Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2025 10:44 Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, við setningu Alþingis í gær. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. Morgunblaðið hefur farið mikinn í umfjöllun um mistök sem voru gerð innan stjórnsýslunnar þegar Flokkur fólksins fékk greidda styrki frá ríkinu þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess eftir að lögum um stjórnmálasamtök var breytt árið 2022. Þá hefur það fjallað um fasteignir í eigu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og nú síðast hagsmunaárekstra Sigurjóns Þórðarsonar, nýs formanns atvinnuveganefndar Alþingis, vegna smábátaveiða hans. Ríkisstjórnin ætlar að auka svigrúm til strandveiða frá því sem verið hefur. Sigurjón sagði Morgunblaðið hafa hegðað sér „með ólíkindum“ undanfarna daga og vikur í viðtali á Útvarpi Sögu á fimmtudag. Blaðið hefði beint spjótum sínum að barnabörnum Ingu, nefnt hvar þau byggju og birt myndir af húsum þeirra í umfjöllun sinni. „Þetta er ekki gæfulegt fyrir blað sem einhvern tímann var blað allra landsmanna en er það greinilega ekki núna heldur einungis blað fámennrar klíku auðmanna,“ sagði Sigurjón sem taldi augljóst að eigendur Morgunblaðsins úr „stórútgerðinni“ stæðu að baki árásum á þá sem vildu auka frelsi í fiskveiðum. Nefndi Moggann og RÚV vegna gagnrýninnar umfjöllunar Beint í kjölfarið af umræðunni um umfjöllun Morgunblaðsins var Sigurjón spurður út í styrki stjórnvalda til fjölmiðla. „Það er líka kominn tími til þess að endurskoða einfaldlega fjárframlög til Morgunblaðsins tel ég vera vegna þess að við erum að láta þarna gríðarlegar upphæðir inn í blað sem er í rauninni að reka erindi gegn almannahagsmunum og fyrir hagsmunum örfárra auðmanna. Ef við erum hér að hreyfa örlítið við sjávarútvegskerfinu þá standa á okkur öll spjót,“ sagði Sigurjón. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Ummælin lætur Sigurjón falla á fjórðu mínútu upptökunnar. Hann sagði Flokk fólksins einnig vilja taka RÚV af auglýsingamarkaði eftir að þáttastjórnandi bar undir hann að fréttastofa RÚV hefði einnig fjallað gagnrýnið um Flokk fólksins undanfarið. Sagði formaður atvinnuveganefndar að eigendur Morgunblaðsins úr sjávarútvegi teldu sig eiga landið og miðin. Þeir teldu öll meðöl réttlætanleg í árásum á stjórnmálamenn sem vildu hrófla við sjávarútvegskerfinu. „Við ætlum bara að taka á þessu af hörku í Flokki fólksins,“ sagði Sigurjón. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Morgunblaðið hefur farið mikinn í umfjöllun um mistök sem voru gerð innan stjórnsýslunnar þegar Flokkur fólksins fékk greidda styrki frá ríkinu þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess eftir að lögum um stjórnmálasamtök var breytt árið 2022. Þá hefur það fjallað um fasteignir í eigu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og nú síðast hagsmunaárekstra Sigurjóns Þórðarsonar, nýs formanns atvinnuveganefndar Alþingis, vegna smábátaveiða hans. Ríkisstjórnin ætlar að auka svigrúm til strandveiða frá því sem verið hefur. Sigurjón sagði Morgunblaðið hafa hegðað sér „með ólíkindum“ undanfarna daga og vikur í viðtali á Útvarpi Sögu á fimmtudag. Blaðið hefði beint spjótum sínum að barnabörnum Ingu, nefnt hvar þau byggju og birt myndir af húsum þeirra í umfjöllun sinni. „Þetta er ekki gæfulegt fyrir blað sem einhvern tímann var blað allra landsmanna en er það greinilega ekki núna heldur einungis blað fámennrar klíku auðmanna,“ sagði Sigurjón sem taldi augljóst að eigendur Morgunblaðsins úr „stórútgerðinni“ stæðu að baki árásum á þá sem vildu auka frelsi í fiskveiðum. Nefndi Moggann og RÚV vegna gagnrýninnar umfjöllunar Beint í kjölfarið af umræðunni um umfjöllun Morgunblaðsins var Sigurjón spurður út í styrki stjórnvalda til fjölmiðla. „Það er líka kominn tími til þess að endurskoða einfaldlega fjárframlög til Morgunblaðsins tel ég vera vegna þess að við erum að láta þarna gríðarlegar upphæðir inn í blað sem er í rauninni að reka erindi gegn almannahagsmunum og fyrir hagsmunum örfárra auðmanna. Ef við erum hér að hreyfa örlítið við sjávarútvegskerfinu þá standa á okkur öll spjót,“ sagði Sigurjón. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Ummælin lætur Sigurjón falla á fjórðu mínútu upptökunnar. Hann sagði Flokk fólksins einnig vilja taka RÚV af auglýsingamarkaði eftir að þáttastjórnandi bar undir hann að fréttastofa RÚV hefði einnig fjallað gagnrýnið um Flokk fólksins undanfarið. Sagði formaður atvinnuveganefndar að eigendur Morgunblaðsins úr sjávarútvegi teldu sig eiga landið og miðin. Þeir teldu öll meðöl réttlætanleg í árásum á stjórnmálamenn sem vildu hrófla við sjávarútvegskerfinu. „Við ætlum bara að taka á þessu af hörku í Flokki fólksins,“ sagði Sigurjón.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira