Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2025 17:01 Starfsmönnum USAID var gert að halda sig heima í dag en þeir komu að læstum dyrum í morgun. AP/Carolyn Kaster Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. Um helgina voru yfirmenn öryggismála í stofnuninni reknir eftir að þeir meinuðu að veita útsendurum Musks og hálf-opinberri stofnun hans, DOGE, aðgang að leynilegum upplýsingum og þar á meðal ríkisleyndarmálum. Nokkrir þeirra munu ekki vera með heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Í kjölfarið fór Musk mikinn á X, hans eigin samfélagsmiðli, um USAID og lýsti stofnuninni sem illum glæpasamtökum sem hötuðu Bandaríkin og sagði að USAID hefði greitt fyrir þróun efnavopna og COVID-19. Hann sakaði einnig starfsmenn fjármálaráðuneytisins um ítrekuð lagabrot með því að samþykkja fjárútlát sem hefðu ekki verið samþykkt af þinginu. Stafsmenn DOGE tóku svo að endingu yfir höfuðstöðvar USAID, vef stofnunarinnar var lokað og var einnig lokað á aðgang starfsmanna að tölvukerfinu. Þeir fengu einnig aðgang að kerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur viðkvæmar persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna en samkvæmt frétt Washington Post er mjög sjaldgæft að aðilar tengdir pólitískum öflum fái aðgang að kerfinu. Musk sagðist svo í morgun hafa varið helginni í að kasta USAID í trjákurlarann, í stað þess að fara í góð partí. We spent the weekend feeding USAID into the wood chipper. Could gone to some great parties.Did that instead. https://t.co/0V35nacICW— Elon Musk (@elonmusk) February 3, 2025 Eins og fram kemur í frétt New York Times færði Musk engar sannanir fyrir ummælum sínum um ólögleg fjárútlát en það er eina ástæðan sem hefur verið gefin upp fyrir afskiptum ríkisstjórnar Trumps að umræddu greiðslukerfi. Musk ræddi málið í útsendingu á X í gærkvöldi og sagðist hafa sannfært Trump um að leggja USAID niður. Trump sagði blaðamönnum í gærkvöldi að USAID væri rekin af vinstri sinnuðum „brjálæðingum“. Hann sagðist þó ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði sér að loka henni. Óvíst er hvort hann geti það yfir höfuð þar sem stofnunin var á sínum tíma stofnuð af þinginu í forsetatíð Johns F. Kennedy. Demókratar segja þingið þurfa að fjalla um örlög hennar. DOGE er stofnun sem Trump stofnaði og leidd er af Musk. Henni er ætlað að finna leiðir til að draga úr opinberum fjárútlátum. Musk hefur þó í gegnum DOGE komið útsendurum sínum fyrir við stjórn nokkurra opinbera stofnanna. Starfsmenn DOGE sem virðast hafa tekið við stjórn USAID eru, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs, að minnsta kosti sex ungir menn aldrinum nítján til 24 ára. USAID tells staff to not show up at DC HQs today in morning email as Elon says the agency has been shut down. The email is from gkliger@usaid.gov. Gavin Kliger is one of the 19-24yr old group of Musk aides running the government now. pic.twitter.com/6kgl65d1EF— Sam Stein (@samstein) February 3, 2025 Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Um helgina voru yfirmenn öryggismála í stofnuninni reknir eftir að þeir meinuðu að veita útsendurum Musks og hálf-opinberri stofnun hans, DOGE, aðgang að leynilegum upplýsingum og þar á meðal ríkisleyndarmálum. Nokkrir þeirra munu ekki vera með heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Í kjölfarið fór Musk mikinn á X, hans eigin samfélagsmiðli, um USAID og lýsti stofnuninni sem illum glæpasamtökum sem hötuðu Bandaríkin og sagði að USAID hefði greitt fyrir þróun efnavopna og COVID-19. Hann sakaði einnig starfsmenn fjármálaráðuneytisins um ítrekuð lagabrot með því að samþykkja fjárútlát sem hefðu ekki verið samþykkt af þinginu. Stafsmenn DOGE tóku svo að endingu yfir höfuðstöðvar USAID, vef stofnunarinnar var lokað og var einnig lokað á aðgang starfsmanna að tölvukerfinu. Þeir fengu einnig aðgang að kerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur viðkvæmar persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna en samkvæmt frétt Washington Post er mjög sjaldgæft að aðilar tengdir pólitískum öflum fái aðgang að kerfinu. Musk sagðist svo í morgun hafa varið helginni í að kasta USAID í trjákurlarann, í stað þess að fara í góð partí. We spent the weekend feeding USAID into the wood chipper. Could gone to some great parties.Did that instead. https://t.co/0V35nacICW— Elon Musk (@elonmusk) February 3, 2025 Eins og fram kemur í frétt New York Times færði Musk engar sannanir fyrir ummælum sínum um ólögleg fjárútlát en það er eina ástæðan sem hefur verið gefin upp fyrir afskiptum ríkisstjórnar Trumps að umræddu greiðslukerfi. Musk ræddi málið í útsendingu á X í gærkvöldi og sagðist hafa sannfært Trump um að leggja USAID niður. Trump sagði blaðamönnum í gærkvöldi að USAID væri rekin af vinstri sinnuðum „brjálæðingum“. Hann sagðist þó ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði sér að loka henni. Óvíst er hvort hann geti það yfir höfuð þar sem stofnunin var á sínum tíma stofnuð af þinginu í forsetatíð Johns F. Kennedy. Demókratar segja þingið þurfa að fjalla um örlög hennar. DOGE er stofnun sem Trump stofnaði og leidd er af Musk. Henni er ætlað að finna leiðir til að draga úr opinberum fjárútlátum. Musk hefur þó í gegnum DOGE komið útsendurum sínum fyrir við stjórn nokkurra opinbera stofnanna. Starfsmenn DOGE sem virðast hafa tekið við stjórn USAID eru, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs, að minnsta kosti sex ungir menn aldrinum nítján til 24 ára. USAID tells staff to not show up at DC HQs today in morning email as Elon says the agency has been shut down. The email is from gkliger@usaid.gov. Gavin Kliger is one of the 19-24yr old group of Musk aides running the government now. pic.twitter.com/6kgl65d1EF— Sam Stein (@samstein) February 3, 2025
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira