Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. janúar 2025 07:04 Þeir sem eru með BMI yfir 30 teljast vera með offitu. Getty Sérfræðingar vilja falla frá því að greina offitu með því að reikna út líkamsmassastuðul (BMI) einstaklinga, þar sem það leiði bæði til of- og vangreininga. Samkvæmt nýrri skýrslu sem birt var í Lancet Diabetes and Endocrinology er BMI ekki áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að greiningu offitu, meðal annars vegna þess að ekki er um nákvæma mælingu á fitumassa að ræða. Þá segir BMI ekkert til um fitudreifingu á líkamanum né almenna heilsu viðkomandi. Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að öðrum greiningaraðferðum sem yrðu notaðar til viðbótar við útreikinga á BMI, svo sem hlutfall milli umfangs mittis og mjaðma annars vegar og mittis og hæðar hins vegar. Þá er hvatt til þess að meira sé horft til almennra einkenna um óheilbrigði. Tillögurnar njóta stuðnings 75 heilbrigðissamtaka víðsvegar um heiminn. Samkvæmt skýrslunni mælast sumir einstaklingar ekki með of hátt BMI, jafnvel þótt þeir séu sannarlega að glíma við offitu, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar þeirra. Þá eru aðrir sem mælast með of hátt BMI, og þar með offitu, jafnvel þótt þeir séu að öðru leyti fullkomlega heilbrigðir. „Spurningin hvort offita er sjúkdómur er gölluð þar sem hún gerir ráð fyrir öllu eða engu; þar sem offita er annað hvort alltaf sjúkdómur eða aldrei sjúkdómur. Sönnunargögnin sýna hins vegar að raunveruleikinn er flóknari,“ segir Francesco Rubino, formaður nefndarinnar sem gaf út skýrsluna. „Sumir einstaklingar með offitu viðhalda eðlilegri líffærastarfsemi og almennri heilsu, jafnvel yfir lengri tíma, á meðan aðrir sýna merki og einkenni um alvarlegan sjúkdóm.“ Leggja sérfræðingarnir meðal annars til að offita verði aðgreind í tvo flokka; offitu með einkenni og offitu án einkenna. Guardian fjallar ítarlega um málið. Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu sem birt var í Lancet Diabetes and Endocrinology er BMI ekki áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að greiningu offitu, meðal annars vegna þess að ekki er um nákvæma mælingu á fitumassa að ræða. Þá segir BMI ekkert til um fitudreifingu á líkamanum né almenna heilsu viðkomandi. Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að öðrum greiningaraðferðum sem yrðu notaðar til viðbótar við útreikinga á BMI, svo sem hlutfall milli umfangs mittis og mjaðma annars vegar og mittis og hæðar hins vegar. Þá er hvatt til þess að meira sé horft til almennra einkenna um óheilbrigði. Tillögurnar njóta stuðnings 75 heilbrigðissamtaka víðsvegar um heiminn. Samkvæmt skýrslunni mælast sumir einstaklingar ekki með of hátt BMI, jafnvel þótt þeir séu sannarlega að glíma við offitu, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar þeirra. Þá eru aðrir sem mælast með of hátt BMI, og þar með offitu, jafnvel þótt þeir séu að öðru leyti fullkomlega heilbrigðir. „Spurningin hvort offita er sjúkdómur er gölluð þar sem hún gerir ráð fyrir öllu eða engu; þar sem offita er annað hvort alltaf sjúkdómur eða aldrei sjúkdómur. Sönnunargögnin sýna hins vegar að raunveruleikinn er flóknari,“ segir Francesco Rubino, formaður nefndarinnar sem gaf út skýrsluna. „Sumir einstaklingar með offitu viðhalda eðlilegri líffærastarfsemi og almennri heilsu, jafnvel yfir lengri tíma, á meðan aðrir sýna merki og einkenni um alvarlegan sjúkdóm.“ Leggja sérfræðingarnir meðal annars til að offita verði aðgreind í tvo flokka; offitu með einkenni og offitu án einkenna. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira