Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynning barst upp úr hádegi á gamlársdag um að bíll hafi farið í sjóinn. Kafarar slökkviliðsins sóttu mann úr bílnum og var hann fluttur á sjúkrahús.
Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu telja sig hafa nokkuð skýra mynd af því sem gerðist.
Verið sé að rannsaka aðdraganda þess að bíllinn hafnaði í sjónum.