Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Jón Þór Stefánsson skrifar 4. febrúar 2025 19:03 Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. Þetta kom fram í ræðu Einars á Borgarstjórnarfundi í dag þar sem rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um að tryggja atvinnustarfsemi á flugvallarsvæðinu. „Málin hafa þróast þannig með Reykjavíkurflugvöll að það eru engar líkur á því að hann sé að fara á þessu skipulagstímabili til 2040. Niðurstöður rannsókna á flugskilyrðum í Hvassahrauni gefa jákvætt merki um að þar geti verið ágætur flugvöllur, en á meðan það er virkt eldgosatímabil á Reykjanesskaga er alveg ljóst að ríkisstjórnin er ekki að fara að setja fjármuni í nýjan flugvöll þar,“ sagði Einar. „Það er mín skoðun að í framtíðinni, hvenær sem hún kemur, verði byggður nýr flugvöllur annars staðar, en það er einfaldlega langt í það. Áratugir líklega.“ Þar að auki sagði Einar að ef ríkið tæki þá ákvörðun að byggja flugvöll í Hvassahrauni strax í dag myndi það taka að minnsta kosti fimmtán til tuttugu ár að koma vellinum í rekstur. Þar af leiðandi væri ólíklegt að fjöldi íbúða, sem á að byggja á flugvallasvæðinu, verðu byggðar. „Þess vegna er það einfaldlega staðan að það er ólíklegt, ef ekki útilokað, að þessar 7500 íbúðir verði til.“ „Það sker í augu að mínu mati að við séum með á áætlun 7500 íbúðir á flugvelli sem verður í fullum rekstri næstu tuttugu árin að óbreyttu. Þannig að það er að mínu mati alveg klárt að við verðum að breyta okkar áætlunum.“ Brýnt að taka ákvörðun um Geldinganes Þá sagði Einar að það væri orðið brýnt að taka ákvörðun um hvort byggt yrði í Geldinganesi. Nú væri verið að hanna mislæg gatnamót yfir Geldinganesið vegna gerðar Sundabrautar, og hvernig sú hönnun á að vera veltur á því hvort þarna eigi að vera stórt hverfi eða ekki. Borgarstjórn Stjórnsýsla Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Skipulag Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Einars á Borgarstjórnarfundi í dag þar sem rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um að tryggja atvinnustarfsemi á flugvallarsvæðinu. „Málin hafa þróast þannig með Reykjavíkurflugvöll að það eru engar líkur á því að hann sé að fara á þessu skipulagstímabili til 2040. Niðurstöður rannsókna á flugskilyrðum í Hvassahrauni gefa jákvætt merki um að þar geti verið ágætur flugvöllur, en á meðan það er virkt eldgosatímabil á Reykjanesskaga er alveg ljóst að ríkisstjórnin er ekki að fara að setja fjármuni í nýjan flugvöll þar,“ sagði Einar. „Það er mín skoðun að í framtíðinni, hvenær sem hún kemur, verði byggður nýr flugvöllur annars staðar, en það er einfaldlega langt í það. Áratugir líklega.“ Þar að auki sagði Einar að ef ríkið tæki þá ákvörðun að byggja flugvöll í Hvassahrauni strax í dag myndi það taka að minnsta kosti fimmtán til tuttugu ár að koma vellinum í rekstur. Þar af leiðandi væri ólíklegt að fjöldi íbúða, sem á að byggja á flugvallasvæðinu, verðu byggðar. „Þess vegna er það einfaldlega staðan að það er ólíklegt, ef ekki útilokað, að þessar 7500 íbúðir verði til.“ „Það sker í augu að mínu mati að við séum með á áætlun 7500 íbúðir á flugvelli sem verður í fullum rekstri næstu tuttugu árin að óbreyttu. Þannig að það er að mínu mati alveg klárt að við verðum að breyta okkar áætlunum.“ Brýnt að taka ákvörðun um Geldinganes Þá sagði Einar að það væri orðið brýnt að taka ákvörðun um hvort byggt yrði í Geldinganesi. Nú væri verið að hanna mislæg gatnamót yfir Geldinganesið vegna gerðar Sundabrautar, og hvernig sú hönnun á að vera veltur á því hvort þarna eigi að vera stórt hverfi eða ekki.
Borgarstjórn Stjórnsýsla Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Skipulag Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira