Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2025 15:33 Frá finnska þinginu þar sem þingmenn eða starfsmenn kunna eða kunna ekki að hella í sig örvandi efnum á tyllidögum samkvæmt rannsókn ríkisútvarpsins þarlenda. Vísir/EPA Útsendarar finnska ríkisútvarpsins fundu leifar af örvandi fíkniefnum á klósettum í finnska þinghúsinu þegar þingflokkar héldu jólagleði sína í nóvember. Þótt sýnin séu ekki sögð sanna að fíkniefna hefði verið neytt í gleðskapnum segir þingforsetinn það dapurlegt að leifar þeirra hafi fundist í þinghúsinu. Sýni voru tekin í sex klefum á salernum fyrir bæði karla og konur á tveimur hæðum þinghússins kvöldið sem þingflokkarnir hittust til að fagna jólunum. Auk þingmanna eru starfsmönnum þingflokka, aðstoðarmönnum ráðherra og blaðamönnum boðið í slíkan gleðskap, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Sérfræðingar á rannsóknarstofu fundu leifar af amfetamíni, MDMA og kókaíni í sýnunum. Þótt leifarnar væru agnarlitlar fundust þær aðeins á klósettum á þeirri hæð þinghússins þar sem þingflokkarnir fögnuðu. Niðurstöðurnar eru ekki óyggjandi sönnun þess að veislugestir hafi neytt fíkniefna í þinghúsinu, aðeins að manneskja eða manneskjur sem notuðu salernin hafi komist í snertingu við fíkniefnin nýlega. Ekki vinsælt að koma fyrir leitarhundum við innganga Engu að síður segir Jussi Halla-aho, forseti þingsins, það dapurlegt og ömurlegt að vísbendingar hafi fundist um mögulega fíkniefnaneyslu þeirra sem starfa í þinghúsinu. „Þetta sýnir að fíkniefnaneysla í þinghúsinu fer vaxandi,“ segir hann við YLE sem skildist að hann ætlaði að funda um aðgerðir til þess að taka á neyslu í þinginu. Halla-aho segir þó ekki marga möguleika í stöðunni. „Ég hugsa að þap nyti ekki mikils stuðnings að koma fyrir fíkniefnaleitarhundi við dyr þinghússins til þess að leita á öllum sem fara inn,“ segir þingforsetinn. YLE getur þess að fíkniefnaneysla virðist einnig vandamál hjá nágrönnunum í Svíþjóð. Þannig hafi sænska blaðið Aftonbladet fundið leifar kókaíns á salerni þar sem fjórir þingflokkar höfðu aðstöðu í fyrra. Finnland Fíkn Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Sýni voru tekin í sex klefum á salernum fyrir bæði karla og konur á tveimur hæðum þinghússins kvöldið sem þingflokkarnir hittust til að fagna jólunum. Auk þingmanna eru starfsmönnum þingflokka, aðstoðarmönnum ráðherra og blaðamönnum boðið í slíkan gleðskap, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Sérfræðingar á rannsóknarstofu fundu leifar af amfetamíni, MDMA og kókaíni í sýnunum. Þótt leifarnar væru agnarlitlar fundust þær aðeins á klósettum á þeirri hæð þinghússins þar sem þingflokkarnir fögnuðu. Niðurstöðurnar eru ekki óyggjandi sönnun þess að veislugestir hafi neytt fíkniefna í þinghúsinu, aðeins að manneskja eða manneskjur sem notuðu salernin hafi komist í snertingu við fíkniefnin nýlega. Ekki vinsælt að koma fyrir leitarhundum við innganga Engu að síður segir Jussi Halla-aho, forseti þingsins, það dapurlegt og ömurlegt að vísbendingar hafi fundist um mögulega fíkniefnaneyslu þeirra sem starfa í þinghúsinu. „Þetta sýnir að fíkniefnaneysla í þinghúsinu fer vaxandi,“ segir hann við YLE sem skildist að hann ætlaði að funda um aðgerðir til þess að taka á neyslu í þinginu. Halla-aho segir þó ekki marga möguleika í stöðunni. „Ég hugsa að þap nyti ekki mikils stuðnings að koma fyrir fíkniefnaleitarhundi við dyr þinghússins til þess að leita á öllum sem fara inn,“ segir þingforsetinn. YLE getur þess að fíkniefnaneysla virðist einnig vandamál hjá nágrönnunum í Svíþjóð. Þannig hafi sænska blaðið Aftonbladet fundið leifar kókaíns á salerni þar sem fjórir þingflokkar höfðu aðstöðu í fyrra.
Finnland Fíkn Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira