Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 07:33 Kóranbrennur Salwan Momika vöktu mikla athygli í Svíþjóð árið 2023. Momika heldur hér á sænskum fána við írakska sendiráðið í Stokkhólmi þar sem hann stóð fyrir einni brennunni. EPA Þrjátíu og átta ára karlmaður var skotinn til bana í íbúð í sænska bænum Södertälje seint í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar segja að morðið hafi verið tekið upp og sýnt beint á samfélagsmiðlum, en lögregla á eftir að staðfesta það. Sænska ríkissjónvarpið greinir frá því að hinn látni sé Salwan Momika, írakskur flóttamaður sem vakti mikla athygli í Svíþjóð árið 2023 þegar hann brenndi kórana á opinberum vettvangi. Brennur Momika voru haldnar á sama tíma og Svíþjóð var á leið inn í NATO og sagðist hann brenna trúarritin til að mótmæla íslam. Kóranbrennur hans sköpuðu diplómatíska krísu í miðju aðildarferli Svía, en tyrknesk stjórnvöld sögðust um tíma ekki vilja samþykkja aðild Svía að NATO vegna þess hvernig að tekið væri á kóranbrennum í landinu. Momika kom til Svíþjóðar sem flóttamaður árið 2018 og hlaut árið 2021 þriggja ára landvistarleyfi sem var síðar framlengt um ár, þar sem talið var að hann myndi þurfa þola pyntingar ef honum yrði vísað til Íraks. Momika og félagi hans, Salwam Najem, höfðu báðir verið ákærðir fyrir hatursorðræðu vegna orða sem þeir létu falla í tengslum við fjórar kóranbrennur árið 2023. Von var á dómi í máli þeirra í héraðsdómi í Stokkhólmi síðar í dag. Momika var skotinn í íbúð í Hovsjö í Södertälje sem er að finna suðvestur af Stokkhólmi. Að sögn sænskra fjölmiðla var hann fluttur á sjúkrahús eftir að tilkynnt var um árásina og var hann þar úrskurðaður látinn. Talsmaður lögreglu segir að einn hafi verið handtekinn vegna málsins en vill að svo stöddu ekki upplýsa um hvernig hann sé talinn tengjast málinu. Svíþjóð Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Sænska ríkissjónvarpið greinir frá því að hinn látni sé Salwan Momika, írakskur flóttamaður sem vakti mikla athygli í Svíþjóð árið 2023 þegar hann brenndi kórana á opinberum vettvangi. Brennur Momika voru haldnar á sama tíma og Svíþjóð var á leið inn í NATO og sagðist hann brenna trúarritin til að mótmæla íslam. Kóranbrennur hans sköpuðu diplómatíska krísu í miðju aðildarferli Svía, en tyrknesk stjórnvöld sögðust um tíma ekki vilja samþykkja aðild Svía að NATO vegna þess hvernig að tekið væri á kóranbrennum í landinu. Momika kom til Svíþjóðar sem flóttamaður árið 2018 og hlaut árið 2021 þriggja ára landvistarleyfi sem var síðar framlengt um ár, þar sem talið var að hann myndi þurfa þola pyntingar ef honum yrði vísað til Íraks. Momika og félagi hans, Salwam Najem, höfðu báðir verið ákærðir fyrir hatursorðræðu vegna orða sem þeir létu falla í tengslum við fjórar kóranbrennur árið 2023. Von var á dómi í máli þeirra í héraðsdómi í Stokkhólmi síðar í dag. Momika var skotinn í íbúð í Hovsjö í Södertälje sem er að finna suðvestur af Stokkhólmi. Að sögn sænskra fjölmiðla var hann fluttur á sjúkrahús eftir að tilkynnt var um árásina og var hann þar úrskurðaður látinn. Talsmaður lögreglu segir að einn hafi verið handtekinn vegna málsins en vill að svo stöddu ekki upplýsa um hvernig hann sé talinn tengjast málinu.
Svíþjóð Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira