Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2025 15:59 Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur gefið til kynna að hann vilji endurráða manninn og að blaðakonan sem sagði fréttina verði rekin. AP/Alex Brandon Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims. Elez hélt úti síðu á X undir nafninu @nullllptr, þar sem hann mun ítrekað hafa kastað fram rasískum ummælum og talað vel um kynbótaaðferðir. Í frétt Wall Street Journal, þar sem hann var tengdur síðunni, kemur fram að Elez virðist vera sérstaklega illa við Indverja. Kallaði hann til að mynda eftir því að hatur gegn Indverjum yrði normaliserað. Hann skrifaði einnig að ekki væri hægt að greiða honum fyrir það að gifta sig út fyrir kynstofn sinn og stærði sigi af því að hafa verið rasisti „áður en það var kúl“. Starfsmenn DOGE, sem margir eru ungir karlmenn, hafa gengið hart fram í niðurskurði hjá alríkinu og þykir vinna þeirra mjög umdeild. Sjá einnig: Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Elez sjálfur hefur verið viðloðinn dómsmál vegna aðgengi hans að greiðslukerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna. Dómari úrskurðaði í gærmorgun að Elez mætti hafa aðgang að kerfinu en takmarkaði hvernig hann mætti dreifa upplýsingum þaðan áfram. Hann sagði þó af sér í gærkvöldi, eftir að fyrirspurn um áðurnefnda X-síðu var send til Hvíta hússins. Musk vill að fréttakonan verði rekin Í frétt WSJ segir að Elez hafi unnið fyrir Musk hjá bæði SpaceX og X. Hjá geimfyrirtækinu vann hann við Starlink-gervihnetti og við gervigreind hjá X. Musk hvatti fólk til að sækja um hjá DOGE í lok síðasta árs en svo virðist sem flestir sem hafi verið ráðnir séu ungir menn sem deili lífsskoðunum auðjöfursins. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varði starfsmenn DOGE í viðtali í gær og sagði þá mjög þjálfaða fagmenn. Musk, sem hefur ítrekað haldið því fram að hann sé mjög svo hlynntur algeru tjáningarfrelsi, hefur kallað eftir því að blaðakonan sem tengdi Elez við síðuna umdeildu verði rekin úr starfi sínu hjá Wall Street Journal vegna fréttaflutnings hennar. Hann hefur einnig opnað könnun á síðu sinni á X, samfélagsmiðli sínum, þar sem hann spyr hvort hann eigi að ráða Elez aftur til DOGE. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. 7. febrúar 2025 09:52 Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. 7. febrúar 2025 08:20 Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00 Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Elez hélt úti síðu á X undir nafninu @nullllptr, þar sem hann mun ítrekað hafa kastað fram rasískum ummælum og talað vel um kynbótaaðferðir. Í frétt Wall Street Journal, þar sem hann var tengdur síðunni, kemur fram að Elez virðist vera sérstaklega illa við Indverja. Kallaði hann til að mynda eftir því að hatur gegn Indverjum yrði normaliserað. Hann skrifaði einnig að ekki væri hægt að greiða honum fyrir það að gifta sig út fyrir kynstofn sinn og stærði sigi af því að hafa verið rasisti „áður en það var kúl“. Starfsmenn DOGE, sem margir eru ungir karlmenn, hafa gengið hart fram í niðurskurði hjá alríkinu og þykir vinna þeirra mjög umdeild. Sjá einnig: Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Elez sjálfur hefur verið viðloðinn dómsmál vegna aðgengi hans að greiðslukerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna. Dómari úrskurðaði í gærmorgun að Elez mætti hafa aðgang að kerfinu en takmarkaði hvernig hann mætti dreifa upplýsingum þaðan áfram. Hann sagði þó af sér í gærkvöldi, eftir að fyrirspurn um áðurnefnda X-síðu var send til Hvíta hússins. Musk vill að fréttakonan verði rekin Í frétt WSJ segir að Elez hafi unnið fyrir Musk hjá bæði SpaceX og X. Hjá geimfyrirtækinu vann hann við Starlink-gervihnetti og við gervigreind hjá X. Musk hvatti fólk til að sækja um hjá DOGE í lok síðasta árs en svo virðist sem flestir sem hafi verið ráðnir séu ungir menn sem deili lífsskoðunum auðjöfursins. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varði starfsmenn DOGE í viðtali í gær og sagði þá mjög þjálfaða fagmenn. Musk, sem hefur ítrekað haldið því fram að hann sé mjög svo hlynntur algeru tjáningarfrelsi, hefur kallað eftir því að blaðakonan sem tengdi Elez við síðuna umdeildu verði rekin úr starfi sínu hjá Wall Street Journal vegna fréttaflutnings hennar. Hann hefur einnig opnað könnun á síðu sinni á X, samfélagsmiðli sínum, þar sem hann spyr hvort hann eigi að ráða Elez aftur til DOGE.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. 7. febrúar 2025 09:52 Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. 7. febrúar 2025 08:20 Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00 Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. 7. febrúar 2025 09:52
Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. 7. febrúar 2025 08:20
Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00
Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent