Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2025 14:01 Þrír borgarfulltrúar fengu bæði greitt frá borginni og Alþingi um síðustu mánaðamót. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir að almennt fái fólk greiddan uppsagnafrest þegar það skiptir um vinnu. Kjörnir fulltrúar þurfi þó að huga að ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum. Vísir/Sara Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun um síðustu mánaðamót. Þá fengu nokkrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á þing líka greitt frá borginni. Dæmi eru um greiðslur á fimmtu milljón. Forseti ASÍ segir að þessu sé svipað háttað á almennum markaði þegar skipt er um starf. Kjörnir fulltrúar þurfi hins vegar að velta fyrir sér ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi fá þingmenn þingfararkaup frá og með degi eftir kjördag, sem er í dag ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Eftir það er þingfararkaup greitt fyrir fram. Síðustu mánaðamót fengu þingmenn því greitt fyrir desember og janúar. Alþingi greiðir laun þó þingið sé í fríi Gert er ráð fyrir að Alþingi komi saman í kringum næstu mánaðamót. Kjörnir fulltrúar sem hafa lýst yfir að þeir taki ekki sæti á Alþingi fengu líka greitt fyrir desember og janúar um síðustu mánaðamót. Það á við Þórð Snæ Júlíusson frambjóðanda Samfylkingar í síðustu kosningum en hann getur ekki afsalað sér þingmennsku og þingfararkaupi fyrr en við þingsetningu samkvæmt upplýsingum frá Alþingi. Þá fengu þrír kjörnir fulltrúar á þingi líka greiðslur frá borginni sem borgarfulltrúar eða þau Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, sem fékk alls 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg sem er gerir samtals 4,7 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin. Í 32 gr. sveitarstjórnarlaga kemur fram að borgarfulltrúar mega ekki afsala sér launum. Borgarstjórn getur veitt borgarfulltrúa lausn frá störfum óski hann eftir því samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Frá kosningum 30. nóvember hafa verið þrír borgarstjórnarfundir. Svipaðar leikreglur á almennum markaði Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir að á almennum markaði gildi svipaðar leikreglur þegar einu vinnusambandi lýkur og annað tekur við. „Almenna reglan er sú að menn virði kjarasamninga hvort sem þeir eru kjörnir eða ekki þá eiga þeir sinn rétt. Ég veit að þetta lítur ankannalega út þegar menn eru farnir að fá háar upphæðir á tveimur stöðum. Þá hefur almenningur ekkert rosalegt umburðarlyndi fyrir því,“ segir Finnbjörn. Hann segir þó að kjörnir fulltrúar séu þó í annars konar vinnusambandi en almenningur eða við kjósendur sína og þurfi mögulega að huga að fleiru. „Ímynd hvers stjórnmálamanns er í hans höndum og hann ræður hvernig hann kemur fram og hvaða ímynd hann gefur gagnvart sínum kjósendum,“ segir Finnbjörn. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi fá þingmenn þingfararkaup frá og með degi eftir kjördag, sem er í dag ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Eftir það er þingfararkaup greitt fyrir fram. Síðustu mánaðamót fengu þingmenn því greitt fyrir desember og janúar. Alþingi greiðir laun þó þingið sé í fríi Gert er ráð fyrir að Alþingi komi saman í kringum næstu mánaðamót. Kjörnir fulltrúar sem hafa lýst yfir að þeir taki ekki sæti á Alþingi fengu líka greitt fyrir desember og janúar um síðustu mánaðamót. Það á við Þórð Snæ Júlíusson frambjóðanda Samfylkingar í síðustu kosningum en hann getur ekki afsalað sér þingmennsku og þingfararkaupi fyrr en við þingsetningu samkvæmt upplýsingum frá Alþingi. Þá fengu þrír kjörnir fulltrúar á þingi líka greiðslur frá borginni sem borgarfulltrúar eða þau Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, sem fékk alls 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg sem er gerir samtals 4,7 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin. Í 32 gr. sveitarstjórnarlaga kemur fram að borgarfulltrúar mega ekki afsala sér launum. Borgarstjórn getur veitt borgarfulltrúa lausn frá störfum óski hann eftir því samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Frá kosningum 30. nóvember hafa verið þrír borgarstjórnarfundir. Svipaðar leikreglur á almennum markaði Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir að á almennum markaði gildi svipaðar leikreglur þegar einu vinnusambandi lýkur og annað tekur við. „Almenna reglan er sú að menn virði kjarasamninga hvort sem þeir eru kjörnir eða ekki þá eiga þeir sinn rétt. Ég veit að þetta lítur ankannalega út þegar menn eru farnir að fá háar upphæðir á tveimur stöðum. Þá hefur almenningur ekkert rosalegt umburðarlyndi fyrir því,“ segir Finnbjörn. Hann segir þó að kjörnir fulltrúar séu þó í annars konar vinnusambandi en almenningur eða við kjósendur sína og þurfi mögulega að huga að fleiru. „Ímynd hvers stjórnmálamanns er í hans höndum og hann ræður hvernig hann kemur fram og hvaða ímynd hann gefur gagnvart sínum kjósendum,“ segir Finnbjörn.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira