Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2025 20:33 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir Sjálfstæðisflokkinn eiga glæsta sögu en hann þurfi einnig að þekkja til framtíðarinnar. Stöð 2/Einar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkur sem vilji eiga erindi inn í framtíðina þurfi að skilja framtíðina. Þótt hún hafi lýst yfir áhuga á að leiða flokkinn eftir brotthvarf formannsins vill hún ekki að svo stöddu lýsa formlega yfir að hún bjóði sig fram. „Við þurfum auðvitað að hrista okkur saman. Tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgir því að þurfa ekki að gera málamiðlanir,“ sagði Þórdís Kolbrún á leið á miðstjórnarfund Sjálfstæðisflokksins í dag þar sem samþykkt var að halda sig við áður boðaðar dagsetningar landsfundar. Varaformaðurinn segir að frelsinu frá stjórnarsamstarfi fylgi því einnig mikil ábyrgð að vera í stjórnarandstöðu. Flokkurinn ætti að vera ábyrgur í því hlutverki. „Við lifum mjög viðsjárverða tíma og ég held að það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur margsinnis lýst áhuga á að leiða Sjálfstæðisflokkinn.Stöð 2/Einar Sjálfstæðisflokkurinn ætti að sýna að hann væri ábyrgur, stöðugur og yfirvegaður flokkur. „Sem á glæsta sögu en þarf auðvitað líka að eiga glæsta framtíð. Flokkur sem vill eiga erindi við framtíðina þarf líka að skilja framtíðina,“ segir varaformaðurinn. Undir niðri liggi auðvitað spurningin um íhaldssemi og frjálslyndi. Það væri viðvarandi verkefni Sjálfstæðisflokksins að finna jafnvægi þarna á milli enda hefði flokkurinn verið búinn til á sínum tíma með sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslyndaflokksins. „Það er auðvitað ekkert launungarmál og öllum ljóst eftir mín átta ár í ríkisstjórn að ég er frjálslyndur hægrimaður. Ég er hins vegar mikill talsmaður þess að við séum raunverulega að forgangsraða peningum annarra og hvernig við verjum þeim. Fyrir mér er það hægrimál. Síðan að við tölum fyrir víðsynni umbótastefnu sem er næstum aldargamalt hugtak við höfum staðið mjög sterk á og meigum ekki gleyma og ekki týna,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Landsfundi ekki frestað Landsfundi Sjálfstæðismanna verður ekki frestað og hann fer fram um mánaðamót febrúar og mars. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar flokksins, sem lauk um klukkan 14:30. 13. janúar 2025 14:44 Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það mikilvægt að nýr formaður, sama hver hann verður, hafi breiða skírskotun og skilji viðfangsefni og vandamál venjulegs fólks. 12. janúar 2025 16:11 Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. 11. janúar 2025 12:24 Þórdís vill ekki fresta landsfundi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona flokksins, sagði í aðsendri grein í gær að nauðsynlegt væri að slá ekki kynslóðaskiptum í flokknum á frest og að flokkurinn myndi sér stefnu til framtíðar. 11. janúar 2025 09:46 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Við þurfum auðvitað að hrista okkur saman. Tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgir því að þurfa ekki að gera málamiðlanir,“ sagði Þórdís Kolbrún á leið á miðstjórnarfund Sjálfstæðisflokksins í dag þar sem samþykkt var að halda sig við áður boðaðar dagsetningar landsfundar. Varaformaðurinn segir að frelsinu frá stjórnarsamstarfi fylgi því einnig mikil ábyrgð að vera í stjórnarandstöðu. Flokkurinn ætti að vera ábyrgur í því hlutverki. „Við lifum mjög viðsjárverða tíma og ég held að það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur margsinnis lýst áhuga á að leiða Sjálfstæðisflokkinn.Stöð 2/Einar Sjálfstæðisflokkurinn ætti að sýna að hann væri ábyrgur, stöðugur og yfirvegaður flokkur. „Sem á glæsta sögu en þarf auðvitað líka að eiga glæsta framtíð. Flokkur sem vill eiga erindi við framtíðina þarf líka að skilja framtíðina,“ segir varaformaðurinn. Undir niðri liggi auðvitað spurningin um íhaldssemi og frjálslyndi. Það væri viðvarandi verkefni Sjálfstæðisflokksins að finna jafnvægi þarna á milli enda hefði flokkurinn verið búinn til á sínum tíma með sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslyndaflokksins. „Það er auðvitað ekkert launungarmál og öllum ljóst eftir mín átta ár í ríkisstjórn að ég er frjálslyndur hægrimaður. Ég er hins vegar mikill talsmaður þess að við séum raunverulega að forgangsraða peningum annarra og hvernig við verjum þeim. Fyrir mér er það hægrimál. Síðan að við tölum fyrir víðsynni umbótastefnu sem er næstum aldargamalt hugtak við höfum staðið mjög sterk á og meigum ekki gleyma og ekki týna,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Landsfundi ekki frestað Landsfundi Sjálfstæðismanna verður ekki frestað og hann fer fram um mánaðamót febrúar og mars. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar flokksins, sem lauk um klukkan 14:30. 13. janúar 2025 14:44 Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það mikilvægt að nýr formaður, sama hver hann verður, hafi breiða skírskotun og skilji viðfangsefni og vandamál venjulegs fólks. 12. janúar 2025 16:11 Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. 11. janúar 2025 12:24 Þórdís vill ekki fresta landsfundi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona flokksins, sagði í aðsendri grein í gær að nauðsynlegt væri að slá ekki kynslóðaskiptum í flokknum á frest og að flokkurinn myndi sér stefnu til framtíðar. 11. janúar 2025 09:46 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Landsfundi ekki frestað Landsfundi Sjálfstæðismanna verður ekki frestað og hann fer fram um mánaðamót febrúar og mars. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar flokksins, sem lauk um klukkan 14:30. 13. janúar 2025 14:44
Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það mikilvægt að nýr formaður, sama hver hann verður, hafi breiða skírskotun og skilji viðfangsefni og vandamál venjulegs fólks. 12. janúar 2025 16:11
Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. 11. janúar 2025 12:24
Þórdís vill ekki fresta landsfundi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona flokksins, sagði í aðsendri grein í gær að nauðsynlegt væri að slá ekki kynslóðaskiptum í flokknum á frest og að flokkurinn myndi sér stefnu til framtíðar. 11. janúar 2025 09:46
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?