Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2025 11:31 Nýburadeildin á sjúkrahúsinu í Chester þar sem Letby starfaði. Vísir/EPA Lögmenn Lucy Letby, bresks hjúkrunarfræðings sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að drepa sjö ungbörn, kröfðust þess í dag að mál hennar yrði tekið upp aftur. Sérfræðingar hafa gagnrýnt túlkun á sönnunargögnum sem voru notuð til þess að sakfella hana. Letby var fundin sek um að hafa valdið dauða sjö ungbarna og reynt að deyða sjö til viðbótar þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á fæðingardeild Sjúkrahúss greifynjunnar af Chester frá 2015 til 2016. Hún hlaut fimmtán lífstíðardóma. Frá því að Letby var sakfelld hafa ýmsar efasemdaraddir komið fram um sekt hennar, ekki síst frá tölfræðingum sem furðuðu sig á að að fylgni á milli vaktaplans Letby og dauðsfallanna hafi verið notuð sem lykilsönnunargagn í dómsmálinu. Eftir að lögmenn Letby lögðu fram umsókn til endurupptökunefndar sakamála (CCRC) í dag greindu þeir frá því að hópur utanaðkomandi sérfræðinga í meðferð nýfæddra barna sem þeir fengu til umsagnar legði fram ný læknisfræðileg sönnunargögn sem hefðu mikla þýðingu fyrir málið. Fulltrúi CCRC sagði umsókn Letby til umfjöllunar hjá nefndinni. Það væri ekki hlutverk hennar að skera úr um sekt eða sýknu fólks heldur dómstóla. Gagnrýndi hann þá sem hefðu skeggrætt um mál Letby án þess að hafa yfirsýn yfir allt málið og hvatti fólk til þess að hafa fjölskyldur barnanna sem létust í huga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur niðurstöður sínar hafa verið rangtúlkaðar Shoo Lee, einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby fengu til þess að fara yfir málið, segir að saksóknarar hafi mistúlkað niðurstöður rannsókna hans til þess að sakfella hana, að því er kom fram í The Independent í vikunni. Letby var sökuð um að valda banvænum blóðtappa í börnunum með því að sprauta lofti í blóðrás þeirra. Vísuðu saksóknarar til rannsókna Lee á blóðtöppum í börnum af völdum loftbóla. Hann segir að dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa hafi ekki verið til staðar á börnunum sem létust. Gagnrýndi hann að blóðtappar af völdum loftbóla hefðu verið taldir banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Í ítarlegri umfjöllun bandaríska tímaritsins New Yorker í fyrra kom fram að aðstæður á nýburadeildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið bágbornar. Skortur hefði verið á tækjabúnaði og þjálfuðu starfsfólki og mikið álag hefði verið á læknum og hjúkrunarfræðingum sem þar störfuðum. Á meðal lykilsönnunargagna í málinu var að fylgni hefði verið á milli dauðsfallanna á deildinni og þess að Letby hefði verið á vakt. Tölfræðingar töldu að skoða hefði þurft lengra tímabil og öll dauðsföll á deildinni í stað þess að einblína á dauðsföllin sem Letby var ákærð fyrir. Konunglega tölfræðifélagið sendi bæði saksóknurum og verjendum í málinu skýrslu sem það gerði í kjölfar þess að tveir hjúkrunarfræðingar í Hollandi og Ítalíu fengu uppreist æru eftir að þeir voru dæmdir fyrir morð á sjúklingum á sömu forsemdum. Ströng lög gilda í Bretlandi um umfjallanir um dómsmál. Lokað var fyrir aðgang að grein New Yorker á netinu í Bretlandi í fyrra á grundvelli úrskurðar dómara í máli hennar. Fyrrverandi ráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins gagnrýndi ritskoðunina og sagði úrskurðinn stríða gegn sjónarmiðum um opið réttarkerfi. Mál Lucy Letby Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
Letby var fundin sek um að hafa valdið dauða sjö ungbarna og reynt að deyða sjö til viðbótar þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á fæðingardeild Sjúkrahúss greifynjunnar af Chester frá 2015 til 2016. Hún hlaut fimmtán lífstíðardóma. Frá því að Letby var sakfelld hafa ýmsar efasemdaraddir komið fram um sekt hennar, ekki síst frá tölfræðingum sem furðuðu sig á að að fylgni á milli vaktaplans Letby og dauðsfallanna hafi verið notuð sem lykilsönnunargagn í dómsmálinu. Eftir að lögmenn Letby lögðu fram umsókn til endurupptökunefndar sakamála (CCRC) í dag greindu þeir frá því að hópur utanaðkomandi sérfræðinga í meðferð nýfæddra barna sem þeir fengu til umsagnar legði fram ný læknisfræðileg sönnunargögn sem hefðu mikla þýðingu fyrir málið. Fulltrúi CCRC sagði umsókn Letby til umfjöllunar hjá nefndinni. Það væri ekki hlutverk hennar að skera úr um sekt eða sýknu fólks heldur dómstóla. Gagnrýndi hann þá sem hefðu skeggrætt um mál Letby án þess að hafa yfirsýn yfir allt málið og hvatti fólk til þess að hafa fjölskyldur barnanna sem létust í huga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur niðurstöður sínar hafa verið rangtúlkaðar Shoo Lee, einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby fengu til þess að fara yfir málið, segir að saksóknarar hafi mistúlkað niðurstöður rannsókna hans til þess að sakfella hana, að því er kom fram í The Independent í vikunni. Letby var sökuð um að valda banvænum blóðtappa í börnunum með því að sprauta lofti í blóðrás þeirra. Vísuðu saksóknarar til rannsókna Lee á blóðtöppum í börnum af völdum loftbóla. Hann segir að dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa hafi ekki verið til staðar á börnunum sem létust. Gagnrýndi hann að blóðtappar af völdum loftbóla hefðu verið taldir banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Í ítarlegri umfjöllun bandaríska tímaritsins New Yorker í fyrra kom fram að aðstæður á nýburadeildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið bágbornar. Skortur hefði verið á tækjabúnaði og þjálfuðu starfsfólki og mikið álag hefði verið á læknum og hjúkrunarfræðingum sem þar störfuðum. Á meðal lykilsönnunargagna í málinu var að fylgni hefði verið á milli dauðsfallanna á deildinni og þess að Letby hefði verið á vakt. Tölfræðingar töldu að skoða hefði þurft lengra tímabil og öll dauðsföll á deildinni í stað þess að einblína á dauðsföllin sem Letby var ákærð fyrir. Konunglega tölfræðifélagið sendi bæði saksóknurum og verjendum í málinu skýrslu sem það gerði í kjölfar þess að tveir hjúkrunarfræðingar í Hollandi og Ítalíu fengu uppreist æru eftir að þeir voru dæmdir fyrir morð á sjúklingum á sömu forsemdum. Ströng lög gilda í Bretlandi um umfjallanir um dómsmál. Lokað var fyrir aðgang að grein New Yorker á netinu í Bretlandi í fyrra á grundvelli úrskurðar dómara í máli hennar. Fyrrverandi ráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins gagnrýndi ritskoðunina og sagði úrskurðinn stríða gegn sjónarmiðum um opið réttarkerfi.
Mál Lucy Letby Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira