Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2025 20:33 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir Sjálfstæðisflokkinn eiga glæsta sögu en hann þurfi einnig að þekkja til framtíðarinnar. Stöð 2/Einar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkur sem vilji eiga erindi inn í framtíðina þurfi að skilja framtíðina. Þótt hún hafi lýst yfir áhuga á að leiða flokkinn eftir brotthvarf formannsins vill hún ekki að svo stöddu lýsa formlega yfir að hún bjóði sig fram. „Við þurfum auðvitað að hrista okkur saman. Tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgir því að þurfa ekki að gera málamiðlanir,“ sagði Þórdís Kolbrún á leið á miðstjórnarfund Sjálfstæðisflokksins í dag þar sem samþykkt var að halda sig við áður boðaðar dagsetningar landsfundar. Varaformaðurinn segir að frelsinu frá stjórnarsamstarfi fylgi því einnig mikil ábyrgð að vera í stjórnarandstöðu. Flokkurinn ætti að vera ábyrgur í því hlutverki. „Við lifum mjög viðsjárverða tíma og ég held að það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur margsinnis lýst áhuga á að leiða Sjálfstæðisflokkinn.Stöð 2/Einar Sjálfstæðisflokkurinn ætti að sýna að hann væri ábyrgur, stöðugur og yfirvegaður flokkur. „Sem á glæsta sögu en þarf auðvitað líka að eiga glæsta framtíð. Flokkur sem vill eiga erindi við framtíðina þarf líka að skilja framtíðina,“ segir varaformaðurinn. Undir niðri liggi auðvitað spurningin um íhaldssemi og frjálslyndi. Það væri viðvarandi verkefni Sjálfstæðisflokksins að finna jafnvægi þarna á milli enda hefði flokkurinn verið búinn til á sínum tíma með sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslyndaflokksins. „Það er auðvitað ekkert launungarmál og öllum ljóst eftir mín átta ár í ríkisstjórn að ég er frjálslyndur hægrimaður. Ég er hins vegar mikill talsmaður þess að við séum raunverulega að forgangsraða peningum annarra og hvernig við verjum þeim. Fyrir mér er það hægrimál. Síðan að við tölum fyrir víðsynni umbótastefnu sem er næstum aldargamalt hugtak við höfum staðið mjög sterk á og meigum ekki gleyma og ekki týna,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Landsfundi ekki frestað Landsfundi Sjálfstæðismanna verður ekki frestað og hann fer fram um mánaðamót febrúar og mars. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar flokksins, sem lauk um klukkan 14:30. 13. janúar 2025 14:44 Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það mikilvægt að nýr formaður, sama hver hann verður, hafi breiða skírskotun og skilji viðfangsefni og vandamál venjulegs fólks. 12. janúar 2025 16:11 Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. 11. janúar 2025 12:24 Þórdís vill ekki fresta landsfundi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona flokksins, sagði í aðsendri grein í gær að nauðsynlegt væri að slá ekki kynslóðaskiptum í flokknum á frest og að flokkurinn myndi sér stefnu til framtíðar. 11. janúar 2025 09:46 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
„Við þurfum auðvitað að hrista okkur saman. Tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgir því að þurfa ekki að gera málamiðlanir,“ sagði Þórdís Kolbrún á leið á miðstjórnarfund Sjálfstæðisflokksins í dag þar sem samþykkt var að halda sig við áður boðaðar dagsetningar landsfundar. Varaformaðurinn segir að frelsinu frá stjórnarsamstarfi fylgi því einnig mikil ábyrgð að vera í stjórnarandstöðu. Flokkurinn ætti að vera ábyrgur í því hlutverki. „Við lifum mjög viðsjárverða tíma og ég held að það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur margsinnis lýst áhuga á að leiða Sjálfstæðisflokkinn.Stöð 2/Einar Sjálfstæðisflokkurinn ætti að sýna að hann væri ábyrgur, stöðugur og yfirvegaður flokkur. „Sem á glæsta sögu en þarf auðvitað líka að eiga glæsta framtíð. Flokkur sem vill eiga erindi við framtíðina þarf líka að skilja framtíðina,“ segir varaformaðurinn. Undir niðri liggi auðvitað spurningin um íhaldssemi og frjálslyndi. Það væri viðvarandi verkefni Sjálfstæðisflokksins að finna jafnvægi þarna á milli enda hefði flokkurinn verið búinn til á sínum tíma með sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslyndaflokksins. „Það er auðvitað ekkert launungarmál og öllum ljóst eftir mín átta ár í ríkisstjórn að ég er frjálslyndur hægrimaður. Ég er hins vegar mikill talsmaður þess að við séum raunverulega að forgangsraða peningum annarra og hvernig við verjum þeim. Fyrir mér er það hægrimál. Síðan að við tölum fyrir víðsynni umbótastefnu sem er næstum aldargamalt hugtak við höfum staðið mjög sterk á og meigum ekki gleyma og ekki týna,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Landsfundi ekki frestað Landsfundi Sjálfstæðismanna verður ekki frestað og hann fer fram um mánaðamót febrúar og mars. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar flokksins, sem lauk um klukkan 14:30. 13. janúar 2025 14:44 Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það mikilvægt að nýr formaður, sama hver hann verður, hafi breiða skírskotun og skilji viðfangsefni og vandamál venjulegs fólks. 12. janúar 2025 16:11 Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. 11. janúar 2025 12:24 Þórdís vill ekki fresta landsfundi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona flokksins, sagði í aðsendri grein í gær að nauðsynlegt væri að slá ekki kynslóðaskiptum í flokknum á frest og að flokkurinn myndi sér stefnu til framtíðar. 11. janúar 2025 09:46 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Landsfundi ekki frestað Landsfundi Sjálfstæðismanna verður ekki frestað og hann fer fram um mánaðamót febrúar og mars. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar flokksins, sem lauk um klukkan 14:30. 13. janúar 2025 14:44
Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það mikilvægt að nýr formaður, sama hver hann verður, hafi breiða skírskotun og skilji viðfangsefni og vandamál venjulegs fólks. 12. janúar 2025 16:11
Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. 11. janúar 2025 12:24
Þórdís vill ekki fresta landsfundi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona flokksins, sagði í aðsendri grein í gær að nauðsynlegt væri að slá ekki kynslóðaskiptum í flokknum á frest og að flokkurinn myndi sér stefnu til framtíðar. 11. janúar 2025 09:46