti á út- og innlánum og taka breytingarnar gildi þriðja júní næstkomandi. Ákvörðunin kemur í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans um 0,25 prósent 21. maí síðastliðinn. Viðskipti innlent 27.5.2025 23:47 Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Fjármálaráðuneytið hefur birt lista yfir alla kaupendur í útboði á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr í mánuðinum. Sjóðurinn Alpha hlutabréf var meðal þeirra sem mest keyptu í útboðinu, eða fyrir 192 milljónir króna. Alpha hlutabréf ef sérhæfður sjóður í stýringu Íslandssjóða, sem eru í eigu Íslandsbanka sjálfs. Mest keypti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, fyrir milljarð króna. 1.529 einstaklingar keyptu fyrir tuttugu milljónir króna. Viðskipti innlent 27.5.2025 16:26 Krónan styrktist að nýju með milljarða kaupum erlendra sjóða í Íslandsbanka Þrátt fyrir að hafa farið sneypuför í hlutafjárútboði Íslandsbanka, þegar ljóst varð að nánast allur eftirstandandi hlutur ríkissjóðs var seldur til almennra fjárfesta hér á landi, þá hafa erlendir fjárfestar verið að kaupa bréf í bankanum á eftirmarkaði undanfarna daga fyrir jafnvirði marga milljarða króna. Kaupin hafa ýtt undir nokkra styrkingu á gengi krónunnar og líklegt að hún mun haldast á sterkum gildum verði framhald á áhuga erlendra fjárfesta á bréfum í bankanum. Innherji 22.5.2025 16:47 Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Fjárfestar sem gerðu tilboð í tilboðsbók B í útboðinu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fá hlutum sínum úthlutað í dag. Áætlað er að hlutir að virði 3,7 milljarða króna verði úthlutað til 56 aðila. Viðskipti innlent 21.5.2025 09:07 Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Hagfræðingur segir jákvætt að tekist hafi að selja allan hlut ríkis í Íslandsbanka. Mikil þátttaka almennings sé góð fyrir markaðinn. Ríkið hljóti nú að íhuga að selja Landsbankann. Viðskipti innlent 16.5.2025 19:00 Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. Innherji 16.5.2025 12:37 Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. Viðskipti innlent 16.5.2025 12:01 Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Tilboð í tilboðsbók A í útboði á öllum eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka námu 88,2 milljörðum króna. Þau bárust frá 31.274 einstaklingum. Viðskipti innlent 16.5.2025 09:50 „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir að eftirspurn almennings í nýafstöðnu útboði á eftirstandandi hlutum ríkisins í bankanum hafi verið fram úr þeirra björtustu vonum. Tilkynnt verður um það í fyrramálið hverjir fá hvaða hlut, en hann telur ólíklegt að fagfjárfestar fái úthlutun vegna gífurlegrar eftirspurnar almennings, sem eru í forgangi. Viðskipti innlent 15.5.2025 23:00 Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Heildarvirði nýafstaðins útboðs ríkissjóðs á hlutum í Íslandsbanka nemur 90,58 milljörðum króna. Líkur eru á því að nær allir seldir hlutir fari til almennings. Meira en tvöföld umframeftirspurn var eftir hlutum í útboðinu og nam hún um 100 milljörðum króna. Viðskipti innlent 15.5.2025 22:20 Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. Viðskipti innlent 15.5.2025 19:20 Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. Viðskipti innlent 15.5.2025 16:51 Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að stækka útboðið í Íslandsbanka. Áskriftir bárust samdægurs í tuttugu prósenta hlut sem boðinn var út í fyrradag og í heild hefur margföld umframáskrift borist í hlutinn. Heimild til að stækka útboðið kann að verða nýtt í ljósi þessa. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:28 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 16 ›
Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Vantrauststillaga gagnvart stjórnarmanni Íslandsbanka, sem fjárfestirinn Vilhjálmur Bjarnason lagði fyrir hluthafafund bankans í gær, var felld með 99,74 prósentum atkvæða. Eigendur bankans virðast ekki hafa sömu áhyggjur og Vilhjálmur af tölvubréfi sem stjórnarmaðurinn, Stefán Sigurðsson, sendi fyrir sautján árum. Viðskipti innlent 1.7.2025 10:41
Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir hefur lagt ályktunartillögu fyrir hluthafafund Íslandsbanka, sem haldinn er í dag, um að fundurinn lýsi því yfir að hann telji stjórnarmanninn Stefán Sigurðsson með öllu óhæfan til að gæta hagsmuna hluthafa. Ástæðan er tölvubréf sem Stefán sendi fyrir hrun. Viðskipti innlent 30.6.2025 15:42
Lífeyrissjóðir bæta nokkuð við eignarhlut sinn í Íslandsbanka Íslenskir lífeyrissjóðir, einkum Stapi, hafa á undanförnum vikum verið að bæta nokkuð við hlutabréfastöður sínar í Íslandsbanka á eftirmarkaði. Aðeins tveir sjóðir fengu úthlutað bréfum í bankanum þegar ríkissjóður seldi allan eignarhlut sinn í síðasta mánuði. Innherji 29.6.2025 12:29
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Stemningin var gífurleg og eftirspurnin eftir því: Ríflega 31 þúsund manns keyptu hlut í Íslandsbanka í maí. Svo mikil var stemningin að dagana eftir útboðið var upplifunin af því að lesa nafnalista kaupenda bankans eins og að lesa djúsí fréttir um „hverjir voru hvar.“ Atvinnulíf 29.6.2025 08:01
Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Ekki var fyrr búið að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka en stjórn bankans (sem sækir umboð sitt til fyrri eigenda) rýkur til og boðar til hluthafafundar á mánudaginn kemur, 30. júní svo hægt sé að greiða lykilstarfsfólki bónusa. Skoðun 26.6.2025 17:32
Lítil lækkun á innlánum heimila eftir sölu Íslandsbanka kemur „verulega á óvart“ Það grynnkaði sáralítið á innlánastabba heimilanna í liðnum mánuði, sem hefur stækkað ört undafarin misseri, þrátt fyrir að einstaklingar hafi á sama tíma staðið undir kaupum á nánast öllum eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka fyrir um níutíu milljarða. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir takmarkaðan samdrátt í innlánum koma sér „verulega á óvart“ en væntingar voru um að hann yrði umtalsvert meiri og milda þannig áhyggjur peningastefnunefndar af mögulegum þensluáhrifum vegna uppsafnaðs sparnaðar heimilanna. Innherji 25.6.2025 15:30
Umframfé Kviku eykst hlutfalllega langmest með nýju bankaregluverki Með innleiðingu á fyrirhuguðu nýju evrópsku regluverki um fjármálastofnanir þá er áætlað að áhrifin verði meðal annars til þess að grunnur áhættuveginna eigna Kviku muni lækka um fjórtán prósent, margfalt meira en í samanburði við stóru bankanna. Það þýðir jafnframt að þegar regluverkið tekur gildi þá losnar um hlutfallslega umtalsvert meira umfram eigið fé hjá Kviku, sem er þá hægt að nýta til frekari útgreiðslna til hluthafa eða aukins útlánavaxtar. Innherji 21.6.2025 13:29
Þrautseigja og þolgæði Það er ekki einungis hlutverk íslenskra stjórnvalda og stjórnmálamanna að tryggja stöðugleika í efnahagsumhverfinu, heldur eiga þau einnig að tryggja að leikreglurnar þrengi ekki óþarflega að smáum og meðalstórum fyrirtækjum. Umræðan 17.6.2025 06:19
Verðmat á Íslandsbanka gæti hækkað um tíu prósent við samruna við Kviku Íslandsbanki er talsvert undirverðlagður á markaði samkvæmt nýrri greiningu hlutabréfagreinanda, sem hefur hækkað lítillega verðmat sitt á bankanum, en ef það yrði af samruna við Kviku banka – sem afþakkaði að sinni sameiningarviðræður við bæði Arion og Íslandsbanka – myndi það hækka um tíu prósent til viðbótar. „Langstærsti ávinningurinn“ af mögulegri sameiningu yrði í kostnaðarhagræði og stærðarhagkvæmni sem gæti numið um sex milljörðum á ári. Innherji 16.6.2025 13:08
Kvika segir hvorugt tilboð nægilega gott Kvika banki hefur afþakkað boð bæði Arion banka og Íslandsbanka upp í samrunadans. Stjórn bankans telur tilboðin hvorugt endurspegla virði Kviku. Viðskipti innlent 13.6.2025 15:58
Vill að Þorbjörg Sigríður dragi orð sín til baka Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störfum þingsins nú rétt í þessu og sagði að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir væri maður að meiri ef hún myndi biðjast afsökunar á orðum sínum í Eldhúsdagsumræðum. Innlent 12.6.2025 14:01
Boða tæp 10% þjóðarinnar á hluthafafund Íslandsbanki hefur boðað alla hluthafa sína á hluthafafund sem haldinn verður næstu mánaðamót. Hluthafar í bankanum eru ríflega 30 þúsund talsins. Viðskipti innlent 6.6.2025 16:47
Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Stjórn Íslandsbanka annars vegar og stjórn Arion banka hins vegar hafa báðar óskað eftir að hafnar verði samrunaviðræður við Kviku banka. Ritstjóri Innherja segir tilkynningarnar ekki koma á óvart en bæði séu kostir og gallar við báða samruna. Ekki er vitað hvort stjórn Kviku vilji eiga í samrunaviðræðum. Viðskipti innlent 28.5.2025 22:21
Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Ýmissa grasa kennir meðal þeirra sem keyptu hluti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir króna, hámarkið sem einstaklingar gátu keypt fyrir. Umsvifamiklir athafnamenn eru mest áberandi en þó eru nokkur óvænt nöfn inn á milli. Þar má til að mynda sjá plötusnúð, leikkonu, poppstjörnur og lækna. Þá virðast kaup í útboðinu hafa orðið að fjölskyldusporti hjá mörgum. Viðskipti innlent 28.5.2025 16:07
Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segir að Íslandsbanki sé líklegri en Arion banki að sameinast Kviku banka, einfaldlega vegna þess að Íslandsbanki býður betur. Væntanleg sameining mun taka marga mánuði, líklega ár, segir Snorri. Viðskipti innlent 28.5.2025 13:11
Vísitölusjóðir Vanguard keyptu fyrir marga milljarða eftir útboð Íslandsbanka Hlutabréfasjóðir í stýringu alþjóðlega vísitölurisans Vanguard stækkuðu verulega stöðu sína í Íslandsbanka á nokkrum dögum í liðinni viku fyrir samanlagt um fjóra milljarða króna að markaðsvirði. Eftir sölu ríkissjóðs á öllum hlutum sínum í bankanum þurftu sjóðirnir að bæta við sig bréfum á eftirmarkaði þannig að eignarhaldið væri í samræmi við þær vísitölur sem þeir fylgja. Innherji 28.5.2025 10:44
Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Viðskipti innlent 28.5.2025 09:25
Vextir lækka hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur lækkað vexti á út- og innlánum og taka breytingarnar gildi þriðja júní næstkomandi. Ákvörðunin kemur í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans um 0,25 prósent 21. maí síðastliðinn. Viðskipti innlent 27.5.2025 23:47
Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Fjármálaráðuneytið hefur birt lista yfir alla kaupendur í útboði á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr í mánuðinum. Sjóðurinn Alpha hlutabréf var meðal þeirra sem mest keyptu í útboðinu, eða fyrir 192 milljónir króna. Alpha hlutabréf ef sérhæfður sjóður í stýringu Íslandssjóða, sem eru í eigu Íslandsbanka sjálfs. Mest keypti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, fyrir milljarð króna. 1.529 einstaklingar keyptu fyrir tuttugu milljónir króna. Viðskipti innlent 27.5.2025 16:26
Krónan styrktist að nýju með milljarða kaupum erlendra sjóða í Íslandsbanka Þrátt fyrir að hafa farið sneypuför í hlutafjárútboði Íslandsbanka, þegar ljóst varð að nánast allur eftirstandandi hlutur ríkissjóðs var seldur til almennra fjárfesta hér á landi, þá hafa erlendir fjárfestar verið að kaupa bréf í bankanum á eftirmarkaði undanfarna daga fyrir jafnvirði marga milljarða króna. Kaupin hafa ýtt undir nokkra styrkingu á gengi krónunnar og líklegt að hún mun haldast á sterkum gildum verði framhald á áhuga erlendra fjárfesta á bréfum í bankanum. Innherji 22.5.2025 16:47
Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Fjárfestar sem gerðu tilboð í tilboðsbók B í útboðinu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fá hlutum sínum úthlutað í dag. Áætlað er að hlutir að virði 3,7 milljarða króna verði úthlutað til 56 aðila. Viðskipti innlent 21.5.2025 09:07
Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Hagfræðingur segir jákvætt að tekist hafi að selja allan hlut ríkis í Íslandsbanka. Mikil þátttaka almennings sé góð fyrir markaðinn. Ríkið hljóti nú að íhuga að selja Landsbankann. Viðskipti innlent 16.5.2025 19:00
Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. Innherji 16.5.2025 12:37
Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. Viðskipti innlent 16.5.2025 12:01
Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Tilboð í tilboðsbók A í útboði á öllum eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka námu 88,2 milljörðum króna. Þau bárust frá 31.274 einstaklingum. Viðskipti innlent 16.5.2025 09:50
„Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir að eftirspurn almennings í nýafstöðnu útboði á eftirstandandi hlutum ríkisins í bankanum hafi verið fram úr þeirra björtustu vonum. Tilkynnt verður um það í fyrramálið hverjir fá hvaða hlut, en hann telur ólíklegt að fagfjárfestar fái úthlutun vegna gífurlegrar eftirspurnar almennings, sem eru í forgangi. Viðskipti innlent 15.5.2025 23:00
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Heildarvirði nýafstaðins útboðs ríkissjóðs á hlutum í Íslandsbanka nemur 90,58 milljörðum króna. Líkur eru á því að nær allir seldir hlutir fari til almennings. Meira en tvöföld umframeftirspurn var eftir hlutum í útboðinu og nam hún um 100 milljörðum króna. Viðskipti innlent 15.5.2025 22:20
Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. Viðskipti innlent 15.5.2025 19:20
Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. Viðskipti innlent 15.5.2025 16:51
Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að stækka útboðið í Íslandsbanka. Áskriftir bárust samdægurs í tuttugu prósenta hlut sem boðinn var út í fyrradag og í heild hefur margföld umframáskrift borist í hlutinn. Heimild til að stækka útboðið kann að verða nýtt í ljósi þessa. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:28