Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2025 10:54 Maður kveikir á kerti við Risbergska-skólann í Örebro. EPA/ANDERS WIKLUND Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni. Árásin átti sér stað um hádegi í gær í Campus Risbergska-skólann í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en var hann áður framhaldsskóli. Maðurinn sjálfur er sá ellefti sem lést í árásinni en hann er talinn hafa svipt sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði, samkvæmt SVT. Talið er að hann hafi mögulega skotið í átt að lögregluþjónum fyrst en það er til rannsóknar. Ekki er búið að bera kennsl á alla þá sem dóu í árásinni enn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Sex særðust og tveir þeirra eru enn á gjörgæslu. Að öðru leyti er lítið vitað um fórnarlömb árásarinnar enn sem komið er. Hann hefur ekki verið nafngreindur af lögreglu en blaðamenn Aftonbladet hafa eftir ættingjum árásarmannsins að hann hafi verið mikill einfari og hafi staðið illa félagslega. Hann hafði aldrei verið dæmdur fyrir glæpi og var ekki þekktur af lögreglu. Hann var með skotvopnaleyfi og er sagður hafa notað hálfsjálfvirka byssu sem hann átti löglega til árásarinnar. Lögreglan segir manninn hafa falið byssu sína í gítartösku, eða svipaðri tösku, þegar hann fór inn í skólann. Samkvæmt heimildum Aftonbladet gekk hann um skólann um nokkurt skeið áður en hann fór inn á salerni. Þar mun hann hafa skipt um föt, klætt sig í föt í felulitum og tekið að minnsta kosti eitt vopn upp úr töskunni. Lögregluþjónar munu hafa verið fljótir á vettvang og sáu þeir manninn í skólanum. Þá mun hann hafa kastað frá sér reyksprengju og svipt sig lífi. Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. 4. febrúar 2025 18:21 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Árásin átti sér stað um hádegi í gær í Campus Risbergska-skólann í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en var hann áður framhaldsskóli. Maðurinn sjálfur er sá ellefti sem lést í árásinni en hann er talinn hafa svipt sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði, samkvæmt SVT. Talið er að hann hafi mögulega skotið í átt að lögregluþjónum fyrst en það er til rannsóknar. Ekki er búið að bera kennsl á alla þá sem dóu í árásinni enn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Sex særðust og tveir þeirra eru enn á gjörgæslu. Að öðru leyti er lítið vitað um fórnarlömb árásarinnar enn sem komið er. Hann hefur ekki verið nafngreindur af lögreglu en blaðamenn Aftonbladet hafa eftir ættingjum árásarmannsins að hann hafi verið mikill einfari og hafi staðið illa félagslega. Hann hafði aldrei verið dæmdur fyrir glæpi og var ekki þekktur af lögreglu. Hann var með skotvopnaleyfi og er sagður hafa notað hálfsjálfvirka byssu sem hann átti löglega til árásarinnar. Lögreglan segir manninn hafa falið byssu sína í gítartösku, eða svipaðri tösku, þegar hann fór inn í skólann. Samkvæmt heimildum Aftonbladet gekk hann um skólann um nokkurt skeið áður en hann fór inn á salerni. Þar mun hann hafa skipt um föt, klætt sig í föt í felulitum og tekið að minnsta kosti eitt vopn upp úr töskunni. Lögregluþjónar munu hafa verið fljótir á vettvang og sáu þeir manninn í skólanum. Þá mun hann hafa kastað frá sér reyksprengju og svipt sig lífi.
Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. 4. febrúar 2025 18:21 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16
Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. 4. febrúar 2025 18:21