Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 07:33 Kóranbrennur Salwan Momika vöktu mikla athygli í Svíþjóð árið 2023. Momika heldur hér á sænskum fána við írakska sendiráðið í Stokkhólmi þar sem hann stóð fyrir einni brennunni. EPA Þrjátíu og átta ára karlmaður var skotinn til bana í íbúð í sænska bænum Södertälje seint í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar segja að morðið hafi verið tekið upp og sýnt beint á samfélagsmiðlum, en lögregla á eftir að staðfesta það. Sænska ríkissjónvarpið greinir frá því að hinn látni sé Salwan Momika, írakskur flóttamaður sem vakti mikla athygli í Svíþjóð árið 2023 þegar hann brenndi kórana á opinberum vettvangi. Brennur Momika voru haldnar á sama tíma og Svíþjóð var á leið inn í NATO og sagðist hann brenna trúarritin til að mótmæla íslam. Kóranbrennur hans sköpuðu diplómatíska krísu í miðju aðildarferli Svía, en tyrknesk stjórnvöld sögðust um tíma ekki vilja samþykkja aðild Svía að NATO vegna þess hvernig að tekið væri á kóranbrennum í landinu. Momika kom til Svíþjóðar sem flóttamaður árið 2018 og hlaut árið 2021 þriggja ára landvistarleyfi sem var síðar framlengt um ár, þar sem talið var að hann myndi þurfa þola pyntingar ef honum yrði vísað til Íraks. Momika og félagi hans, Salwam Najem, höfðu báðir verið ákærðir fyrir hatursorðræðu vegna orða sem þeir létu falla í tengslum við fjórar kóranbrennur árið 2023. Von var á dómi í máli þeirra í héraðsdómi í Stokkhólmi síðar í dag. Momika var skotinn í íbúð í Hovsjö í Södertälje sem er að finna suðvestur af Stokkhólmi. Að sögn sænskra fjölmiðla var hann fluttur á sjúkrahús eftir að tilkynnt var um árásina og var hann þar úrskurðaður látinn. Talsmaður lögreglu segir að einn hafi verið handtekinn vegna málsins en vill að svo stöddu ekki upplýsa um hvernig hann sé talinn tengjast málinu. Svíþjóð Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Sænska ríkissjónvarpið greinir frá því að hinn látni sé Salwan Momika, írakskur flóttamaður sem vakti mikla athygli í Svíþjóð árið 2023 þegar hann brenndi kórana á opinberum vettvangi. Brennur Momika voru haldnar á sama tíma og Svíþjóð var á leið inn í NATO og sagðist hann brenna trúarritin til að mótmæla íslam. Kóranbrennur hans sköpuðu diplómatíska krísu í miðju aðildarferli Svía, en tyrknesk stjórnvöld sögðust um tíma ekki vilja samþykkja aðild Svía að NATO vegna þess hvernig að tekið væri á kóranbrennum í landinu. Momika kom til Svíþjóðar sem flóttamaður árið 2018 og hlaut árið 2021 þriggja ára landvistarleyfi sem var síðar framlengt um ár, þar sem talið var að hann myndi þurfa þola pyntingar ef honum yrði vísað til Íraks. Momika og félagi hans, Salwam Najem, höfðu báðir verið ákærðir fyrir hatursorðræðu vegna orða sem þeir létu falla í tengslum við fjórar kóranbrennur árið 2023. Von var á dómi í máli þeirra í héraðsdómi í Stokkhólmi síðar í dag. Momika var skotinn í íbúð í Hovsjö í Södertälje sem er að finna suðvestur af Stokkhólmi. Að sögn sænskra fjölmiðla var hann fluttur á sjúkrahús eftir að tilkynnt var um árásina og var hann þar úrskurðaður látinn. Talsmaður lögreglu segir að einn hafi verið handtekinn vegna málsins en vill að svo stöddu ekki upplýsa um hvernig hann sé talinn tengjast málinu.
Svíþjóð Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira