FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2025 14:50 Framarar þurfa að greiða úr sínum málum til þess að félagaskiptabanni verði aflétt, en það ætti að geta gengið hratt fyrir sig. vísir/Diego FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett bæði Fram og Gróttu í félagaskiptabann í að hámarki næstu þrjá félagaskiptaglugga. Félögin og KSÍ furða sig á samskiptaleysi af hálfu FIFA en ekki mun vera um alvarleg brot að ræða og talið auðleyst að losa félögin úr banni. Frá þessu var greint á vef 433.is í dag en hægt er að sjá lista FIFA yfir félög í félagaskiptabanni á sérstökum vef sambandsins sem tekinn var í notkun fyrir rúmu ári síðan. Samkvæmt því sem fram kemur á vef FIFA hófst bann Framara 29. janúar og bann Gróttu 31. janúar, og gildir það því að óbreyttu í komandi félagaskiptaglugga, sumarglugganum og svo aftur í félagaskiptaglugganum eftir rúmt ár. Hins vegar er ljóst að félögin geta bæði losnað úr banninu með því að gera upp þær skuldir sem FIFA telur að þeim beri að greiða. Búast má við að það gangi greiðlega í báðum tilvikum. Fram kemur á vef FIFA að Fram og Grótta séu komin í félagaskiptabann.Skjáskot/FIFA Registration bans Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst mál Framara um tveggja mánaða ógreidd laun til Venesúelabúans Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022. Yendis mun hafa farið að láni heim til Venesúela í tíu mánuði, þegar hann átti enn eitt ár eftir af samningi sínum við Fram. Því átti hann tvo mánuði inni hjá Fram að lánsdvöl lokinni en mun samkvæmt því sem Vísir kemst næst ekki hafa mætt til vinnu þá mánuði, og því töldu Framarar sér ekki skylt að greiða honum launin. Til stendur að leysa málið fljótt. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, vill ekki gefa upp um hvað mál Gróttu snúist en segir það auðleyst. Hins vegar harmi hann nær algjört samskiptaleysi af hálfu FIFA. Gróttumenn fengu heldur ekki á neinu stigi málsins að setja fram sína málsvörn og bera þannig hönd fyrir höfuð sér. Gróttumenn, sem leika í 2. deild í sumar, virðast litlar upplýsingar hafa fengið frá FIFA áður en þeir voru komnir í félagaskiptabann.vísir/Diego „Þetta kemur okkur mjög mikið á óvart. Við vorum ekki búin að fá neina meldingu frá FIFA um að það væri eitthvað mál í gangi gegn okkur. Ef við skuldum einhverjum einhvers staðar þá gerum við það bara upp. Við höfum engar áhyggjur af þessu og leysum þetta bara, um leið og einhver frá FIFA svarar okkur,“ segir Þorsteinn. Samskiptaleysið virðist sömuleiðis vera á milli FIFA og KSÍ sem þó ætti að sjá til þess að banninu verði framfylgt. „Það sem okkur finnst sérstakt í þessu er að okkur hafi ekki verið tilkynnt neitt um þetta. Við höfum ekki aðgang að neinu og vitum ekki um hvað málið snýst,“ segir Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ. „Í fyrri málum af þessum toga höfum við alltaf verið upplýst, enda erum við beðin um að framfylgja banninu innanlands. Það hefur eitthvað klikkað í samskiptaboðleiðum á milli FIFA og KSÍ. Þess vegna hef ég sent FIFA bréf til að fá að vita hvort að félögin og við höfum verið upplýst, eftir leiðum sem mér er ekki kunnugt um,“ segir Haukur og vonast eftir svari frá FIFA bráðlega. Besta deild karla Fram Grótta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Frá þessu var greint á vef 433.is í dag en hægt er að sjá lista FIFA yfir félög í félagaskiptabanni á sérstökum vef sambandsins sem tekinn var í notkun fyrir rúmu ári síðan. Samkvæmt því sem fram kemur á vef FIFA hófst bann Framara 29. janúar og bann Gróttu 31. janúar, og gildir það því að óbreyttu í komandi félagaskiptaglugga, sumarglugganum og svo aftur í félagaskiptaglugganum eftir rúmt ár. Hins vegar er ljóst að félögin geta bæði losnað úr banninu með því að gera upp þær skuldir sem FIFA telur að þeim beri að greiða. Búast má við að það gangi greiðlega í báðum tilvikum. Fram kemur á vef FIFA að Fram og Grótta séu komin í félagaskiptabann.Skjáskot/FIFA Registration bans Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst mál Framara um tveggja mánaða ógreidd laun til Venesúelabúans Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022. Yendis mun hafa farið að láni heim til Venesúela í tíu mánuði, þegar hann átti enn eitt ár eftir af samningi sínum við Fram. Því átti hann tvo mánuði inni hjá Fram að lánsdvöl lokinni en mun samkvæmt því sem Vísir kemst næst ekki hafa mætt til vinnu þá mánuði, og því töldu Framarar sér ekki skylt að greiða honum launin. Til stendur að leysa málið fljótt. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, vill ekki gefa upp um hvað mál Gróttu snúist en segir það auðleyst. Hins vegar harmi hann nær algjört samskiptaleysi af hálfu FIFA. Gróttumenn fengu heldur ekki á neinu stigi málsins að setja fram sína málsvörn og bera þannig hönd fyrir höfuð sér. Gróttumenn, sem leika í 2. deild í sumar, virðast litlar upplýsingar hafa fengið frá FIFA áður en þeir voru komnir í félagaskiptabann.vísir/Diego „Þetta kemur okkur mjög mikið á óvart. Við vorum ekki búin að fá neina meldingu frá FIFA um að það væri eitthvað mál í gangi gegn okkur. Ef við skuldum einhverjum einhvers staðar þá gerum við það bara upp. Við höfum engar áhyggjur af þessu og leysum þetta bara, um leið og einhver frá FIFA svarar okkur,“ segir Þorsteinn. Samskiptaleysið virðist sömuleiðis vera á milli FIFA og KSÍ sem þó ætti að sjá til þess að banninu verði framfylgt. „Það sem okkur finnst sérstakt í þessu er að okkur hafi ekki verið tilkynnt neitt um þetta. Við höfum ekki aðgang að neinu og vitum ekki um hvað málið snýst,“ segir Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ. „Í fyrri málum af þessum toga höfum við alltaf verið upplýst, enda erum við beðin um að framfylgja banninu innanlands. Það hefur eitthvað klikkað í samskiptaboðleiðum á milli FIFA og KSÍ. Þess vegna hef ég sent FIFA bréf til að fá að vita hvort að félögin og við höfum verið upplýst, eftir leiðum sem mér er ekki kunnugt um,“ segir Haukur og vonast eftir svari frá FIFA bráðlega.
Besta deild karla Fram Grótta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann