Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2025 10:44 Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, við setningu Alþingis í gær. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. Morgunblaðið hefur farið mikinn í umfjöllun um mistök sem voru gerð innan stjórnsýslunnar þegar Flokkur fólksins fékk greidda styrki frá ríkinu þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess eftir að lögum um stjórnmálasamtök var breytt árið 2022. Þá hefur það fjallað um fasteignir í eigu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og nú síðast hagsmunaárekstra Sigurjóns Þórðarsonar, nýs formanns atvinnuveganefndar Alþingis, vegna smábátaveiða hans. Ríkisstjórnin ætlar að auka svigrúm til strandveiða frá því sem verið hefur. Sigurjón sagði Morgunblaðið hafa hegðað sér „með ólíkindum“ undanfarna daga og vikur í viðtali á Útvarpi Sögu á fimmtudag. Blaðið hefði beint spjótum sínum að barnabörnum Ingu, nefnt hvar þau byggju og birt myndir af húsum þeirra í umfjöllun sinni. „Þetta er ekki gæfulegt fyrir blað sem einhvern tímann var blað allra landsmanna en er það greinilega ekki núna heldur einungis blað fámennrar klíku auðmanna,“ sagði Sigurjón sem taldi augljóst að eigendur Morgunblaðsins úr „stórútgerðinni“ stæðu að baki árásum á þá sem vildu auka frelsi í fiskveiðum. Nefndi Moggann og RÚV vegna gagnrýninnar umfjöllunar Beint í kjölfarið af umræðunni um umfjöllun Morgunblaðsins var Sigurjón spurður út í styrki stjórnvalda til fjölmiðla. „Það er líka kominn tími til þess að endurskoða einfaldlega fjárframlög til Morgunblaðsins tel ég vera vegna þess að við erum að láta þarna gríðarlegar upphæðir inn í blað sem er í rauninni að reka erindi gegn almannahagsmunum og fyrir hagsmunum örfárra auðmanna. Ef við erum hér að hreyfa örlítið við sjávarútvegskerfinu þá standa á okkur öll spjót,“ sagði Sigurjón. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Ummælin lætur Sigurjón falla á fjórðu mínútu upptökunnar. Hann sagði Flokk fólksins einnig vilja taka RÚV af auglýsingamarkaði eftir að þáttastjórnandi bar undir hann að fréttastofa RÚV hefði einnig fjallað gagnrýnið um Flokk fólksins undanfarið. Sagði formaður atvinnuveganefndar að eigendur Morgunblaðsins úr sjávarútvegi teldu sig eiga landið og miðin. Þeir teldu öll meðöl réttlætanleg í árásum á stjórnmálamenn sem vildu hrófla við sjávarútvegskerfinu. „Við ætlum bara að taka á þessu af hörku í Flokki fólksins,“ sagði Sigurjón. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Morgunblaðið hefur farið mikinn í umfjöllun um mistök sem voru gerð innan stjórnsýslunnar þegar Flokkur fólksins fékk greidda styrki frá ríkinu þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess eftir að lögum um stjórnmálasamtök var breytt árið 2022. Þá hefur það fjallað um fasteignir í eigu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og nú síðast hagsmunaárekstra Sigurjóns Þórðarsonar, nýs formanns atvinnuveganefndar Alþingis, vegna smábátaveiða hans. Ríkisstjórnin ætlar að auka svigrúm til strandveiða frá því sem verið hefur. Sigurjón sagði Morgunblaðið hafa hegðað sér „með ólíkindum“ undanfarna daga og vikur í viðtali á Útvarpi Sögu á fimmtudag. Blaðið hefði beint spjótum sínum að barnabörnum Ingu, nefnt hvar þau byggju og birt myndir af húsum þeirra í umfjöllun sinni. „Þetta er ekki gæfulegt fyrir blað sem einhvern tímann var blað allra landsmanna en er það greinilega ekki núna heldur einungis blað fámennrar klíku auðmanna,“ sagði Sigurjón sem taldi augljóst að eigendur Morgunblaðsins úr „stórútgerðinni“ stæðu að baki árásum á þá sem vildu auka frelsi í fiskveiðum. Nefndi Moggann og RÚV vegna gagnrýninnar umfjöllunar Beint í kjölfarið af umræðunni um umfjöllun Morgunblaðsins var Sigurjón spurður út í styrki stjórnvalda til fjölmiðla. „Það er líka kominn tími til þess að endurskoða einfaldlega fjárframlög til Morgunblaðsins tel ég vera vegna þess að við erum að láta þarna gríðarlegar upphæðir inn í blað sem er í rauninni að reka erindi gegn almannahagsmunum og fyrir hagsmunum örfárra auðmanna. Ef við erum hér að hreyfa örlítið við sjávarútvegskerfinu þá standa á okkur öll spjót,“ sagði Sigurjón. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Ummælin lætur Sigurjón falla á fjórðu mínútu upptökunnar. Hann sagði Flokk fólksins einnig vilja taka RÚV af auglýsingamarkaði eftir að þáttastjórnandi bar undir hann að fréttastofa RÚV hefði einnig fjallað gagnrýnið um Flokk fólksins undanfarið. Sagði formaður atvinnuveganefndar að eigendur Morgunblaðsins úr sjávarútvegi teldu sig eiga landið og miðin. Þeir teldu öll meðöl réttlætanleg í árásum á stjórnmálamenn sem vildu hrófla við sjávarútvegskerfinu. „Við ætlum bara að taka á þessu af hörku í Flokki fólksins,“ sagði Sigurjón.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira