Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2025 11:31 Nýburadeildin á sjúkrahúsinu í Chester þar sem Letby starfaði. Vísir/EPA Lögmenn Lucy Letby, bresks hjúkrunarfræðings sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að drepa sjö ungbörn, kröfðust þess í dag að mál hennar yrði tekið upp aftur. Sérfræðingar hafa gagnrýnt túlkun á sönnunargögnum sem voru notuð til þess að sakfella hana. Letby var fundin sek um að hafa valdið dauða sjö ungbarna og reynt að deyða sjö til viðbótar þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á fæðingardeild Sjúkrahúss greifynjunnar af Chester frá 2015 til 2016. Hún hlaut fimmtán lífstíðardóma. Frá því að Letby var sakfelld hafa ýmsar efasemdaraddir komið fram um sekt hennar, ekki síst frá tölfræðingum sem furðuðu sig á að að fylgni á milli vaktaplans Letby og dauðsfallanna hafi verið notuð sem lykilsönnunargagn í dómsmálinu. Eftir að lögmenn Letby lögðu fram umsókn til endurupptökunefndar sakamála (CCRC) í dag greindu þeir frá því að hópur utanaðkomandi sérfræðinga í meðferð nýfæddra barna sem þeir fengu til umsagnar legði fram ný læknisfræðileg sönnunargögn sem hefðu mikla þýðingu fyrir málið. Fulltrúi CCRC sagði umsókn Letby til umfjöllunar hjá nefndinni. Það væri ekki hlutverk hennar að skera úr um sekt eða sýknu fólks heldur dómstóla. Gagnrýndi hann þá sem hefðu skeggrætt um mál Letby án þess að hafa yfirsýn yfir allt málið og hvatti fólk til þess að hafa fjölskyldur barnanna sem létust í huga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur niðurstöður sínar hafa verið rangtúlkaðar Shoo Lee, einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby fengu til þess að fara yfir málið, segir að saksóknarar hafi mistúlkað niðurstöður rannsókna hans til þess að sakfella hana, að því er kom fram í The Independent í vikunni. Letby var sökuð um að valda banvænum blóðtappa í börnunum með því að sprauta lofti í blóðrás þeirra. Vísuðu saksóknarar til rannsókna Lee á blóðtöppum í börnum af völdum loftbóla. Hann segir að dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa hafi ekki verið til staðar á börnunum sem létust. Gagnrýndi hann að blóðtappar af völdum loftbóla hefðu verið taldir banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Í ítarlegri umfjöllun bandaríska tímaritsins New Yorker í fyrra kom fram að aðstæður á nýburadeildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið bágbornar. Skortur hefði verið á tækjabúnaði og þjálfuðu starfsfólki og mikið álag hefði verið á læknum og hjúkrunarfræðingum sem þar störfuðum. Á meðal lykilsönnunargagna í málinu var að fylgni hefði verið á milli dauðsfallanna á deildinni og þess að Letby hefði verið á vakt. Tölfræðingar töldu að skoða hefði þurft lengra tímabil og öll dauðsföll á deildinni í stað þess að einblína á dauðsföllin sem Letby var ákærð fyrir. Konunglega tölfræðifélagið sendi bæði saksóknurum og verjendum í málinu skýrslu sem það gerði í kjölfar þess að tveir hjúkrunarfræðingar í Hollandi og Ítalíu fengu uppreist æru eftir að þeir voru dæmdir fyrir morð á sjúklingum á sömu forsemdum. Ströng lög gilda í Bretlandi um umfjallanir um dómsmál. Lokað var fyrir aðgang að grein New Yorker á netinu í Bretlandi í fyrra á grundvelli úrskurðar dómara í máli hennar. Fyrrverandi ráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins gagnrýndi ritskoðunina og sagði úrskurðinn stríða gegn sjónarmiðum um opið réttarkerfi. Mál Lucy Letby Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Letby var fundin sek um að hafa valdið dauða sjö ungbarna og reynt að deyða sjö til viðbótar þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á fæðingardeild Sjúkrahúss greifynjunnar af Chester frá 2015 til 2016. Hún hlaut fimmtán lífstíðardóma. Frá því að Letby var sakfelld hafa ýmsar efasemdaraddir komið fram um sekt hennar, ekki síst frá tölfræðingum sem furðuðu sig á að að fylgni á milli vaktaplans Letby og dauðsfallanna hafi verið notuð sem lykilsönnunargagn í dómsmálinu. Eftir að lögmenn Letby lögðu fram umsókn til endurupptökunefndar sakamála (CCRC) í dag greindu þeir frá því að hópur utanaðkomandi sérfræðinga í meðferð nýfæddra barna sem þeir fengu til umsagnar legði fram ný læknisfræðileg sönnunargögn sem hefðu mikla þýðingu fyrir málið. Fulltrúi CCRC sagði umsókn Letby til umfjöllunar hjá nefndinni. Það væri ekki hlutverk hennar að skera úr um sekt eða sýknu fólks heldur dómstóla. Gagnrýndi hann þá sem hefðu skeggrætt um mál Letby án þess að hafa yfirsýn yfir allt málið og hvatti fólk til þess að hafa fjölskyldur barnanna sem létust í huga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur niðurstöður sínar hafa verið rangtúlkaðar Shoo Lee, einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby fengu til þess að fara yfir málið, segir að saksóknarar hafi mistúlkað niðurstöður rannsókna hans til þess að sakfella hana, að því er kom fram í The Independent í vikunni. Letby var sökuð um að valda banvænum blóðtappa í börnunum með því að sprauta lofti í blóðrás þeirra. Vísuðu saksóknarar til rannsókna Lee á blóðtöppum í börnum af völdum loftbóla. Hann segir að dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa hafi ekki verið til staðar á börnunum sem létust. Gagnrýndi hann að blóðtappar af völdum loftbóla hefðu verið taldir banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Í ítarlegri umfjöllun bandaríska tímaritsins New Yorker í fyrra kom fram að aðstæður á nýburadeildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið bágbornar. Skortur hefði verið á tækjabúnaði og þjálfuðu starfsfólki og mikið álag hefði verið á læknum og hjúkrunarfræðingum sem þar störfuðum. Á meðal lykilsönnunargagna í málinu var að fylgni hefði verið á milli dauðsfallanna á deildinni og þess að Letby hefði verið á vakt. Tölfræðingar töldu að skoða hefði þurft lengra tímabil og öll dauðsföll á deildinni í stað þess að einblína á dauðsföllin sem Letby var ákærð fyrir. Konunglega tölfræðifélagið sendi bæði saksóknurum og verjendum í málinu skýrslu sem það gerði í kjölfar þess að tveir hjúkrunarfræðingar í Hollandi og Ítalíu fengu uppreist æru eftir að þeir voru dæmdir fyrir morð á sjúklingum á sömu forsemdum. Ströng lög gilda í Bretlandi um umfjallanir um dómsmál. Lokað var fyrir aðgang að grein New Yorker á netinu í Bretlandi í fyrra á grundvelli úrskurðar dómara í máli hennar. Fyrrverandi ráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins gagnrýndi ritskoðunina og sagði úrskurðinn stríða gegn sjónarmiðum um opið réttarkerfi.
Mál Lucy Letby Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“