Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 13:59 Þyrilvængjan Ingenuity á yfirborði Mars. Könnunarjeppinn Perseverance tók myndina 5. apríl 2021. NASA/JPL-Caltech/ASU Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að til standi að fara nýjar leiðir til að sækja jarðvegssýni til Mars. Vonast er til þess að þannig megi sækja sýnin fyrr og koma þeim til jarðar ódýrar en áður. Fyrirhugaður kostnaður við verkefnið hafði hækkað í ellefu milljarða dala. Bill Nelson, fráfarandi yfirmaður NASA, sagðist í gær hafa stöðvað upprunalegu áætlunina fyrir nokkrum mánuðum, þegar ljóst varð að kostnaðurinn myndi aukast svo mikið og að tafir yrðu á því svo ekki yrði hægt að koma sýnunum til jarðar fyrir árið 2040. Þess í stað er verið að skoða tvær mismunandi leiðir sem kosta eiga sex til tíu milljarða dala en önnur leiðin reiðir á einkafyrirtæki og samstarfsaðila NASA og ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, sem kemur einnig að verkefninu. Samkvæmt yfirlýsingu á vef NASA á að ákveða hvora leiðina skal fara á seinni hluta næsta árs. Haft er eftir Nelson að með því að skoða tvær leiðir í einu sé betur hægt að tryggja að af verkefninu verði og í senn spara peninga. Nelson lætur af störfum eftir nokkra daga en við honum tekur auðjöfurinn Jared Isaacman. Þrjátíu hylki sem þarf að sækja Um er að ræða sýni sem safnað hefur verið með vélmenninu Perseverance. Það hefur verið notað til að safna sýnum í títanumhylki við rannsóknir á undanförnum árum og er vonast til þess að koma þrjátíu slíkum aftur til jarðar. Sýnin hafa að mestu verið tekin í Jezero-gígnum á Mars en hann var fullur af vatni á árum áður. Vonast er til þess að sýnin geti svarað þeirri spurningu hvort líf hafi á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. „Þessi sýni gætu breytt skilningi okkar á Mars, alheimi okkar og okkur sjálfum,“ er haft eftir Nelson. Upprunalega var gerður samningur við Nortrop Gumman Systems um að þróa tæknina til að sækja sýnin og koma þeim til jarðarinnar. Þá var ætlunin að skjóta tveimur geimförum til Mars. Annað átti að fara á braut um plánetuna en hitt átti að bera lendingarfar sem lenda átti hjá Perseverance, taka sýnin og skjóta þeim með eldflaug til fyrra geimfarsins. Enn stendur til að notast við tvö geimför. Önnur leiðin sem verið er að skoða snýr að því að lenda fari á Mars með sömu leið og notast var við til að lenda Perseverance. Það er nokkurs konar pallur sem notar eldflaugar til að lenda á yfirborði plánetunnar. Ekki er ljóst hvernig hitt kerfið á að virka að svo stöddu en það yrði þróað af áðurnefndum einkafyrirtækjum. Tölvuuteikning af lendingu Perseverance á Mars.Vísir/NASA Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Bill Nelson, fráfarandi yfirmaður NASA, sagðist í gær hafa stöðvað upprunalegu áætlunina fyrir nokkrum mánuðum, þegar ljóst varð að kostnaðurinn myndi aukast svo mikið og að tafir yrðu á því svo ekki yrði hægt að koma sýnunum til jarðar fyrir árið 2040. Þess í stað er verið að skoða tvær mismunandi leiðir sem kosta eiga sex til tíu milljarða dala en önnur leiðin reiðir á einkafyrirtæki og samstarfsaðila NASA og ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, sem kemur einnig að verkefninu. Samkvæmt yfirlýsingu á vef NASA á að ákveða hvora leiðina skal fara á seinni hluta næsta árs. Haft er eftir Nelson að með því að skoða tvær leiðir í einu sé betur hægt að tryggja að af verkefninu verði og í senn spara peninga. Nelson lætur af störfum eftir nokkra daga en við honum tekur auðjöfurinn Jared Isaacman. Þrjátíu hylki sem þarf að sækja Um er að ræða sýni sem safnað hefur verið með vélmenninu Perseverance. Það hefur verið notað til að safna sýnum í títanumhylki við rannsóknir á undanförnum árum og er vonast til þess að koma þrjátíu slíkum aftur til jarðar. Sýnin hafa að mestu verið tekin í Jezero-gígnum á Mars en hann var fullur af vatni á árum áður. Vonast er til þess að sýnin geti svarað þeirri spurningu hvort líf hafi á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. „Þessi sýni gætu breytt skilningi okkar á Mars, alheimi okkar og okkur sjálfum,“ er haft eftir Nelson. Upprunalega var gerður samningur við Nortrop Gumman Systems um að þróa tæknina til að sækja sýnin og koma þeim til jarðarinnar. Þá var ætlunin að skjóta tveimur geimförum til Mars. Annað átti að fara á braut um plánetuna en hitt átti að bera lendingarfar sem lenda átti hjá Perseverance, taka sýnin og skjóta þeim með eldflaug til fyrra geimfarsins. Enn stendur til að notast við tvö geimför. Önnur leiðin sem verið er að skoða snýr að því að lenda fari á Mars með sömu leið og notast var við til að lenda Perseverance. Það er nokkurs konar pallur sem notar eldflaugar til að lenda á yfirborði plánetunnar. Ekki er ljóst hvernig hitt kerfið á að virka að svo stöddu en það yrði þróað af áðurnefndum einkafyrirtækjum. Tölvuuteikning af lendingu Perseverance á Mars.Vísir/NASA
Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira