Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Jón Þór Stefánsson skrifar 22. febrúar 2025 09:37 Julia Wandel vakti mikla athygli árið 2023 þegar hún hélt því fram að hún væri í raun og verur Madeleine McCann. samsett Pólsk kona sem hefur haldið því fram að hún sé Madeleine McCann, bresk stúlka sem hvarf árið 2007 úr fjölskyldufríi á Portúgal, er grunuð um umsáturseinelti sem beinist að McCann-fjölskyldunni. BBC greinir frá því að konan, sem heitir Julia Wandel en hefur einnig gengið undir nafninu Wandelt, hafi verið handtekin á flugvellinum í Bristol síðastliðinn miðvikudag. Hún er eins og áður segir grunuð um umsáturseinelti, sem á að hafa valdið fjölskyldu McCann mikilli vanlíðan og skelfingu. Nú er hún í gæsluvarðhaldi, en fyrirhugað er að hún muni koma fyrir dóm í byrjun aprílmánaðar og muni gefa upp afstöðu til sakarefnisins, sem er sagt fjórþætt. Á meðal þess sem Wandel er gefið að sök er að hafa í tvígang farið að heimili McCann-fjölskyldunnar í Leicestershire, annars vegar 2. maí og hins vegar 7. desember síðastliðinn. Þá hafi hún sent skilaboð á foreldra Madeleine, Kate og Gerry McCann, á samfélagsmiðlinum WhatsApp, og sent skilaboð á systkini stúlkunnar á Instagram. Kona um sextugt var jafnframt handtekin, en mun hafa verið látin laus. Mál Madeleine McCann er eitt þekktasta mannhvarfsmál sögunnar. Hún var einungis þriggja ára gömul þegar hún hvarf, en málið er enn óleyst. Hún sást síðast á orlofsheimili fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal, þann 3. maí 2007. Árið 2023 vakti Wandel, sem er 23 ára gömul, athygli á samfélagsmiðlum, og svo í fjölmiðlum, þegar hún greindi frá því að hún teldi sig vera McCann. DNA-rannsókn leiddi þó í ljós að svo var ekki. Fyrir réttrúmu ári baðst Wandel síðan afsökunar á því að hafa haldið því fram opinberlega að hún væri McCann. „Ég ætlaði mér aldrei að særa neinn, þar á meðal McCann-fjölskylduna,“ sagði hún í viðtali við BBC í fyrra. „Ég vildi virkilega átta mig á því hver ég væri í raun og veru.“ Madeleine McCann Bretland Pólland Erlend sakamál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
BBC greinir frá því að konan, sem heitir Julia Wandel en hefur einnig gengið undir nafninu Wandelt, hafi verið handtekin á flugvellinum í Bristol síðastliðinn miðvikudag. Hún er eins og áður segir grunuð um umsáturseinelti, sem á að hafa valdið fjölskyldu McCann mikilli vanlíðan og skelfingu. Nú er hún í gæsluvarðhaldi, en fyrirhugað er að hún muni koma fyrir dóm í byrjun aprílmánaðar og muni gefa upp afstöðu til sakarefnisins, sem er sagt fjórþætt. Á meðal þess sem Wandel er gefið að sök er að hafa í tvígang farið að heimili McCann-fjölskyldunnar í Leicestershire, annars vegar 2. maí og hins vegar 7. desember síðastliðinn. Þá hafi hún sent skilaboð á foreldra Madeleine, Kate og Gerry McCann, á samfélagsmiðlinum WhatsApp, og sent skilaboð á systkini stúlkunnar á Instagram. Kona um sextugt var jafnframt handtekin, en mun hafa verið látin laus. Mál Madeleine McCann er eitt þekktasta mannhvarfsmál sögunnar. Hún var einungis þriggja ára gömul þegar hún hvarf, en málið er enn óleyst. Hún sást síðast á orlofsheimili fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal, þann 3. maí 2007. Árið 2023 vakti Wandel, sem er 23 ára gömul, athygli á samfélagsmiðlum, og svo í fjölmiðlum, þegar hún greindi frá því að hún teldi sig vera McCann. DNA-rannsókn leiddi þó í ljós að svo var ekki. Fyrir réttrúmu ári baðst Wandel síðan afsökunar á því að hafa haldið því fram opinberlega að hún væri McCann. „Ég ætlaði mér aldrei að særa neinn, þar á meðal McCann-fjölskylduna,“ sagði hún í viðtali við BBC í fyrra. „Ég vildi virkilega átta mig á því hver ég væri í raun og veru.“
Madeleine McCann Bretland Pólland Erlend sakamál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira