Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2025 07:48 Edmundo González, forsetaframbjóðandi venesúelsku stjórnarandstöðunnar, þegar hann hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins sem eru veitt baráttufólki fyrir mannréttindum og hugsunarfrelsi í desember. Vísir/EPA Ríkisstjórn Venesúela býður hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar á annan tug milljóna króna í verðlaun. Frambjóðandinn hefur heitið því að snúa aftur úr útlegð fyrir embættistöku Nicolás Maduro forseta. Edmundo González hlaut pólitískt hæli á Spáni eftir að hann flúði heimalandið í kjölfar umdeildra forsetakosninga síðasta sumar. Stjórnarandstaðan sakaði Maduro um að hafa rangt við og lagði fram gögn sem véfengdu opinber kosningaúrslit. Alþjóðlegir eftirlitsmenn gagnrýndu framkvæmd kosninganna og skort á gegnsæi í talningu atkvæða. Stjórn Maduro brást við með því að reyna að handtaka González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. González sá sér þann kost vænstan að flýja land í september eftir að hann var ákærður fyrir samsæri og skjalafals. González boðaði að hann ætlaði að snúa aftur til Venesúela fyrir embættistöku Maduro sem fer fram næsta föstudag. Venesúelönsk stjórnvöld bjóða nú 100.000 dollara verðlaunafé til höfuðs honum, jafnvirði rúmra fjórtán milljóna íslenskra króna, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna skipaði stjórnvöldum í Caracas að eyða engum kjörgögnum frá forsetakosningunum í síðasta mánuði. Stjórnarandstaðan í Venesúela segir að González hafi verið raunverulegur sigurvegari kosninganna. Hún lagði fram gögn um 80 prósent talningarskráa úr kosningunum sem hún sagði sýna þetta svart á hvítu. Venesúela Mannréttindi Tengdar fréttir Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. 23. september 2024 09:01 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Sjá meira
Edmundo González hlaut pólitískt hæli á Spáni eftir að hann flúði heimalandið í kjölfar umdeildra forsetakosninga síðasta sumar. Stjórnarandstaðan sakaði Maduro um að hafa rangt við og lagði fram gögn sem véfengdu opinber kosningaúrslit. Alþjóðlegir eftirlitsmenn gagnrýndu framkvæmd kosninganna og skort á gegnsæi í talningu atkvæða. Stjórn Maduro brást við með því að reyna að handtaka González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. González sá sér þann kost vænstan að flýja land í september eftir að hann var ákærður fyrir samsæri og skjalafals. González boðaði að hann ætlaði að snúa aftur til Venesúela fyrir embættistöku Maduro sem fer fram næsta föstudag. Venesúelönsk stjórnvöld bjóða nú 100.000 dollara verðlaunafé til höfuðs honum, jafnvirði rúmra fjórtán milljóna íslenskra króna, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna skipaði stjórnvöldum í Caracas að eyða engum kjörgögnum frá forsetakosningunum í síðasta mánuði. Stjórnarandstaðan í Venesúela segir að González hafi verið raunverulegur sigurvegari kosninganna. Hún lagði fram gögn um 80 prósent talningarskráa úr kosningunum sem hún sagði sýna þetta svart á hvítu.
Venesúela Mannréttindi Tengdar fréttir Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. 23. september 2024 09:01 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Sjá meira
Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. 23. september 2024 09:01
Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49
SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29