Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Aron Guðmundsson skrifar 8. janúar 2025 08:32 Emilía segir það lúxusvandamál að hafa þurft að velja á milli þess að vera gjaldgeng í íslenska eða danska landsliðið í fótbolta. Ákvörðunin var henni erfið en á endanum valdi hún Ísland. Vísir/Einar Emilía Kiær Ásgeirsdóttur segir það hafa verið lúxusvandamál að þurfa að velja á milli íslenska og danska landsliðsins í fótbolta. Á endanum valdi hún Ísland og dreymir um að komast á stórmót með liðinu í sumar. Emilía samdi við þýska stórliðið RB Leipzig fyrir áramót. Fullkominn endapunktur á frábæru ári þar sem að hún tok meðal annars stóra ákvörðun, kaus að leika fyrir íslenska landsliðið, ekki það danska. „Ég held ég hafi farið í gegnum allt þegar að ég var að vega og meta hvað ég vildi gera. Í lokin snerist þetta þó bara um það hvað mig langaði mest til að gera. Báðir staðir eru góðir fyrir fótboltamann að fá landsleiki og það að fá landsleiki er í sjálfu sér bara stór heiður. Þetta var smá lúxusvandamál fyrir mig að hafa því það er æðislegur hluti af fótboltanum að geta verið í lands og spila fyrir þjóð sína. Bæði knattspyrnusamböndin vissu af því að ég vildi taka þessa ákvörðun núna eða væri hið minnsta að hugsa um það. Þá náttúrulega talar maður við báða aðila, heyrir í þeim en allt á góðu nótunum.“ Faðir Emilíu er íslenskur, móðir hennar dönsk og í Danmörku hefur hún að mestu hlotið fótboltalegt uppeldi og meðal annars spilað fyrir yngri landslið Danmerkur. Þau voru ekkert að setja pressu á þig með því að reyna toga þig í aðra hvora áttina? „Nei ekki þannig. Það væri fyndið ef það hefði verið þannig en nei ég á fjölskyldu sem styður mig ótrúlega mikið í því sem að ég geri og því sem að mig finnst skemmtilegt, sem er fótboltinn. Það var bara æðislegt að finna fyrir stuðningi þeirra beggja og traustinu að leyfa mig að taka þessa ákvörðun. Ég veit að þetta var mín ákvörðun og þetta var þægilegt ferli þrátt fyrir að það hafi einnig verið mjög erfitt.“ Emilía kom við sögu í nokkrum landsleikjum með A-landsliði Íslands á síðasta ári. Hér er hún í baráttunni gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna.Vísir/Getty En bæði danskan og íslenskan eru í hávegum hafðar á heimili fjölskyldunnar úti í Danmörku. „Þetta er klárlega öðruvísi en á hefðbundnum heimilum og ef maður myndi taka gesti heim til sín sem þekktu ekki aðstæðurnar hjá okkur þá yrðu þau smá rugluð því við skiptum á milli íslenskunnar og dönskunnar mjög náttúrulega í setningum. Þetta væri því ábyggilega smá skrítið og flókið fyrir aðra en fúnkerar fyrir okkur.“ Fyrstu landsleikir Emilíu fyrir Íslands hönd komu á síðasta ári og hún er þakklát leikmönnum liðsins fyrir að hafa tekið vel á móti sér. Fram undan er stórt ár hjá íslenska landsliðinu, hápunkturinn óneitanlega EM í sumar. Þar vill Emilía vera og telur skref sitt til Leipzig hjálpa. Emilía í treyju RB Leipzig.Mynd: RB Leipzig „Já væntanlega. Ég er að taka þetta skref því ég vil bæta mig sem leikmaður. Ef að ég get gert það þá eykur það líkurnar mínar á að komast á EM sem er stórt markmið. Það að fara á stórmót, og það yrði þá fyrsta stórmótið mitt, er klikkað að hugsa út í. En vonandi líka að með því að bæta mig sem leikmaður get ég líka hjálpað liðinu meira. Þá getum við sem lið náð lengra sem er markmið okkar allra. Það er þess vegna sem við mætum í landsliðið frá mismunandi stöðum.“ Möguleiki á að ná EM sæti sem væri draumur að rætast fyrir Emilíu. „Maður hefur alltaf verið í stofunni heima og horft á stórmótin. Alla leikina hjá bæði Danmörku og Íslandi sem og úrslitaleikina. Það er klikkað að hugsa út í að maður gæti sjálfur verið þar. Þetta er þó það sem maður hugsar út í.“ En með tenginguna við Ísland og Danmörku í huga. Með hvorri þjóðinni myndi Emilía halda ef þær myndu mætast á vellinum í hvaða íþrótt sem er? „Klárlega fylgir því blönduð tilfinning því maður hefur tengingu við bæði löndin. Maður þekkir leikmenn beggja landa. Ég fylgist með áfram með danska landsliðinu jafnvel og ég gerði áður en ég kaus að velja íslenska landsliðið. Ég spila fyrir íslenska landsliðið núna og ef ég er að horfa á leik vil ég náttúrulega að íslensku þjóðinni gangi sem best.“ Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Fótbolti Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Eftir að hafa slegið í gegn í Danmörku, orðið markadrottning og unnið titla, tekur íslenska landsliðskonan í fótbolta. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir nú næsta skref á sínum ferli. Hún hefur samið við þýska liðið RB Leipzig. Hún telur þetta rétta tímapunktinn á sínum ferli til að opna næsta kafla. 3. janúar 2025 09:03 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Sjá meira
Emilía samdi við þýska stórliðið RB Leipzig fyrir áramót. Fullkominn endapunktur á frábæru ári þar sem að hún tok meðal annars stóra ákvörðun, kaus að leika fyrir íslenska landsliðið, ekki það danska. „Ég held ég hafi farið í gegnum allt þegar að ég var að vega og meta hvað ég vildi gera. Í lokin snerist þetta þó bara um það hvað mig langaði mest til að gera. Báðir staðir eru góðir fyrir fótboltamann að fá landsleiki og það að fá landsleiki er í sjálfu sér bara stór heiður. Þetta var smá lúxusvandamál fyrir mig að hafa því það er æðislegur hluti af fótboltanum að geta verið í lands og spila fyrir þjóð sína. Bæði knattspyrnusamböndin vissu af því að ég vildi taka þessa ákvörðun núna eða væri hið minnsta að hugsa um það. Þá náttúrulega talar maður við báða aðila, heyrir í þeim en allt á góðu nótunum.“ Faðir Emilíu er íslenskur, móðir hennar dönsk og í Danmörku hefur hún að mestu hlotið fótboltalegt uppeldi og meðal annars spilað fyrir yngri landslið Danmerkur. Þau voru ekkert að setja pressu á þig með því að reyna toga þig í aðra hvora áttina? „Nei ekki þannig. Það væri fyndið ef það hefði verið þannig en nei ég á fjölskyldu sem styður mig ótrúlega mikið í því sem að ég geri og því sem að mig finnst skemmtilegt, sem er fótboltinn. Það var bara æðislegt að finna fyrir stuðningi þeirra beggja og traustinu að leyfa mig að taka þessa ákvörðun. Ég veit að þetta var mín ákvörðun og þetta var þægilegt ferli þrátt fyrir að það hafi einnig verið mjög erfitt.“ Emilía kom við sögu í nokkrum landsleikjum með A-landsliði Íslands á síðasta ári. Hér er hún í baráttunni gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna.Vísir/Getty En bæði danskan og íslenskan eru í hávegum hafðar á heimili fjölskyldunnar úti í Danmörku. „Þetta er klárlega öðruvísi en á hefðbundnum heimilum og ef maður myndi taka gesti heim til sín sem þekktu ekki aðstæðurnar hjá okkur þá yrðu þau smá rugluð því við skiptum á milli íslenskunnar og dönskunnar mjög náttúrulega í setningum. Þetta væri því ábyggilega smá skrítið og flókið fyrir aðra en fúnkerar fyrir okkur.“ Fyrstu landsleikir Emilíu fyrir Íslands hönd komu á síðasta ári og hún er þakklát leikmönnum liðsins fyrir að hafa tekið vel á móti sér. Fram undan er stórt ár hjá íslenska landsliðinu, hápunkturinn óneitanlega EM í sumar. Þar vill Emilía vera og telur skref sitt til Leipzig hjálpa. Emilía í treyju RB Leipzig.Mynd: RB Leipzig „Já væntanlega. Ég er að taka þetta skref því ég vil bæta mig sem leikmaður. Ef að ég get gert það þá eykur það líkurnar mínar á að komast á EM sem er stórt markmið. Það að fara á stórmót, og það yrði þá fyrsta stórmótið mitt, er klikkað að hugsa út í. En vonandi líka að með því að bæta mig sem leikmaður get ég líka hjálpað liðinu meira. Þá getum við sem lið náð lengra sem er markmið okkar allra. Það er þess vegna sem við mætum í landsliðið frá mismunandi stöðum.“ Möguleiki á að ná EM sæti sem væri draumur að rætast fyrir Emilíu. „Maður hefur alltaf verið í stofunni heima og horft á stórmótin. Alla leikina hjá bæði Danmörku og Íslandi sem og úrslitaleikina. Það er klikkað að hugsa út í að maður gæti sjálfur verið þar. Þetta er þó það sem maður hugsar út í.“ En með tenginguna við Ísland og Danmörku í huga. Með hvorri þjóðinni myndi Emilía halda ef þær myndu mætast á vellinum í hvaða íþrótt sem er? „Klárlega fylgir því blönduð tilfinning því maður hefur tengingu við bæði löndin. Maður þekkir leikmenn beggja landa. Ég fylgist með áfram með danska landsliðinu jafnvel og ég gerði áður en ég kaus að velja íslenska landsliðið. Ég spila fyrir íslenska landsliðið núna og ef ég er að horfa á leik vil ég náttúrulega að íslensku þjóðinni gangi sem best.“
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Fótbolti Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Eftir að hafa slegið í gegn í Danmörku, orðið markadrottning og unnið titla, tekur íslenska landsliðskonan í fótbolta. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir nú næsta skref á sínum ferli. Hún hefur samið við þýska liðið RB Leipzig. Hún telur þetta rétta tímapunktinn á sínum ferli til að opna næsta kafla. 3. janúar 2025 09:03 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Sjá meira
„Það er betra að sakna á þennan hátt“ Eftir að hafa slegið í gegn í Danmörku, orðið markadrottning og unnið titla, tekur íslenska landsliðskonan í fótbolta. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir nú næsta skref á sínum ferli. Hún hefur samið við þýska liðið RB Leipzig. Hún telur þetta rétta tímapunktinn á sínum ferli til að opna næsta kafla. 3. janúar 2025 09:03