Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Kjartan Kjartansson skrifar 20. janúar 2025 12:33 Blóm, blöðrur og minningarorð um fórnarlömb árásarinar í Southport. AP/Darren Staples Átján ára gamall karlmaður játaði að hann hefði stungið þrjár ungar stúlkur til bana og sært tíu aðra í árás í Southport á Englandi þegar réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Hann viðurkenndi einnig að hafa eitrið rísín og bækling frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda í fórum sínum. Stunguárásin í Southport þar sem árásamaður réðst á stúlkur sem voru á Taylor Swift-dansnámskeiði varð kveikjan að óeirðum víða á Englandi og Norður-Írlandi vegna lygasagna sem fóru á flug um að ódæðismaðurinn væri hælisleitandi sem hefði verið nýkominn til Bretlands með bát yfir Ermarsund. Axel Rudakubana, sem er sonur innflytjenda frá Rúanda og fæddist í Wales, játaði óvænt sekt þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool í morgun. Stúlkurnar þrjár sem hann stakk til bana voru sex, sjö og níu ára gamlar. Þá særði hann átta aðrar stúlkur á aldrinu sjö til þrettán ára ásamt leiðbeinanda þeirra og manni sem reyndi að stöðva árásina. Dómari sagði Rudakubana geta átt yfir höfði sér lífstíðardóm þegar dómur verður kveðinn upp á fimmtudag. Verjandi hans segist ætla að leggja fram gögn um geðheilsu Rudakubana sem gætu haft áhrif á niðurstöðuna. Sjálfur hefur Rudakubana neitað að tjá sig fyrir dómi. Saksóknarar og lögregla hafa ekki sagt hvað hún telur að Rukdakubana hafi gengið til. Hann hafi ekki verið ákærður fyrir hryðjuverk vegna þess. Nokkrum mánuðum eftir að hann var handtekinn var hann ákærður fyrir að framleiða rísín og vörslu á leiðarvísi í tölvu sinni sem var talinn geta nýst þeim sem ætlaði sér að fremja hryðjuverk, að sögn AP-fréttastofunnar. Hnífaárás í Southport Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Varð vitni að árásinni sem varð systur hennar að bana Foreldrar Bebe King, sex ára stúlku sem var stungin til bana í árásinni í Southport í Bretlandi í lok júlímánaðar, segja eldri systur hennar hafa orðið vitni að árásinni en komist undan. 10. ágúst 2024 13:51 Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. 4. ágúst 2024 23:01 Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Stunguárásin í Southport þar sem árásamaður réðst á stúlkur sem voru á Taylor Swift-dansnámskeiði varð kveikjan að óeirðum víða á Englandi og Norður-Írlandi vegna lygasagna sem fóru á flug um að ódæðismaðurinn væri hælisleitandi sem hefði verið nýkominn til Bretlands með bát yfir Ermarsund. Axel Rudakubana, sem er sonur innflytjenda frá Rúanda og fæddist í Wales, játaði óvænt sekt þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool í morgun. Stúlkurnar þrjár sem hann stakk til bana voru sex, sjö og níu ára gamlar. Þá særði hann átta aðrar stúlkur á aldrinu sjö til þrettán ára ásamt leiðbeinanda þeirra og manni sem reyndi að stöðva árásina. Dómari sagði Rudakubana geta átt yfir höfði sér lífstíðardóm þegar dómur verður kveðinn upp á fimmtudag. Verjandi hans segist ætla að leggja fram gögn um geðheilsu Rudakubana sem gætu haft áhrif á niðurstöðuna. Sjálfur hefur Rudakubana neitað að tjá sig fyrir dómi. Saksóknarar og lögregla hafa ekki sagt hvað hún telur að Rukdakubana hafi gengið til. Hann hafi ekki verið ákærður fyrir hryðjuverk vegna þess. Nokkrum mánuðum eftir að hann var handtekinn var hann ákærður fyrir að framleiða rísín og vörslu á leiðarvísi í tölvu sinni sem var talinn geta nýst þeim sem ætlaði sér að fremja hryðjuverk, að sögn AP-fréttastofunnar.
Hnífaárás í Southport Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Varð vitni að árásinni sem varð systur hennar að bana Foreldrar Bebe King, sex ára stúlku sem var stungin til bana í árásinni í Southport í Bretlandi í lok júlímánaðar, segja eldri systur hennar hafa orðið vitni að árásinni en komist undan. 10. ágúst 2024 13:51 Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. 4. ágúst 2024 23:01 Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Varð vitni að árásinni sem varð systur hennar að bana Foreldrar Bebe King, sex ára stúlku sem var stungin til bana í árásinni í Southport í Bretlandi í lok júlímánaðar, segja eldri systur hennar hafa orðið vitni að árásinni en komist undan. 10. ágúst 2024 13:51
Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. 4. ágúst 2024 23:01
Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30