„Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Lovísa Arnardóttir skrifar 29. janúar 2025 15:36 Hundurinn sem beit konuna var af Rottweiler-tegund. Vísir/Tryggvi og Getty Hundurinn sem réðst á konu á Akureyri fyrir tæpri viku síðan var af Rottweiler-tegund. Konan segir þetta eitt það skelfilegasta sem hún hefur lent í í viðtali við Vikublaðið á Akureyri og í viðtali við Akureyri.net. Í viðtali við Akureyri.net er rætt við bæði konuna og eigimann hennar sem hefur einnig verið frá vinnu vegna áverka konunnar. Þau segjast hafa viljað ræða árásina opinberlega því hún hafi tekið á en líka vegna þess að í hverfinu er skóli og leikskóli. Viðtal Vikublaðsins og viðtal Akureyri.net þar sem má sjá ljósmyndir af áverkum konunnar. Þar kemur einnig fram að hjónin hafi fengið þær upplýsingar að hundinum yrði lógað en það hafi ekki verið búið að gera það í gærkvöldi. Í viðtölum við konuna kemur fram að konan hafi verið á gangi eftir Kjarnagötu og beygt niður Wilhelmínugötu þegar hún sá hundinn sem þá var að gera þarfir sínar. Ungur maður hafi verið með hundinum en þau ekki átt í neinum orðaskiptum. „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér, bítur mig í handlegg, um olnboga og hangir þar að mér fannst mjög lengi. Hann er það kraftmikill og sterkur að hann rífur mig niður í götuna og heldur mér alveg fastri þannig að ég gat ekkert gert,” er haft eftir konunni á vef Vikublaðsins en hún þó ekki nafngreind í fréttinni. Segir að í þessum átökum hafi konan axlarbrotnað og fengið ljóta áverka á handlegg. Haft er eftir konunni að maðurinn hafi ekkert ráðið við hundinn en að hringt hafi verið á sjúkrabíl og hún flutt á spítala þar sem gert var að sárum hennar. Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar vitna að árásinni. Í tilkynningu lögreglunnar í dag kom fram að málið væri til rannsóknar hjá embættinu og að sveitarfélaginu hefði sömuleiðis verið tilkynnt um málið. „Upplýsingar eru um að mögulega hafi vitni verið að árásinni. Viðkomandi eru beðin um að gefa sig fram við lögreglu eða hafa samband í síma 444-2800 á opnunartíma,“ segir að lokum í tilkynningunni. Lögreglumál Hundar Dýr Akureyri Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Í viðtali við Akureyri.net er rætt við bæði konuna og eigimann hennar sem hefur einnig verið frá vinnu vegna áverka konunnar. Þau segjast hafa viljað ræða árásina opinberlega því hún hafi tekið á en líka vegna þess að í hverfinu er skóli og leikskóli. Viðtal Vikublaðsins og viðtal Akureyri.net þar sem má sjá ljósmyndir af áverkum konunnar. Þar kemur einnig fram að hjónin hafi fengið þær upplýsingar að hundinum yrði lógað en það hafi ekki verið búið að gera það í gærkvöldi. Í viðtölum við konuna kemur fram að konan hafi verið á gangi eftir Kjarnagötu og beygt niður Wilhelmínugötu þegar hún sá hundinn sem þá var að gera þarfir sínar. Ungur maður hafi verið með hundinum en þau ekki átt í neinum orðaskiptum. „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér, bítur mig í handlegg, um olnboga og hangir þar að mér fannst mjög lengi. Hann er það kraftmikill og sterkur að hann rífur mig niður í götuna og heldur mér alveg fastri þannig að ég gat ekkert gert,” er haft eftir konunni á vef Vikublaðsins en hún þó ekki nafngreind í fréttinni. Segir að í þessum átökum hafi konan axlarbrotnað og fengið ljóta áverka á handlegg. Haft er eftir konunni að maðurinn hafi ekkert ráðið við hundinn en að hringt hafi verið á sjúkrabíl og hún flutt á spítala þar sem gert var að sárum hennar. Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar vitna að árásinni. Í tilkynningu lögreglunnar í dag kom fram að málið væri til rannsóknar hjá embættinu og að sveitarfélaginu hefði sömuleiðis verið tilkynnt um málið. „Upplýsingar eru um að mögulega hafi vitni verið að árásinni. Viðkomandi eru beðin um að gefa sig fram við lögreglu eða hafa samband í síma 444-2800 á opnunartíma,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Lögreglumál Hundar Dýr Akureyri Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira