Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2025 08:32 Guðmundur Bendiktsson ætlar að hjálpa strákunum í HK sem ætla að halda styrktarleik fyrir vin sinn í dag. S2 Sport Þrettán ára gamlir strákar úr HK ætla að halda styrktarleik í dag fyrir vin sinn sem greindist með krabbamein. Tómas Freyr, vinur strákanna í 4. flokki HK, greindist með krabbamein í október. Hann hefur þurft að fara í erfiðar lyfjameðferðir og risastóra aðgerð í Svíþjóð núna fyrir jólin. Fram undan er langt og strangt ferli fyrir hann og félagar hans vilja leggja sitt af mörkum við að aðstoða hann. Strákarnir hafa skipulagt styrktarleik í Kórnum. 4. flokkslið HK mætir Víkingi tvisvar sinnum og á milli leikjanna verður síðan stjörnuleikur á milli stjörnuliðs Ómars Inga og liðs HK undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar. Leikurinn hefst klukkan 11.00 í dag í Kórnum í Kópavogi en strákarnir vonast til þess að geta safnað nægum pening til að hjálpa vini sínum á erfiðum tíma. Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, mun verða á svæðinu og lýsa því sem fram fer og Gunnar Oddur Hafliðason dæmir leikinn með þá Eystein Hrafnkelsson og Egil Guðvarð Guðlaugsson sér til aðstoðar. Stjörnulið Ómars Inga Guðmundssonar mætir HK undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar sem tók við liðinu af Ómari í haust. Meðal þeirra sem spila leikinn í liði Ómars verða Kári Árnason, Hreimur, Viktor Bjarki, Jói Ásbjörns, Óskar Örn Hauksson og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks. Aðgangseyri til styrktar Tómasi er 1500 krónur eða frjáls framlög. Posi verður að sjálfsögðu á svæðinu. Sjoppa verður á staðnum. Fyrir þau sem komast ekki og langar að styrkja þá hefur verið stofnaður reikningur: Reikningsnúmer: 0370-22-099772 Kennitala: 170411-2260 View this post on Instagram A post shared by HK Fótbolti (@hkfotbolti) HK Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Tómas Freyr, vinur strákanna í 4. flokki HK, greindist með krabbamein í október. Hann hefur þurft að fara í erfiðar lyfjameðferðir og risastóra aðgerð í Svíþjóð núna fyrir jólin. Fram undan er langt og strangt ferli fyrir hann og félagar hans vilja leggja sitt af mörkum við að aðstoða hann. Strákarnir hafa skipulagt styrktarleik í Kórnum. 4. flokkslið HK mætir Víkingi tvisvar sinnum og á milli leikjanna verður síðan stjörnuleikur á milli stjörnuliðs Ómars Inga og liðs HK undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar. Leikurinn hefst klukkan 11.00 í dag í Kórnum í Kópavogi en strákarnir vonast til þess að geta safnað nægum pening til að hjálpa vini sínum á erfiðum tíma. Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, mun verða á svæðinu og lýsa því sem fram fer og Gunnar Oddur Hafliðason dæmir leikinn með þá Eystein Hrafnkelsson og Egil Guðvarð Guðlaugsson sér til aðstoðar. Stjörnulið Ómars Inga Guðmundssonar mætir HK undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar sem tók við liðinu af Ómari í haust. Meðal þeirra sem spila leikinn í liði Ómars verða Kári Árnason, Hreimur, Viktor Bjarki, Jói Ásbjörns, Óskar Örn Hauksson og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks. Aðgangseyri til styrktar Tómasi er 1500 krónur eða frjáls framlög. Posi verður að sjálfsögðu á svæðinu. Sjoppa verður á staðnum. Fyrir þau sem komast ekki og langar að styrkja þá hefur verið stofnaður reikningur: Reikningsnúmer: 0370-22-099772 Kennitala: 170411-2260 View this post on Instagram A post shared by HK Fótbolti (@hkfotbolti)
HK Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira