„Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. febrúar 2025 12:22 Logi Einarsson er ráðherra fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Ráðherra fjölmiðla lítur ummæli formanns atvinnuveganefndar Alþingis og þingmanns Flokks fólksins um ríkisstyrki til Morgunblaðsins, alvarlegum augum. Fjölmiðlar eigi að vera beittir og gagnrýnir og ekki að þurfa að sitja undir því að stjórnmálafólk hóti þeim vegna umfjöllunar. Það var á miðvikudag sem Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Flokks fólksins sagðist vilja endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar blaðsins um ranga skráningu Flokks fólksins og framgöngu formannsins. Ummæli Sigurjóns hafa vakið hörð viðbrögð og sagðist formaður Blaðamannafélagsins í viðtali við Vísi sama dag, æfur vegna málsins. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar-, og háskólaráðherra segist líta ummæli Sigurjóns alvarlegum augum. „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi. Fjölmiðlar eiga að vera gagnrýnir, þeir eiga að vera beittir og eiga ekki að þurfa að sitja undir því að stjórnmálafólk hóti þeim.“ Áform hans snúi að því að tryggja áframhaldandi styrki til einkarekinna fjölmiðla til eins árs. Í framhaldinu verði lögð fram fjölmiðlastefna og heildstæð löggjöf með það að markmiði að styrkja við mikilvægt hlutverk fjölmiðla. „Svo þarf bara að skoða með hvaða hætti getum við tryggt að sem fjölbreyttasti hluti fjölmiðlanna fái styrki og geti dafnað. Svo höfum við miklu stærri áform. Er þetta styrkjafyrirkomulag heppilegt eins og það er? Ég er ekki viss um það, það er hægt að fara aðrar leiðir í því. Framtíð RÚV verður alveg skoðuð í því samhengi líka.“ Fjölmiðlar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. 5. febrúar 2025 15:12 Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. 5. febrúar 2025 10:44 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Það var á miðvikudag sem Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Flokks fólksins sagðist vilja endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar blaðsins um ranga skráningu Flokks fólksins og framgöngu formannsins. Ummæli Sigurjóns hafa vakið hörð viðbrögð og sagðist formaður Blaðamannafélagsins í viðtali við Vísi sama dag, æfur vegna málsins. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar-, og háskólaráðherra segist líta ummæli Sigurjóns alvarlegum augum. „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi. Fjölmiðlar eiga að vera gagnrýnir, þeir eiga að vera beittir og eiga ekki að þurfa að sitja undir því að stjórnmálafólk hóti þeim.“ Áform hans snúi að því að tryggja áframhaldandi styrki til einkarekinna fjölmiðla til eins árs. Í framhaldinu verði lögð fram fjölmiðlastefna og heildstæð löggjöf með það að markmiði að styrkja við mikilvægt hlutverk fjölmiðla. „Svo þarf bara að skoða með hvaða hætti getum við tryggt að sem fjölbreyttasti hluti fjölmiðlanna fái styrki og geti dafnað. Svo höfum við miklu stærri áform. Er þetta styrkjafyrirkomulag heppilegt eins og það er? Ég er ekki viss um það, það er hægt að fara aðrar leiðir í því. Framtíð RÚV verður alveg skoðuð í því samhengi líka.“
Fjölmiðlar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. 5. febrúar 2025 15:12 Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. 5. febrúar 2025 10:44 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. 5. febrúar 2025 15:12
Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. 5. febrúar 2025 10:44