Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2025 11:31 Nýburadeildin á sjúkrahúsinu í Chester þar sem Letby starfaði. Vísir/EPA Lögmenn Lucy Letby, bresks hjúkrunarfræðings sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að drepa sjö ungbörn, kröfðust þess í dag að mál hennar yrði tekið upp aftur. Sérfræðingar hafa gagnrýnt túlkun á sönnunargögnum sem voru notuð til þess að sakfella hana. Letby var fundin sek um að hafa valdið dauða sjö ungbarna og reynt að deyða sjö til viðbótar þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á fæðingardeild Sjúkrahúss greifynjunnar af Chester frá 2015 til 2016. Hún hlaut fimmtán lífstíðardóma. Frá því að Letby var sakfelld hafa ýmsar efasemdaraddir komið fram um sekt hennar, ekki síst frá tölfræðingum sem furðuðu sig á að að fylgni á milli vaktaplans Letby og dauðsfallanna hafi verið notuð sem lykilsönnunargagn í dómsmálinu. Eftir að lögmenn Letby lögðu fram umsókn til endurupptökunefndar sakamála (CCRC) í dag greindu þeir frá því að hópur utanaðkomandi sérfræðinga í meðferð nýfæddra barna sem þeir fengu til umsagnar legði fram ný læknisfræðileg sönnunargögn sem hefðu mikla þýðingu fyrir málið. Fulltrúi CCRC sagði umsókn Letby til umfjöllunar hjá nefndinni. Það væri ekki hlutverk hennar að skera úr um sekt eða sýknu fólks heldur dómstóla. Gagnrýndi hann þá sem hefðu skeggrætt um mál Letby án þess að hafa yfirsýn yfir allt málið og hvatti fólk til þess að hafa fjölskyldur barnanna sem létust í huga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur niðurstöður sínar hafa verið rangtúlkaðar Shoo Lee, einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby fengu til þess að fara yfir málið, segir að saksóknarar hafi mistúlkað niðurstöður rannsókna hans til þess að sakfella hana, að því er kom fram í The Independent í vikunni. Letby var sökuð um að valda banvænum blóðtappa í börnunum með því að sprauta lofti í blóðrás þeirra. Vísuðu saksóknarar til rannsókna Lee á blóðtöppum í börnum af völdum loftbóla. Hann segir að dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa hafi ekki verið til staðar á börnunum sem létust. Gagnrýndi hann að blóðtappar af völdum loftbóla hefðu verið taldir banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Í ítarlegri umfjöllun bandaríska tímaritsins New Yorker í fyrra kom fram að aðstæður á nýburadeildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið bágbornar. Skortur hefði verið á tækjabúnaði og þjálfuðu starfsfólki og mikið álag hefði verið á læknum og hjúkrunarfræðingum sem þar störfuðum. Á meðal lykilsönnunargagna í málinu var að fylgni hefði verið á milli dauðsfallanna á deildinni og þess að Letby hefði verið á vakt. Tölfræðingar töldu að skoða hefði þurft lengra tímabil og öll dauðsföll á deildinni í stað þess að einblína á dauðsföllin sem Letby var ákærð fyrir. Konunglega tölfræðifélagið sendi bæði saksóknurum og verjendum í málinu skýrslu sem það gerði í kjölfar þess að tveir hjúkrunarfræðingar í Hollandi og Ítalíu fengu uppreist æru eftir að þeir voru dæmdir fyrir morð á sjúklingum á sömu forsemdum. Ströng lög gilda í Bretlandi um umfjallanir um dómsmál. Lokað var fyrir aðgang að grein New Yorker á netinu í Bretlandi í fyrra á grundvelli úrskurðar dómara í máli hennar. Fyrrverandi ráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins gagnrýndi ritskoðunina og sagði úrskurðinn stríða gegn sjónarmiðum um opið réttarkerfi. Mál Lucy Letby Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Letby var fundin sek um að hafa valdið dauða sjö ungbarna og reynt að deyða sjö til viðbótar þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á fæðingardeild Sjúkrahúss greifynjunnar af Chester frá 2015 til 2016. Hún hlaut fimmtán lífstíðardóma. Frá því að Letby var sakfelld hafa ýmsar efasemdaraddir komið fram um sekt hennar, ekki síst frá tölfræðingum sem furðuðu sig á að að fylgni á milli vaktaplans Letby og dauðsfallanna hafi verið notuð sem lykilsönnunargagn í dómsmálinu. Eftir að lögmenn Letby lögðu fram umsókn til endurupptökunefndar sakamála (CCRC) í dag greindu þeir frá því að hópur utanaðkomandi sérfræðinga í meðferð nýfæddra barna sem þeir fengu til umsagnar legði fram ný læknisfræðileg sönnunargögn sem hefðu mikla þýðingu fyrir málið. Fulltrúi CCRC sagði umsókn Letby til umfjöllunar hjá nefndinni. Það væri ekki hlutverk hennar að skera úr um sekt eða sýknu fólks heldur dómstóla. Gagnrýndi hann þá sem hefðu skeggrætt um mál Letby án þess að hafa yfirsýn yfir allt málið og hvatti fólk til þess að hafa fjölskyldur barnanna sem létust í huga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur niðurstöður sínar hafa verið rangtúlkaðar Shoo Lee, einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby fengu til þess að fara yfir málið, segir að saksóknarar hafi mistúlkað niðurstöður rannsókna hans til þess að sakfella hana, að því er kom fram í The Independent í vikunni. Letby var sökuð um að valda banvænum blóðtappa í börnunum með því að sprauta lofti í blóðrás þeirra. Vísuðu saksóknarar til rannsókna Lee á blóðtöppum í börnum af völdum loftbóla. Hann segir að dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa hafi ekki verið til staðar á börnunum sem létust. Gagnrýndi hann að blóðtappar af völdum loftbóla hefðu verið taldir banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Í ítarlegri umfjöllun bandaríska tímaritsins New Yorker í fyrra kom fram að aðstæður á nýburadeildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið bágbornar. Skortur hefði verið á tækjabúnaði og þjálfuðu starfsfólki og mikið álag hefði verið á læknum og hjúkrunarfræðingum sem þar störfuðum. Á meðal lykilsönnunargagna í málinu var að fylgni hefði verið á milli dauðsfallanna á deildinni og þess að Letby hefði verið á vakt. Tölfræðingar töldu að skoða hefði þurft lengra tímabil og öll dauðsföll á deildinni í stað þess að einblína á dauðsföllin sem Letby var ákærð fyrir. Konunglega tölfræðifélagið sendi bæði saksóknurum og verjendum í málinu skýrslu sem það gerði í kjölfar þess að tveir hjúkrunarfræðingar í Hollandi og Ítalíu fengu uppreist æru eftir að þeir voru dæmdir fyrir morð á sjúklingum á sömu forsemdum. Ströng lög gilda í Bretlandi um umfjallanir um dómsmál. Lokað var fyrir aðgang að grein New Yorker á netinu í Bretlandi í fyrra á grundvelli úrskurðar dómara í máli hennar. Fyrrverandi ráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins gagnrýndi ritskoðunina og sagði úrskurðinn stríða gegn sjónarmiðum um opið réttarkerfi.
Mál Lucy Letby Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira