Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2025 10:52 Sigurður Ragnar Kristinsson í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Vísir/Vilhelm Tveir sakborningar í umfangsmiklu fíkniefnamáli hafa viðurkennt að hafa komið að innflutningi bíls hingað til lands, sem innihélt mikið magn af metamfetamín-kristöllum, en þeir segjast ekki hafa verið meðvitaðir um að efnin væru í bílnum. Um er að ræða stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar, en aldrei hefur verið lagt hald á jafn mikið af efninu í einu máli hér á landi. Um er að ræða 5,7 kíló, en samkvæmt greiningu rannsóknarstofu Háskóla Íslands liggur fyrir að styrkur metamfetamínsbasans var 81 prósent, sem samsvarar hundrað prósent „metamfetamínklóíði“. Áður hefur verið greint frá því að Sigurður Ragnar Kristinsson, sem áður hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, sé á meðal sakborninga málsins. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu að fjórir þekktir menn séu grunaðir í málinu, en svo virðist sem fleiri séu grunaðir um aðild sem lögreglan viti ekki endilega hverjir eru. Lögreglan fylgdist vel með Í greinargerð lögreglu segir að áðurnefndur bíll mun hafa komið hingað til lands, sjóleiðis, 11. október síðastliðinn. Við skoðun Tollgæslunnar hafi efnin fundist og þeim verið skipt út fyrir gerviefni. Og í kjölfarið fylgdist lögreglan með sakborningunum. Þann 24. október sóttu tveir sakborningarnir, ásamt þriðja manni sem virðist ekki grunaður í málinu, bílinn og fluttu hann með bílaflutningabíl á ótilgreindan stað í Reykjavík. Þar tók þriðji sakborningurinn við bílnum. Síðar sama dag mun þessi þriðji maður hafa gert tilraun til að ná í fíkniefnin undan bílnum, en án árangurs. Daginn eftir hafi bíllinn svo verið fluttur á annan stað. Þar kemur fjórði sakborningurinn við sögu, en þar er hann sagður hafa losað efnin með aðstoð tveggja ætlaðra samverkamanna. Í kjölfarið voru mennirnir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar ósannfærandi og hinn talaði um kvikmyndaverkefni Í úrskurði sem varðar gæsluvarðhald eins sakborningsins segir að hann hafi gefið „verulega ósannfærandi“ skýringar í tengslum við bílinn, efnin og innflutninginn í skýrslutökum. Hann hafi þó viðurkennt að hafa farið erlendis þar sem gegnið var frá kaupum á bílnum. Hann sagðist þó ekki hafa neina vitneskju um fíkniefni sem voru falin í bílnum. „Að mati lögreglu er ljóst að skýringar kærða eru ekki að fullu í samræmi við rannsóknargögn málsins, heldur ljóst að hlutverk hans sé verulegt í innflutningi fíkniefnanna,“ segir í úrskurðinum. Annar sakborningur hefur viðurkennt að hafa flogið erlendis að aðstoða hinn sakborninginn við að flytja bílinn til landsins. Hann sagði bílinn hafa verið fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis. Hann hefur viðurkennt að hafa átt í samskiptum við grunaða samverkamenn sem lítur að innflutningi bílsins. Hann neitar því líka að hafa haft vitneskju um fíkniefnin. Hann hafi ekki flutt inn, meðhöndlað eða notað fíkniefni. Lögreglan segir hins vegar að það sé ljóst, meðal annars frá því sem fram komi í hlustun lögreglu, að sakborningurinn hafi haft vitneskju um bæði tegund og magn efnana sem voru falin í bílnum. Greint var frá því í byrjun mánaðar að málið væri komið á borð Héraðssaksóknara. Í úrskurðunum segir að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Dómsmál Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Um er að ræða stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar, en aldrei hefur verið lagt hald á jafn mikið af efninu í einu máli hér á landi. Um er að ræða 5,7 kíló, en samkvæmt greiningu rannsóknarstofu Háskóla Íslands liggur fyrir að styrkur metamfetamínsbasans var 81 prósent, sem samsvarar hundrað prósent „metamfetamínklóíði“. Áður hefur verið greint frá því að Sigurður Ragnar Kristinsson, sem áður hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, sé á meðal sakborninga málsins. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu að fjórir þekktir menn séu grunaðir í málinu, en svo virðist sem fleiri séu grunaðir um aðild sem lögreglan viti ekki endilega hverjir eru. Lögreglan fylgdist vel með Í greinargerð lögreglu segir að áðurnefndur bíll mun hafa komið hingað til lands, sjóleiðis, 11. október síðastliðinn. Við skoðun Tollgæslunnar hafi efnin fundist og þeim verið skipt út fyrir gerviefni. Og í kjölfarið fylgdist lögreglan með sakborningunum. Þann 24. október sóttu tveir sakborningarnir, ásamt þriðja manni sem virðist ekki grunaður í málinu, bílinn og fluttu hann með bílaflutningabíl á ótilgreindan stað í Reykjavík. Þar tók þriðji sakborningurinn við bílnum. Síðar sama dag mun þessi þriðji maður hafa gert tilraun til að ná í fíkniefnin undan bílnum, en án árangurs. Daginn eftir hafi bíllinn svo verið fluttur á annan stað. Þar kemur fjórði sakborningurinn við sögu, en þar er hann sagður hafa losað efnin með aðstoð tveggja ætlaðra samverkamanna. Í kjölfarið voru mennirnir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar ósannfærandi og hinn talaði um kvikmyndaverkefni Í úrskurði sem varðar gæsluvarðhald eins sakborningsins segir að hann hafi gefið „verulega ósannfærandi“ skýringar í tengslum við bílinn, efnin og innflutninginn í skýrslutökum. Hann hafi þó viðurkennt að hafa farið erlendis þar sem gegnið var frá kaupum á bílnum. Hann sagðist þó ekki hafa neina vitneskju um fíkniefni sem voru falin í bílnum. „Að mati lögreglu er ljóst að skýringar kærða eru ekki að fullu í samræmi við rannsóknargögn málsins, heldur ljóst að hlutverk hans sé verulegt í innflutningi fíkniefnanna,“ segir í úrskurðinum. Annar sakborningur hefur viðurkennt að hafa flogið erlendis að aðstoða hinn sakborninginn við að flytja bílinn til landsins. Hann sagði bílinn hafa verið fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis. Hann hefur viðurkennt að hafa átt í samskiptum við grunaða samverkamenn sem lítur að innflutningi bílsins. Hann neitar því líka að hafa haft vitneskju um fíkniefnin. Hann hafi ekki flutt inn, meðhöndlað eða notað fíkniefni. Lögreglan segir hins vegar að það sé ljóst, meðal annars frá því sem fram komi í hlustun lögreglu, að sakborningurinn hafi haft vitneskju um bæði tegund og magn efnana sem voru falin í bílnum. Greint var frá því í byrjun mánaðar að málið væri komið á borð Héraðssaksóknara. Í úrskurðunum segir að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tólf ára fangelsi.
Dómsmál Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira