Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2025 19:19 Dagur B. Eggertsson ætlar að hætta sem formaður borgarráðs í næstu viku. Hann bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi um síðustu mánaðamót. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi hefðu átt að vera hætt fyrr. Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun, fyrir desember og janúar, um síðustu mánaðamót en þingfararkaup er ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Þá fengu þingmennirnir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs einnig greiðslur frá borginni. Greiðslur frá hinum opinbera til Kolbrúnar námu því alls 4,7 milljónum, Dagur fékk 4,6 í mánaðalaun og Pawel um 4,2. Óeðlilegt að þiggja laun frá ríki og borg Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks telur að þau hefðu átt að vera búin að ganga frá sínum málum gagnvart borginni. „Mér finnst enginn bragur í því að vera að þiggja laun frá skattgreiðendum bæði frá þingi og borg fyrir fullt starf. Það hefði verið eðlilegra að fólk færi í leyfi eða léti af störfum,“ segir Friðjón. Friðjón segist sjálfur hafa farið í launalaust leyfi frá borgarstjórn þegar hann var í tvo mánuði kallaður inn á Alþingi sem varaþingmaður á síðasta kjörtímabili. „Þessum borgarfulltrúum hefði verið í lófalagið að fara í launalaust leyfi þar til búið var að lýsa þeirra kjöri,“ segir Friðjón. Dagur að hætta í borginni Dagur B. Eggertsson þingmaður og formaður borgarráðs segir að hann vilji að skila vel af sér í borginni. Hann biðjist aflausnar þaðan í næstu viku. „Ég sagði strax að ég myndi hætta áður en þing kæmi saman þannig að ég mun leggja lausnarbeiðni fyrir borgarstjórn næsta þriðjudag,“ segir hann. Aðspurður af hverju hann hafi ekki gert það fyrr svara Dagur: „Það má alveg spyrja sig að því en flestir sveitarstjórnarfulltrúar eru að klára sín mál áður en þing kemur saman.“ Átti ekki von á greiðslum frá Alþingi Hann segist skilja gagnrýni á tvöfaldar greiðslur en hann hafi ekki hafa átt von á greiðslum frá Alþingi síðustu mánaðamót. „Ég skil slíka gagnýni vel. Það kom mér aðeins á óvart að þingmenn fengu greiðslur strax þó þing væri ekki komið saman,“ segir Dagur Alþingi Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun, fyrir desember og janúar, um síðustu mánaðamót en þingfararkaup er ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Þá fengu þingmennirnir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs einnig greiðslur frá borginni. Greiðslur frá hinum opinbera til Kolbrúnar námu því alls 4,7 milljónum, Dagur fékk 4,6 í mánaðalaun og Pawel um 4,2. Óeðlilegt að þiggja laun frá ríki og borg Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks telur að þau hefðu átt að vera búin að ganga frá sínum málum gagnvart borginni. „Mér finnst enginn bragur í því að vera að þiggja laun frá skattgreiðendum bæði frá þingi og borg fyrir fullt starf. Það hefði verið eðlilegra að fólk færi í leyfi eða léti af störfum,“ segir Friðjón. Friðjón segist sjálfur hafa farið í launalaust leyfi frá borgarstjórn þegar hann var í tvo mánuði kallaður inn á Alþingi sem varaþingmaður á síðasta kjörtímabili. „Þessum borgarfulltrúum hefði verið í lófalagið að fara í launalaust leyfi þar til búið var að lýsa þeirra kjöri,“ segir Friðjón. Dagur að hætta í borginni Dagur B. Eggertsson þingmaður og formaður borgarráðs segir að hann vilji að skila vel af sér í borginni. Hann biðjist aflausnar þaðan í næstu viku. „Ég sagði strax að ég myndi hætta áður en þing kæmi saman þannig að ég mun leggja lausnarbeiðni fyrir borgarstjórn næsta þriðjudag,“ segir hann. Aðspurður af hverju hann hafi ekki gert það fyrr svara Dagur: „Það má alveg spyrja sig að því en flestir sveitarstjórnarfulltrúar eru að klára sín mál áður en þing kemur saman.“ Átti ekki von á greiðslum frá Alþingi Hann segist skilja gagnrýni á tvöfaldar greiðslur en hann hafi ekki hafa átt von á greiðslum frá Alþingi síðustu mánaðamót. „Ég skil slíka gagnýni vel. Það kom mér aðeins á óvart að þingmenn fengu greiðslur strax þó þing væri ekki komið saman,“ segir Dagur
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda