Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2025 07:30 Úlfur Arnar Jökulsson var í tvígang nálægt því að koma Fjölni aftur upp í Bestu deildina. vísir/Diego Fótboltaþjálfaranum Úlfi Arnari Jökulssyni, sem síðustu tvö ár hefur verið með Fjölni í harðri baráttu um sæti í Bestu deild karla, var í gær óvænt vikið úr starfi. Knattspyrnudeild Fjölnis greindi frá því í gærkvöld að búið væri að rifta ráðningarsamningi við Úlf og er honum þar þakkað fyrir áralangt samstarf. Tímasetning ákvörðunarinnar vekur sérstaklega athygli en fjórir og hálfur mánuður eru síðan að síðustu leiktíð lauk hjá Fjölnismönnum sem töpuðu samtals 3-1 gegn Aftureldingu í undanúrslitum umspils um að komast upp í Bestu deildina. Í frétt Fótbolta.net um málið er haft eftir heimildamanni að „ákveðin deyfð hafi verið yfir liðinu, stemningsleysi og óánægja með umgjörð. Stjórnin hafi talið sig knúna til að taka þessa ákvörðun.“ Úlfur stýrði Fjölni í tvö tímabil og fyrra árið endaði liðið í 3. sæti Lengjudeildarinnar en tapaði svo fyrir Vestra í undanúrslitum umspils um að komast í Bestu deildina, samtals 2-1. Í fyrra endaði liðið tveimur stigum á eftir toppliði ÍBV, sem komst beint upp í Bestu deildina, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Liðið féll svo út í umspili gegn Aftureldingu eins og fyrr segir. Í frétt Fótbolta.net segir að „Herra Fjölnir“, Gunnar Már Guðmundsson, sé líklegastur til að taka við Fjölnisliðinu en hann er þjálfari Þróttar í Vogum. Gunnar lék lengi með Fjölni og tók þátt í að koma liðinu upp allar deildir Íslandsmótsins og hefur einnig þjálfað hjá félaginu. Björgvin Jón Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, segir í tilkynningu í gærkvöld: „Við viljum þakka Úlla áralangt samstarf. Undir hans stjórn hefur fjöldi ungra pilta úr Grafarvogi fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins. Þá hefur árangur liðsins verði með ágætum. Honum fylgja bestu óskir um gæfu í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Úlfur Arnar segir í sömu tilkynningu: „Ég vil þakka öllum leikmönnum, þjálfarateymi og öðrum sem hafa verið hluti af þessu verkefni fyrir frábært samstarf. Mér hefur þótt heiður að vinna með þessum hópi, og ég er stoltur af þeirri vegferð sem við höfum verið á saman, sérstaklega með ungu leikmennina sem hafa vaxið og þróast innan félagsins. Ég óska Fjölni alls hins besta í framtíðinni og hlakka til næstu áskorana á mínum þjálfaraferli.“ Fjölnir Lengjudeild karla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Knattspyrnudeild Fjölnis greindi frá því í gærkvöld að búið væri að rifta ráðningarsamningi við Úlf og er honum þar þakkað fyrir áralangt samstarf. Tímasetning ákvörðunarinnar vekur sérstaklega athygli en fjórir og hálfur mánuður eru síðan að síðustu leiktíð lauk hjá Fjölnismönnum sem töpuðu samtals 3-1 gegn Aftureldingu í undanúrslitum umspils um að komast upp í Bestu deildina. Í frétt Fótbolta.net um málið er haft eftir heimildamanni að „ákveðin deyfð hafi verið yfir liðinu, stemningsleysi og óánægja með umgjörð. Stjórnin hafi talið sig knúna til að taka þessa ákvörðun.“ Úlfur stýrði Fjölni í tvö tímabil og fyrra árið endaði liðið í 3. sæti Lengjudeildarinnar en tapaði svo fyrir Vestra í undanúrslitum umspils um að komast í Bestu deildina, samtals 2-1. Í fyrra endaði liðið tveimur stigum á eftir toppliði ÍBV, sem komst beint upp í Bestu deildina, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Liðið féll svo út í umspili gegn Aftureldingu eins og fyrr segir. Í frétt Fótbolta.net segir að „Herra Fjölnir“, Gunnar Már Guðmundsson, sé líklegastur til að taka við Fjölnisliðinu en hann er þjálfari Þróttar í Vogum. Gunnar lék lengi með Fjölni og tók þátt í að koma liðinu upp allar deildir Íslandsmótsins og hefur einnig þjálfað hjá félaginu. Björgvin Jón Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, segir í tilkynningu í gærkvöld: „Við viljum þakka Úlla áralangt samstarf. Undir hans stjórn hefur fjöldi ungra pilta úr Grafarvogi fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins. Þá hefur árangur liðsins verði með ágætum. Honum fylgja bestu óskir um gæfu í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Úlfur Arnar segir í sömu tilkynningu: „Ég vil þakka öllum leikmönnum, þjálfarateymi og öðrum sem hafa verið hluti af þessu verkefni fyrir frábært samstarf. Mér hefur þótt heiður að vinna með þessum hópi, og ég er stoltur af þeirri vegferð sem við höfum verið á saman, sérstaklega með ungu leikmennina sem hafa vaxið og þróast innan félagsins. Ég óska Fjölni alls hins besta í framtíðinni og hlakka til næstu áskorana á mínum þjálfaraferli.“
Fjölnir Lengjudeild karla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn