Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2025 19:19 Dagur B. Eggertsson ætlar að hætta sem formaður borgarráðs í næstu viku. Hann bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi um síðustu mánaðamót. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi hefðu átt að vera hætt fyrr. Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun, fyrir desember og janúar, um síðustu mánaðamót en þingfararkaup er ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Þá fengu þingmennirnir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs einnig greiðslur frá borginni. Greiðslur frá hinum opinbera til Kolbrúnar námu því alls 4,7 milljónum, Dagur fékk 4,6 í mánaðalaun og Pawel um 4,2. Óeðlilegt að þiggja laun frá ríki og borg Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks telur að þau hefðu átt að vera búin að ganga frá sínum málum gagnvart borginni. „Mér finnst enginn bragur í því að vera að þiggja laun frá skattgreiðendum bæði frá þingi og borg fyrir fullt starf. Það hefði verið eðlilegra að fólk færi í leyfi eða léti af störfum,“ segir Friðjón. Friðjón segist sjálfur hafa farið í launalaust leyfi frá borgarstjórn þegar hann var í tvo mánuði kallaður inn á Alþingi sem varaþingmaður á síðasta kjörtímabili. „Þessum borgarfulltrúum hefði verið í lófalagið að fara í launalaust leyfi þar til búið var að lýsa þeirra kjöri,“ segir Friðjón. Dagur að hætta í borginni Dagur B. Eggertsson þingmaður og formaður borgarráðs segir að hann vilji að skila vel af sér í borginni. Hann biðjist aflausnar þaðan í næstu viku. „Ég sagði strax að ég myndi hætta áður en þing kæmi saman þannig að ég mun leggja lausnarbeiðni fyrir borgarstjórn næsta þriðjudag,“ segir hann. Aðspurður af hverju hann hafi ekki gert það fyrr svara Dagur: „Það má alveg spyrja sig að því en flestir sveitarstjórnarfulltrúar eru að klára sín mál áður en þing kemur saman.“ Átti ekki von á greiðslum frá Alþingi Hann segist skilja gagnrýni á tvöfaldar greiðslur en hann hafi ekki hafa átt von á greiðslum frá Alþingi síðustu mánaðamót. „Ég skil slíka gagnýni vel. Það kom mér aðeins á óvart að þingmenn fengu greiðslur strax þó þing væri ekki komið saman,“ segir Dagur Alþingi Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun, fyrir desember og janúar, um síðustu mánaðamót en þingfararkaup er ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Þá fengu þingmennirnir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs einnig greiðslur frá borginni. Greiðslur frá hinum opinbera til Kolbrúnar námu því alls 4,7 milljónum, Dagur fékk 4,6 í mánaðalaun og Pawel um 4,2. Óeðlilegt að þiggja laun frá ríki og borg Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks telur að þau hefðu átt að vera búin að ganga frá sínum málum gagnvart borginni. „Mér finnst enginn bragur í því að vera að þiggja laun frá skattgreiðendum bæði frá þingi og borg fyrir fullt starf. Það hefði verið eðlilegra að fólk færi í leyfi eða léti af störfum,“ segir Friðjón. Friðjón segist sjálfur hafa farið í launalaust leyfi frá borgarstjórn þegar hann var í tvo mánuði kallaður inn á Alþingi sem varaþingmaður á síðasta kjörtímabili. „Þessum borgarfulltrúum hefði verið í lófalagið að fara í launalaust leyfi þar til búið var að lýsa þeirra kjöri,“ segir Friðjón. Dagur að hætta í borginni Dagur B. Eggertsson þingmaður og formaður borgarráðs segir að hann vilji að skila vel af sér í borginni. Hann biðjist aflausnar þaðan í næstu viku. „Ég sagði strax að ég myndi hætta áður en þing kæmi saman þannig að ég mun leggja lausnarbeiðni fyrir borgarstjórn næsta þriðjudag,“ segir hann. Aðspurður af hverju hann hafi ekki gert það fyrr svara Dagur: „Það má alveg spyrja sig að því en flestir sveitarstjórnarfulltrúar eru að klára sín mál áður en þing kemur saman.“ Átti ekki von á greiðslum frá Alþingi Hann segist skilja gagnrýni á tvöfaldar greiðslur en hann hafi ekki hafa átt von á greiðslum frá Alþingi síðustu mánaðamót. „Ég skil slíka gagnýni vel. Það kom mér aðeins á óvart að þingmenn fengu greiðslur strax þó þing væri ekki komið saman,“ segir Dagur
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira