Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Aron Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2025 09:31 Brynjar Viggósson er formaður knattspyrnudeildar Hauka Vísir/Stefán Það styttist í að knattspyrnufólk framtíðarinnar leiki listir sínar inn í nýju knatthúsi Hauka sem verður að teljast eitt það fullkomnasta hér á landi. Húsið verður vígt eftir aðeins nokkra daga og verður algjör bylting í starfi knattspyrnudeildar félagsins og sögn formannsins. „Þetta er frábær breyting og í raun og veru bylting fyrir okkar starf í knattspyrnudeild Hauka. Það eru bara gríðarlega spennandi tímar og tökum náttúrulega við þessu húsi fullir þakklæti og munum virkilega láta verkin tala hérna með góðri framkvæmd,“ segir Brynjar Viggósson, formaður knattspyrnudeildar Hauka. Húsið er í fullri stærð með löglegan völl fyrir efstu deild hér á landi, lofthæð mikil, framúrskarandi náttúruleg birta og við bætist svo áhorfendastúka sem mun hýsa hátt upp í þúsund manns. Þetta hús, hvað mun það gera fyrir ykkar starf í knattspyrnudeild Hauka? „Það er margt. Við höfum eingöngu verið úti hingað til. Núna erum við bráðlega, eftir viku, komin innandyra. Við munum ná fram miklu meiri gæðum og nýtingu á okkar svæði fyrir alla okkar iðkendur, alveg frá þeim yngstu upp í meistaraflokka. Við munum ná fram miklum gæðum á okkar æfingum með okkar frábæra þjálfarateymi og okkar frábæra starf. Þetta gefur okkur gríðarlegan sveigjanleika og við getum fært okkur undir þak loksins. Þessu fylgja fullt af tækifærum, þetta er bylting. En við eigum einnig eftir að læra fullt inn á ýmsa hluti. Við erum hérna í hverfi sem hefur vaxið gríðarlega hér sunnan við læk. Það er bara þannig að okkar samfélag er að fá frábæra viðbót sem við höfum beðið lengi eftir.“ Klippa: Glæsilegt knatthús Hauka „Hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur“ Þetta knatthús virkar á mann sem hið fullkomna hús. „Við erum þar og hörfum þannig á það. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við berum virðingu fyrir því sem að okkur er fengið núna. Þetta er hús sem er tilbúið í að spilað verði í því í efstu deild, þó við séum ekki þar núna er stefnan sett þangað. Þetta er gríðarlega flott hús, eitt það flottast á landinu, ef ekki það flottasta. Það fer eftir því hvern þú spyrð. Síðan eru náttúrulega margir þættir í þessu. Það eru mikil birtuskilyrði hérna inni, mikil náttúruleg birta sem flæðir inn. Algjörlega frábært hús.“ Frábær viðbót við frábæra aðstöðu íþróttafélagsins Hauka sem verður að teljast ein sú besta á landinu þegar talað er um boltagreinar og almenna líkamsrækt hér á landi. Og það hefur verið spennandi fyrir heimamenn að sjá húsið rísa. „Hér eru starfandi deildir fyrir körfubolta, handbolta, fótbolta, karatedeild og stutt yfir í sundið og lengi mætti telja. Fyrir okkur eldra fólkið sem erum farin að stunda hreyfingu án bolta eru líkamsræktarstöðvar hérna. Síðan er innan við kílómetri í ósnortna náttúru. Þetta er einstaklega fallegt svæði hérna í kringum Ástjörnina og Ásvelli. Hér ertu með lausnir, heildarlausnir fyrir alla. Hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur. Við höfum séð þetta stig frá stigi og maður er næstum því farinn að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar þegar að maður sér þessi skref. Þetta hefur gengið ótrúlega vel“ Titrar af spenningi Húsið verður formlega vígt eftir slétta viku. „Maður eiginlega bara titrar af spenningi. Æfingar síðan bara formlega á mánudeginum þar á eftir. Við erum bara að fara ýta á start takkann og setja þetta allt í gang. Gríðarlega spennandi. Algengasta spurningin til manns er „hvenær opnar húsið?“ og þar fram eftir götunum. Svo er mikilvægt líka að fara út í veður og vind og þola smá mótvind. Því lífið er ekki bara dalurinn niður í móti, þetta er mikil brekka og alls konar bardagar.ׅ“ Haukar Íslenski boltinn Hafnarfjörður Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Þetta er frábær breyting og í raun og veru bylting fyrir okkar starf í knattspyrnudeild Hauka. Það eru bara gríðarlega spennandi tímar og tökum náttúrulega við þessu húsi fullir þakklæti og munum virkilega láta verkin tala hérna með góðri framkvæmd,“ segir Brynjar Viggósson, formaður knattspyrnudeildar Hauka. Húsið er í fullri stærð með löglegan völl fyrir efstu deild hér á landi, lofthæð mikil, framúrskarandi náttúruleg birta og við bætist svo áhorfendastúka sem mun hýsa hátt upp í þúsund manns. Þetta hús, hvað mun það gera fyrir ykkar starf í knattspyrnudeild Hauka? „Það er margt. Við höfum eingöngu verið úti hingað til. Núna erum við bráðlega, eftir viku, komin innandyra. Við munum ná fram miklu meiri gæðum og nýtingu á okkar svæði fyrir alla okkar iðkendur, alveg frá þeim yngstu upp í meistaraflokka. Við munum ná fram miklum gæðum á okkar æfingum með okkar frábæra þjálfarateymi og okkar frábæra starf. Þetta gefur okkur gríðarlegan sveigjanleika og við getum fært okkur undir þak loksins. Þessu fylgja fullt af tækifærum, þetta er bylting. En við eigum einnig eftir að læra fullt inn á ýmsa hluti. Við erum hérna í hverfi sem hefur vaxið gríðarlega hér sunnan við læk. Það er bara þannig að okkar samfélag er að fá frábæra viðbót sem við höfum beðið lengi eftir.“ Klippa: Glæsilegt knatthús Hauka „Hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur“ Þetta knatthús virkar á mann sem hið fullkomna hús. „Við erum þar og hörfum þannig á það. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við berum virðingu fyrir því sem að okkur er fengið núna. Þetta er hús sem er tilbúið í að spilað verði í því í efstu deild, þó við séum ekki þar núna er stefnan sett þangað. Þetta er gríðarlega flott hús, eitt það flottast á landinu, ef ekki það flottasta. Það fer eftir því hvern þú spyrð. Síðan eru náttúrulega margir þættir í þessu. Það eru mikil birtuskilyrði hérna inni, mikil náttúruleg birta sem flæðir inn. Algjörlega frábært hús.“ Frábær viðbót við frábæra aðstöðu íþróttafélagsins Hauka sem verður að teljast ein sú besta á landinu þegar talað er um boltagreinar og almenna líkamsrækt hér á landi. Og það hefur verið spennandi fyrir heimamenn að sjá húsið rísa. „Hér eru starfandi deildir fyrir körfubolta, handbolta, fótbolta, karatedeild og stutt yfir í sundið og lengi mætti telja. Fyrir okkur eldra fólkið sem erum farin að stunda hreyfingu án bolta eru líkamsræktarstöðvar hérna. Síðan er innan við kílómetri í ósnortna náttúru. Þetta er einstaklega fallegt svæði hérna í kringum Ástjörnina og Ásvelli. Hér ertu með lausnir, heildarlausnir fyrir alla. Hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur. Við höfum séð þetta stig frá stigi og maður er næstum því farinn að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar þegar að maður sér þessi skref. Þetta hefur gengið ótrúlega vel“ Titrar af spenningi Húsið verður formlega vígt eftir slétta viku. „Maður eiginlega bara titrar af spenningi. Æfingar síðan bara formlega á mánudeginum þar á eftir. Við erum bara að fara ýta á start takkann og setja þetta allt í gang. Gríðarlega spennandi. Algengasta spurningin til manns er „hvenær opnar húsið?“ og þar fram eftir götunum. Svo er mikilvægt líka að fara út í veður og vind og þola smá mótvind. Því lífið er ekki bara dalurinn niður í móti, þetta er mikil brekka og alls konar bardagar.ׅ“
Haukar Íslenski boltinn Hafnarfjörður Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira