Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 13:59 Þyrilvængjan Ingenuity á yfirborði Mars. Könnunarjeppinn Perseverance tók myndina 5. apríl 2021. NASA/JPL-Caltech/ASU Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að til standi að fara nýjar leiðir til að sækja jarðvegssýni til Mars. Vonast er til þess að þannig megi sækja sýnin fyrr og koma þeim til jarðar ódýrar en áður. Fyrirhugaður kostnaður við verkefnið hafði hækkað í ellefu milljarða dala. Bill Nelson, fráfarandi yfirmaður NASA, sagðist í gær hafa stöðvað upprunalegu áætlunina fyrir nokkrum mánuðum, þegar ljóst varð að kostnaðurinn myndi aukast svo mikið og að tafir yrðu á því svo ekki yrði hægt að koma sýnunum til jarðar fyrir árið 2040. Þess í stað er verið að skoða tvær mismunandi leiðir sem kosta eiga sex til tíu milljarða dala en önnur leiðin reiðir á einkafyrirtæki og samstarfsaðila NASA og ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, sem kemur einnig að verkefninu. Samkvæmt yfirlýsingu á vef NASA á að ákveða hvora leiðina skal fara á seinni hluta næsta árs. Haft er eftir Nelson að með því að skoða tvær leiðir í einu sé betur hægt að tryggja að af verkefninu verði og í senn spara peninga. Nelson lætur af störfum eftir nokkra daga en við honum tekur auðjöfurinn Jared Isaacman. Þrjátíu hylki sem þarf að sækja Um er að ræða sýni sem safnað hefur verið með vélmenninu Perseverance. Það hefur verið notað til að safna sýnum í títanumhylki við rannsóknir á undanförnum árum og er vonast til þess að koma þrjátíu slíkum aftur til jarðar. Sýnin hafa að mestu verið tekin í Jezero-gígnum á Mars en hann var fullur af vatni á árum áður. Vonast er til þess að sýnin geti svarað þeirri spurningu hvort líf hafi á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. „Þessi sýni gætu breytt skilningi okkar á Mars, alheimi okkar og okkur sjálfum,“ er haft eftir Nelson. Upprunalega var gerður samningur við Nortrop Gumman Systems um að þróa tæknina til að sækja sýnin og koma þeim til jarðarinnar. Þá var ætlunin að skjóta tveimur geimförum til Mars. Annað átti að fara á braut um plánetuna en hitt átti að bera lendingarfar sem lenda átti hjá Perseverance, taka sýnin og skjóta þeim með eldflaug til fyrra geimfarsins. Enn stendur til að notast við tvö geimför. Önnur leiðin sem verið er að skoða snýr að því að lenda fari á Mars með sömu leið og notast var við til að lenda Perseverance. Það er nokkurs konar pallur sem notar eldflaugar til að lenda á yfirborði plánetunnar. Ekki er ljóst hvernig hitt kerfið á að virka að svo stöddu en það yrði þróað af áðurnefndum einkafyrirtækjum. Tölvuuteikning af lendingu Perseverance á Mars.Vísir/NASA Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Bill Nelson, fráfarandi yfirmaður NASA, sagðist í gær hafa stöðvað upprunalegu áætlunina fyrir nokkrum mánuðum, þegar ljóst varð að kostnaðurinn myndi aukast svo mikið og að tafir yrðu á því svo ekki yrði hægt að koma sýnunum til jarðar fyrir árið 2040. Þess í stað er verið að skoða tvær mismunandi leiðir sem kosta eiga sex til tíu milljarða dala en önnur leiðin reiðir á einkafyrirtæki og samstarfsaðila NASA og ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, sem kemur einnig að verkefninu. Samkvæmt yfirlýsingu á vef NASA á að ákveða hvora leiðina skal fara á seinni hluta næsta árs. Haft er eftir Nelson að með því að skoða tvær leiðir í einu sé betur hægt að tryggja að af verkefninu verði og í senn spara peninga. Nelson lætur af störfum eftir nokkra daga en við honum tekur auðjöfurinn Jared Isaacman. Þrjátíu hylki sem þarf að sækja Um er að ræða sýni sem safnað hefur verið með vélmenninu Perseverance. Það hefur verið notað til að safna sýnum í títanumhylki við rannsóknir á undanförnum árum og er vonast til þess að koma þrjátíu slíkum aftur til jarðar. Sýnin hafa að mestu verið tekin í Jezero-gígnum á Mars en hann var fullur af vatni á árum áður. Vonast er til þess að sýnin geti svarað þeirri spurningu hvort líf hafi á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. „Þessi sýni gætu breytt skilningi okkar á Mars, alheimi okkar og okkur sjálfum,“ er haft eftir Nelson. Upprunalega var gerður samningur við Nortrop Gumman Systems um að þróa tæknina til að sækja sýnin og koma þeim til jarðarinnar. Þá var ætlunin að skjóta tveimur geimförum til Mars. Annað átti að fara á braut um plánetuna en hitt átti að bera lendingarfar sem lenda átti hjá Perseverance, taka sýnin og skjóta þeim með eldflaug til fyrra geimfarsins. Enn stendur til að notast við tvö geimför. Önnur leiðin sem verið er að skoða snýr að því að lenda fari á Mars með sömu leið og notast var við til að lenda Perseverance. Það er nokkurs konar pallur sem notar eldflaugar til að lenda á yfirborði plánetunnar. Ekki er ljóst hvernig hitt kerfið á að virka að svo stöddu en það yrði þróað af áðurnefndum einkafyrirtækjum. Tölvuuteikning af lendingu Perseverance á Mars.Vísir/NASA
Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira