Danir ausa milljörðum í varnarmál Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 22:52 Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti fyrr í dag aukin útgjöld til varnamála Danmerkur upp á fimmtíu milljarða danskra króna eða tæplega þúsund milljarðar íslenskra króna. Upphæðin verður greidd á næstu tveimur árum. Á síðasta ári jók ríkisstjórnin útgjöld til varnarmála um tvö hundruð milljarða danskra króna, tæplega fjórar billjónir íslenskar krónur. Sú fjárhæð átti að vera greidd yfir tíu ára tímabil. Nú hefur áðurnefndum fimmtíu milljörðum verið bætt við þá upphæð. „Kaupa, kaupa, kaupa. Það er einn hlutur sem skiptir máli núna og það er hraði, því við erum virkilega eftir á. Við verðum að leggja til hliðar margar af þeim verklagsreglum sem líklega voru búnar til með góðum ásetningi en tilheyra öðrum tíma,“ segir Mette Frederiksen í umfjöllun danska ríkisútvarpsins. Undanfarin ár hafa Danir ekki eytt háum fjárhæðum í her landsins. Engin starfandi lofther er í landinu og að sögn hernaðarsérfræðinga og embættismanna þarf virkilega að bæta sjóherinn. Frederiksen var fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á svokölluðum neyðarfundi Emmanuels Macron Frakklandsforseta á mánudag. Umræðuefni fundarins voru öryggismál í Evrópu og friðarviðræður Rússa og Bandaríkjamanna í Úkraínustríðinu. Eftir fundinn sagði hún að Danmörk og öll Evrópa þyrfti að vígbúast til að forðast frekari stríð. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún eftir fundinn. Sjá nánar: Evrópa þurfi að vígbúast Danmörk Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti fyrr í dag aukin útgjöld til varnamála Danmerkur upp á fimmtíu milljarða danskra króna eða tæplega þúsund milljarðar íslenskra króna. Upphæðin verður greidd á næstu tveimur árum. Á síðasta ári jók ríkisstjórnin útgjöld til varnarmála um tvö hundruð milljarða danskra króna, tæplega fjórar billjónir íslenskar krónur. Sú fjárhæð átti að vera greidd yfir tíu ára tímabil. Nú hefur áðurnefndum fimmtíu milljörðum verið bætt við þá upphæð. „Kaupa, kaupa, kaupa. Það er einn hlutur sem skiptir máli núna og það er hraði, því við erum virkilega eftir á. Við verðum að leggja til hliðar margar af þeim verklagsreglum sem líklega voru búnar til með góðum ásetningi en tilheyra öðrum tíma,“ segir Mette Frederiksen í umfjöllun danska ríkisútvarpsins. Undanfarin ár hafa Danir ekki eytt háum fjárhæðum í her landsins. Engin starfandi lofther er í landinu og að sögn hernaðarsérfræðinga og embættismanna þarf virkilega að bæta sjóherinn. Frederiksen var fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á svokölluðum neyðarfundi Emmanuels Macron Frakklandsforseta á mánudag. Umræðuefni fundarins voru öryggismál í Evrópu og friðarviðræður Rússa og Bandaríkjamanna í Úkraínustríðinu. Eftir fundinn sagði hún að Danmörk og öll Evrópa þyrfti að vígbúast til að forðast frekari stríð. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún eftir fundinn. Sjá nánar: Evrópa þurfi að vígbúast
Danmörk Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira