„Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2025 19:00 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg. Vísir Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Úrskurðurinn kom forstjóra Vinnumálastofnunar í opna skjöldu. JL húsið hefur hýst margvíslega starfsemi í gegnum tíðina en Vinnumálastofnun hafði áform um að halda þar úti búsetuúrræði fyrir allt að 326 hælisleitendur. Nú eru þau áform í uppnámi eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um breytingar á skilmálum deiliskipulags vegna ágalla við málsmeðferð. Breytingarnar hefði átt að auglýsa og fara í grenndarkynningu sem ekki var gert. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir að efnislega komi úrskurðurinn ekki á óvart. „Þetta er auðvitað bara enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar. Þetta mál er allt mjög sérkennilegt. Ég byrja að hlutast til um það snemma í október og fer óformlegar leiðir að því að spyrja hvort málið hafi farið í gegnum borgarkerfið og fæ þau svör að svo hafi ekki verið,“ segir Hildur. Engin svör í tæpa fjóra mánuði Í framhaldinu hafi hún sett málið á dagskrá á vettvangi umhverfis- og skipulagsráðs og hafi meðal annars lagt til að það fari í formlegt íbúasamráð og spyr hvort byggingar- og skipulagsfulltrúar hafi fallist á það að breytingarnar samrýmist deiliskipulagi. „Nú eru liðnir tæpir fjórir mánuðir og ég hef ekki ennþá fengið nein svör. Þannig manni náttúrlega bregður að sjá síðan úrskurð í málinu. Úrskurðurinn hins vegar er mjög svipaður því sem ég hefði átt von á og minni túlkun á málinu. Að einmitt þessi starfsemi hún samræmist ekki gildandi deiliskipulagi,“ segir Hildur. „Þetta er í rauninni alveg ömurlegt hvernig hefur verið komið fram líka við íbúa þarna í nærumhverfinu sem hafa lýst áhyggjum af þessu og bara vont mál í mjög marga staði.“ Hún kveðst hafa átt samtöl við nokkuð marga íbúa og bendir á að á sama bletti er annað úrræði, sem er á vegum borgarinnar, fyrir fólk í neyslu. „Það hefur verið þungt í vöfum. Auðvitað hafa allir skilning á því að einhvers staðar þarf fólk að fá að vera og við eigum öll rétt á að fá að búa í þessu samfélagi. En að koma tveimur svona þungum úrræðum fyrir á sama stað, það er auðvitað ekki gott,“ segir Hildur. Fóru af stað í góðri trú um að leyfi væri fyrir hendi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að úrskurðurinn hafi komið stofnuninni í opna skjöldu. „Það voru allir í góðri trú um að þessi leyfi væru í lagi,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Við erum að vona að áhrifin séu ekki meiri en þau að þetta tefjist að við getum tekið þetta í notkun. Að þetta fari nýjan hring í borgarkerfinu og leyfið verði gefið út með lögmætum hætti.“ Sjá einnig: „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Á fjórðu hæð í húsinu búa þegar 60 konur sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. En það eru íbúar í nágrenninu sem eru ekki allir sáttir við samráðsleysi borgarinnar og breytingarnar á notkun hússins. Hvað þýðir þessi úrskurður fyrir þær konur, það fólk, sem þegar heldur til í húsinu? „Vonandi ekki neitt. Þær eru í kringum sextíu og ég vona að við þurfum ekki að raksa þeim neitt eða hreyfa þær til.“ Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Einar Hefur þú skilning á sjónarmiðum íbúa sem hafa efasemdir? „Já og nei. Ég held að þessar efasemdir séu óþarfar. Þarna er íbúahópurinn, hann á að samanstanda af konum sem eru einar á ferð, pörum og fjölskyldufólki. Og þetta er yfirleitt friðsamt og gott fólk þannig ég held að þessar áhyggjur séu áhyggjulausar,“ svarar Unnur. Stofnunin hafi átt fundi með íbúum þar sem leitast hafi verið við að útskýra þetta. Þessu samtali þurfi að halda áfram til að „þetta megi fara fram í frið og spekt.“ Unnur tekur einnig fram að þrátt fyrir að áætlanir hafi gert ráð fyrir að úrræðið hýsi á fjórða hundrað hælisleitendur, sé ólíklegt að svo margir muni halda til í húsinu á sama tíma. „Það var alltaf þessi tala, 400 manns, í umræðunni sem að ég held að muni aldrei verða og hef ekki trú á því ekki nema eitthvað stórkostlegt gerist bara í heiminum. Þannig það eru kannski þessar áhyggjur, að það sé of mikill erill og að þessu fylgi kannski eitthvað ónæði og órói og sóðaskapur. En þetta er eitthvað sem við getum alveg séð til að ekki verði, og það er það sem við viljum fullvissa nágrannana um.“ Reykjavík Stjórnsýsla Skipulag Hælisleitendur Félagsmál Borgarstjórn Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
JL húsið hefur hýst margvíslega starfsemi í gegnum tíðina en Vinnumálastofnun hafði áform um að halda þar úti búsetuúrræði fyrir allt að 326 hælisleitendur. Nú eru þau áform í uppnámi eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um breytingar á skilmálum deiliskipulags vegna ágalla við málsmeðferð. Breytingarnar hefði átt að auglýsa og fara í grenndarkynningu sem ekki var gert. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir að efnislega komi úrskurðurinn ekki á óvart. „Þetta er auðvitað bara enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar. Þetta mál er allt mjög sérkennilegt. Ég byrja að hlutast til um það snemma í október og fer óformlegar leiðir að því að spyrja hvort málið hafi farið í gegnum borgarkerfið og fæ þau svör að svo hafi ekki verið,“ segir Hildur. Engin svör í tæpa fjóra mánuði Í framhaldinu hafi hún sett málið á dagskrá á vettvangi umhverfis- og skipulagsráðs og hafi meðal annars lagt til að það fari í formlegt íbúasamráð og spyr hvort byggingar- og skipulagsfulltrúar hafi fallist á það að breytingarnar samrýmist deiliskipulagi. „Nú eru liðnir tæpir fjórir mánuðir og ég hef ekki ennþá fengið nein svör. Þannig manni náttúrlega bregður að sjá síðan úrskurð í málinu. Úrskurðurinn hins vegar er mjög svipaður því sem ég hefði átt von á og minni túlkun á málinu. Að einmitt þessi starfsemi hún samræmist ekki gildandi deiliskipulagi,“ segir Hildur. „Þetta er í rauninni alveg ömurlegt hvernig hefur verið komið fram líka við íbúa þarna í nærumhverfinu sem hafa lýst áhyggjum af þessu og bara vont mál í mjög marga staði.“ Hún kveðst hafa átt samtöl við nokkuð marga íbúa og bendir á að á sama bletti er annað úrræði, sem er á vegum borgarinnar, fyrir fólk í neyslu. „Það hefur verið þungt í vöfum. Auðvitað hafa allir skilning á því að einhvers staðar þarf fólk að fá að vera og við eigum öll rétt á að fá að búa í þessu samfélagi. En að koma tveimur svona þungum úrræðum fyrir á sama stað, það er auðvitað ekki gott,“ segir Hildur. Fóru af stað í góðri trú um að leyfi væri fyrir hendi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að úrskurðurinn hafi komið stofnuninni í opna skjöldu. „Það voru allir í góðri trú um að þessi leyfi væru í lagi,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Við erum að vona að áhrifin séu ekki meiri en þau að þetta tefjist að við getum tekið þetta í notkun. Að þetta fari nýjan hring í borgarkerfinu og leyfið verði gefið út með lögmætum hætti.“ Sjá einnig: „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Á fjórðu hæð í húsinu búa þegar 60 konur sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. En það eru íbúar í nágrenninu sem eru ekki allir sáttir við samráðsleysi borgarinnar og breytingarnar á notkun hússins. Hvað þýðir þessi úrskurður fyrir þær konur, það fólk, sem þegar heldur til í húsinu? „Vonandi ekki neitt. Þær eru í kringum sextíu og ég vona að við þurfum ekki að raksa þeim neitt eða hreyfa þær til.“ Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Einar Hefur þú skilning á sjónarmiðum íbúa sem hafa efasemdir? „Já og nei. Ég held að þessar efasemdir séu óþarfar. Þarna er íbúahópurinn, hann á að samanstanda af konum sem eru einar á ferð, pörum og fjölskyldufólki. Og þetta er yfirleitt friðsamt og gott fólk þannig ég held að þessar áhyggjur séu áhyggjulausar,“ svarar Unnur. Stofnunin hafi átt fundi með íbúum þar sem leitast hafi verið við að útskýra þetta. Þessu samtali þurfi að halda áfram til að „þetta megi fara fram í frið og spekt.“ Unnur tekur einnig fram að þrátt fyrir að áætlanir hafi gert ráð fyrir að úrræðið hýsi á fjórða hundrað hælisleitendur, sé ólíklegt að svo margir muni halda til í húsinu á sama tíma. „Það var alltaf þessi tala, 400 manns, í umræðunni sem að ég held að muni aldrei verða og hef ekki trú á því ekki nema eitthvað stórkostlegt gerist bara í heiminum. Þannig það eru kannski þessar áhyggjur, að það sé of mikill erill og að þessu fylgi kannski eitthvað ónæði og órói og sóðaskapur. En þetta er eitthvað sem við getum alveg séð til að ekki verði, og það er það sem við viljum fullvissa nágrannana um.“
Reykjavík Stjórnsýsla Skipulag Hælisleitendur Félagsmál Borgarstjórn Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira