Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 13:59 Þyrilvængjan Ingenuity á yfirborði Mars. Könnunarjeppinn Perseverance tók myndina 5. apríl 2021. NASA/JPL-Caltech/ASU Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að til standi að fara nýjar leiðir til að sækja jarðvegssýni til Mars. Vonast er til þess að þannig megi sækja sýnin fyrr og koma þeim til jarðar ódýrar en áður. Fyrirhugaður kostnaður við verkefnið hafði hækkað í ellefu milljarða dala. Bill Nelson, fráfarandi yfirmaður NASA, sagðist í gær hafa stöðvað upprunalegu áætlunina fyrir nokkrum mánuðum, þegar ljóst varð að kostnaðurinn myndi aukast svo mikið og að tafir yrðu á því svo ekki yrði hægt að koma sýnunum til jarðar fyrir árið 2040. Þess í stað er verið að skoða tvær mismunandi leiðir sem kosta eiga sex til tíu milljarða dala en önnur leiðin reiðir á einkafyrirtæki og samstarfsaðila NASA og ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, sem kemur einnig að verkefninu. Samkvæmt yfirlýsingu á vef NASA á að ákveða hvora leiðina skal fara á seinni hluta næsta árs. Haft er eftir Nelson að með því að skoða tvær leiðir í einu sé betur hægt að tryggja að af verkefninu verði og í senn spara peninga. Nelson lætur af störfum eftir nokkra daga en við honum tekur auðjöfurinn Jared Isaacman. Þrjátíu hylki sem þarf að sækja Um er að ræða sýni sem safnað hefur verið með vélmenninu Perseverance. Það hefur verið notað til að safna sýnum í títanumhylki við rannsóknir á undanförnum árum og er vonast til þess að koma þrjátíu slíkum aftur til jarðar. Sýnin hafa að mestu verið tekin í Jezero-gígnum á Mars en hann var fullur af vatni á árum áður. Vonast er til þess að sýnin geti svarað þeirri spurningu hvort líf hafi á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. „Þessi sýni gætu breytt skilningi okkar á Mars, alheimi okkar og okkur sjálfum,“ er haft eftir Nelson. Upprunalega var gerður samningur við Nortrop Gumman Systems um að þróa tæknina til að sækja sýnin og koma þeim til jarðarinnar. Þá var ætlunin að skjóta tveimur geimförum til Mars. Annað átti að fara á braut um plánetuna en hitt átti að bera lendingarfar sem lenda átti hjá Perseverance, taka sýnin og skjóta þeim með eldflaug til fyrra geimfarsins. Enn stendur til að notast við tvö geimför. Önnur leiðin sem verið er að skoða snýr að því að lenda fari á Mars með sömu leið og notast var við til að lenda Perseverance. Það er nokkurs konar pallur sem notar eldflaugar til að lenda á yfirborði plánetunnar. Ekki er ljóst hvernig hitt kerfið á að virka að svo stöddu en það yrði þróað af áðurnefndum einkafyrirtækjum. Tölvuuteikning af lendingu Perseverance á Mars.Vísir/NASA Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Bill Nelson, fráfarandi yfirmaður NASA, sagðist í gær hafa stöðvað upprunalegu áætlunina fyrir nokkrum mánuðum, þegar ljóst varð að kostnaðurinn myndi aukast svo mikið og að tafir yrðu á því svo ekki yrði hægt að koma sýnunum til jarðar fyrir árið 2040. Þess í stað er verið að skoða tvær mismunandi leiðir sem kosta eiga sex til tíu milljarða dala en önnur leiðin reiðir á einkafyrirtæki og samstarfsaðila NASA og ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, sem kemur einnig að verkefninu. Samkvæmt yfirlýsingu á vef NASA á að ákveða hvora leiðina skal fara á seinni hluta næsta árs. Haft er eftir Nelson að með því að skoða tvær leiðir í einu sé betur hægt að tryggja að af verkefninu verði og í senn spara peninga. Nelson lætur af störfum eftir nokkra daga en við honum tekur auðjöfurinn Jared Isaacman. Þrjátíu hylki sem þarf að sækja Um er að ræða sýni sem safnað hefur verið með vélmenninu Perseverance. Það hefur verið notað til að safna sýnum í títanumhylki við rannsóknir á undanförnum árum og er vonast til þess að koma þrjátíu slíkum aftur til jarðar. Sýnin hafa að mestu verið tekin í Jezero-gígnum á Mars en hann var fullur af vatni á árum áður. Vonast er til þess að sýnin geti svarað þeirri spurningu hvort líf hafi á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. „Þessi sýni gætu breytt skilningi okkar á Mars, alheimi okkar og okkur sjálfum,“ er haft eftir Nelson. Upprunalega var gerður samningur við Nortrop Gumman Systems um að þróa tæknina til að sækja sýnin og koma þeim til jarðarinnar. Þá var ætlunin að skjóta tveimur geimförum til Mars. Annað átti að fara á braut um plánetuna en hitt átti að bera lendingarfar sem lenda átti hjá Perseverance, taka sýnin og skjóta þeim með eldflaug til fyrra geimfarsins. Enn stendur til að notast við tvö geimför. Önnur leiðin sem verið er að skoða snýr að því að lenda fari á Mars með sömu leið og notast var við til að lenda Perseverance. Það er nokkurs konar pallur sem notar eldflaugar til að lenda á yfirborði plánetunnar. Ekki er ljóst hvernig hitt kerfið á að virka að svo stöddu en það yrði þróað af áðurnefndum einkafyrirtækjum. Tölvuuteikning af lendingu Perseverance á Mars.Vísir/NASA
Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent