Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. febrúar 2025 21:31 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, á fundinum í gær um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Flugmálafélag Íslands Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. Þótt borgin hafi eignast landið fyrir tólf árum hafa ráðamenn flugvallarins lengi tregðast við að færa flugvallargirðinguna sem er forsenda þess að borgin geti byrjað að byggja. Á fundi Flugmálafélags Íslands í gær um framtíð flugvallarins sýndi Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, myndband af staðsetningu hins fyrirhugaða hverfis skammt frá brautamótum flugbrautanna. Íbúðahverfið er nefnt Nýi Skerjafjörður og sést ofarlega til vinstri.Isavia innanlands „Þarna er verið að byggja bara á krossinum. Allir þessir íbúar, sem þarna munu búa, munu verða fyrir áhrifum frá báðum flugbrautum,“ sagði Sigrún Björk. Hún sagði að girðing hverfisins yrði 167 metra frá miðlínu flugbrautar og taldi lækkun húsa eða breytta hönnun litlu breyta. Fyrirhugað íbúðahverfi séð úr suðri.Isavia innanlands „Þetta er ekki að ganga. Hollenska geimferðastofnunin, sem rýndi þetta verkefni fyrir skýrsluna hjá Eyjólfi Árna (Rafnssyni – innskot Vísis), hún sagði að þetta yrði aldrei leyft í Hollandi. Það yrði aldrei leyft að staðsetja íbúðir - þarna eru fyrstukaupa íbúðir, þetta eru lítil börn, jafnvel öldrunarheimili - það yrði aldrei leyft að staðsetja þetta þarna. Því meira sem ég skoða þetta verkefni, og því meira sem við getum sett þetta fram svona, þeim mun galnara er þetta. Ég verð bara að vera algerlega heiðarleg með það,“ sagði Sigrún Björk. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í viðtali við Stöð 2 á Loftleiðahótelinu í gær, sólarhring áður en hann sleit borgarstjórnarmeirhlutanum.Bjarni Einarsson Fréttastofa spurði Einar Þorsteinsson borgarstjóra á Loftleiðahótelinu síðdegis í gær í ljósi orða Sigrúnar hvort borgin ætlaði að knýja þetta fram: „Þetta er í deiliskipulagi. Það þarf ekki að koma á óvart að Sigrún Björk hafi skoðanir á því.“ -En mun borgin þrýsta á það að fá landið svo hægt sé að hefja þar uppbyggingu íbúðahverfis? Flugvallarlandið umdeilda í Skerjafirði.KMU „Það liggur fyrir að borgin á þetta land og um það var gerður samningur. Þannig að það er í sjálfu sér bara formsatriði,“ svaraði Einar en tók fram að fyrst þyrfti að hreinsa jarðveg á svæðinu og að uppbygging væri ekki handan við hornið. Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra handsala samninginn um sölu flugvallarlandsins frá ríki til borgar árið 2013.Reykjavíkurborg „Mér finnst mikilvægt að hraða allri húsnæðisuppbyggingu og þarna er deiliskipulagt hverfi sem myndi styðja við húsnæðisuppbygginguna. En ég skal alveg viðurkenna það að ég hef smááhyggjur af stöðu flugvallarins,“ sagði borgarstjóri í viðtali sem tekið var í gær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. 4. febrúar 2025 19:03 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Þótt borgin hafi eignast landið fyrir tólf árum hafa ráðamenn flugvallarins lengi tregðast við að færa flugvallargirðinguna sem er forsenda þess að borgin geti byrjað að byggja. Á fundi Flugmálafélags Íslands í gær um framtíð flugvallarins sýndi Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, myndband af staðsetningu hins fyrirhugaða hverfis skammt frá brautamótum flugbrautanna. Íbúðahverfið er nefnt Nýi Skerjafjörður og sést ofarlega til vinstri.Isavia innanlands „Þarna er verið að byggja bara á krossinum. Allir þessir íbúar, sem þarna munu búa, munu verða fyrir áhrifum frá báðum flugbrautum,“ sagði Sigrún Björk. Hún sagði að girðing hverfisins yrði 167 metra frá miðlínu flugbrautar og taldi lækkun húsa eða breytta hönnun litlu breyta. Fyrirhugað íbúðahverfi séð úr suðri.Isavia innanlands „Þetta er ekki að ganga. Hollenska geimferðastofnunin, sem rýndi þetta verkefni fyrir skýrsluna hjá Eyjólfi Árna (Rafnssyni – innskot Vísis), hún sagði að þetta yrði aldrei leyft í Hollandi. Það yrði aldrei leyft að staðsetja íbúðir - þarna eru fyrstukaupa íbúðir, þetta eru lítil börn, jafnvel öldrunarheimili - það yrði aldrei leyft að staðsetja þetta þarna. Því meira sem ég skoða þetta verkefni, og því meira sem við getum sett þetta fram svona, þeim mun galnara er þetta. Ég verð bara að vera algerlega heiðarleg með það,“ sagði Sigrún Björk. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í viðtali við Stöð 2 á Loftleiðahótelinu í gær, sólarhring áður en hann sleit borgarstjórnarmeirhlutanum.Bjarni Einarsson Fréttastofa spurði Einar Þorsteinsson borgarstjóra á Loftleiðahótelinu síðdegis í gær í ljósi orða Sigrúnar hvort borgin ætlaði að knýja þetta fram: „Þetta er í deiliskipulagi. Það þarf ekki að koma á óvart að Sigrún Björk hafi skoðanir á því.“ -En mun borgin þrýsta á það að fá landið svo hægt sé að hefja þar uppbyggingu íbúðahverfis? Flugvallarlandið umdeilda í Skerjafirði.KMU „Það liggur fyrir að borgin á þetta land og um það var gerður samningur. Þannig að það er í sjálfu sér bara formsatriði,“ svaraði Einar en tók fram að fyrst þyrfti að hreinsa jarðveg á svæðinu og að uppbygging væri ekki handan við hornið. Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra handsala samninginn um sölu flugvallarlandsins frá ríki til borgar árið 2013.Reykjavíkurborg „Mér finnst mikilvægt að hraða allri húsnæðisuppbyggingu og þarna er deiliskipulagt hverfi sem myndi styðja við húsnæðisuppbygginguna. En ég skal alveg viðurkenna það að ég hef smááhyggjur af stöðu flugvallarins,“ sagði borgarstjóri í viðtali sem tekið var í gær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. 4. febrúar 2025 19:03 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26
Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. 4. febrúar 2025 19:03