Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 23:35 Eldurinn er sá nýjasti í röð gróðurelda umturnað hafa lífi Los Angeles-búa undanfarnar vikur. Getty Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. Hinn svokallaði Hughes-eldur kviknaði við Castaic-vatn í norðurhluta borgarinnar. Hann logar nú stjórnlaust á um tuttugu ferkílómetra svæði. Enn hafa engin heimili orðið eldinum að bráð en viðbragðsaðilar hafa enga stjórn á útbreiðslunni. Íbúum hverfa í nágrenninu hefur verið gert að rýma heimili sín. Eldarnir sem logað hafa í Palisades- og Eatonhverfum, og loga enn, eru einir þeir skæðustu í sögu borgarinnar sem hefur þó ekki ósjaldan þurft að glíma við sinuelda í sögu sinni. Að minnsta kosti 28 manns hafa látið lífið í stjórnlausum eldunum sem hafa eyðilagt rúmlega 14 þúsund byggingar og skilið eftir sviðnar rústir víða um borgina. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná stjórn á þeim að mestu leyti en þó ekki öllu. Fleiri eldar hafa kviknað víða í Kaliforníuríki síðustu daga og hefur að mestu tekist að halda þeim í skefjum. „Við erum að horfa fram á aðra umferð af einstaklega gróðureldavænum aðstæðum þvert yfir Suður-Kaliforníu. Á þessum tímapunkti er þetta farið að hljóma eins og biluð plata,“ hefur Guardian eftir Todd Hall, veðurfræðingi hjá Veðurstofu Bandaríkjanna. Enn er von á að rigni um helgina en ágætislíkur eru taldar á úrkomu víða á borgarsvæðinu. Mikil hætta er þó á því að mikil úrkoma gæti hrundið af stað stórum aurskriðum þar sem jarðvegurinn er víða sviðinn og þurr eftir eldana upp til fjalla. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Hinn svokallaði Hughes-eldur kviknaði við Castaic-vatn í norðurhluta borgarinnar. Hann logar nú stjórnlaust á um tuttugu ferkílómetra svæði. Enn hafa engin heimili orðið eldinum að bráð en viðbragðsaðilar hafa enga stjórn á útbreiðslunni. Íbúum hverfa í nágrenninu hefur verið gert að rýma heimili sín. Eldarnir sem logað hafa í Palisades- og Eatonhverfum, og loga enn, eru einir þeir skæðustu í sögu borgarinnar sem hefur þó ekki ósjaldan þurft að glíma við sinuelda í sögu sinni. Að minnsta kosti 28 manns hafa látið lífið í stjórnlausum eldunum sem hafa eyðilagt rúmlega 14 þúsund byggingar og skilið eftir sviðnar rústir víða um borgina. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná stjórn á þeim að mestu leyti en þó ekki öllu. Fleiri eldar hafa kviknað víða í Kaliforníuríki síðustu daga og hefur að mestu tekist að halda þeim í skefjum. „Við erum að horfa fram á aðra umferð af einstaklega gróðureldavænum aðstæðum þvert yfir Suður-Kaliforníu. Á þessum tímapunkti er þetta farið að hljóma eins og biluð plata,“ hefur Guardian eftir Todd Hall, veðurfræðingi hjá Veðurstofu Bandaríkjanna. Enn er von á að rigni um helgina en ágætislíkur eru taldar á úrkomu víða á borgarsvæðinu. Mikil hætta er þó á því að mikil úrkoma gæti hrundið af stað stórum aurskriðum þar sem jarðvegurinn er víða sviðinn og þurr eftir eldana upp til fjalla.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira