„Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. desember 2024 11:32 Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, fór fimmtán leiki í röð í öllum keppnum án taps en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. Michael Regan/Getty Images Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, þurfti að sætta sig við annað deildartapið í röð í gærkvöldi. Hann var svekktur með færanýtingu sinna manna en segir liðið í góðri stöðu eftir fyrri helming tímabilsins, þó einbeitingin sé ekki á titilbaráttu. Frekar aumt brot Ipswich komst yfir eftir tíu mínútna leik þegar Filip Jörgensen, sem fékk tækifæri í marki Chelsea, braut á Liam Delap innan teigs. Delap tók spyrnuna sjálfur og skoraði þó að Jörgensen færi í rétt horn. Maresca sagði brotið hafa verið frekar „aumt“ (e. soft), en hann þyrfti að sætta sig við niðurstöðu dómarans. Aðallega hafi hans menn hafi átti að gera betur í leiknum. „Þetta var furðulegur leikur, við sköpuðum fullt af færum og hefðum getað skorað en þeir björguðu á línu eða með frábærum markvörslum. Við hefðum getað gert margt betur, og varist betur á ákveðnum augnablikum,“ sagði Maresca í viðtali við BBC eftir leik. Fjórar breytingar í gær og fjórða sæti eftir fyrri hluta móts Chelsea býr yfir gríðarstórum leikmannahópi sem hefur farið fram úr væntingum margra það sem af er tímabili, en hefur nú aðeins tekið eitt stig úr síðustu þremur deildarleikjum. „Við gerðum fjórar breytingar frá síðasta leik því þeir leikmenn áttu allir skilið að spila. Nú höfum við klárað fyrri helming tímabilsins, það bjóst enginn við því að við yrðum á þessum stað. Við erum í góðri stöðu en getum gert margt betur. Þetta er langhlaup.“ Liðið situr nú í fjórða sæti deildarinnar þegar mótið er hálfnað, tíu stigum á eftir toppliði Liverpool. Næsti leikur Chelsea verður á nýju ári, 4. janúar gegn Crystal Palace. „Við einbeitum okkur bara að einum leik í einu. Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu eða einhverju svoleiðis,“ sagði Maresca að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sjá meira
Frekar aumt brot Ipswich komst yfir eftir tíu mínútna leik þegar Filip Jörgensen, sem fékk tækifæri í marki Chelsea, braut á Liam Delap innan teigs. Delap tók spyrnuna sjálfur og skoraði þó að Jörgensen færi í rétt horn. Maresca sagði brotið hafa verið frekar „aumt“ (e. soft), en hann þyrfti að sætta sig við niðurstöðu dómarans. Aðallega hafi hans menn hafi átti að gera betur í leiknum. „Þetta var furðulegur leikur, við sköpuðum fullt af færum og hefðum getað skorað en þeir björguðu á línu eða með frábærum markvörslum. Við hefðum getað gert margt betur, og varist betur á ákveðnum augnablikum,“ sagði Maresca í viðtali við BBC eftir leik. Fjórar breytingar í gær og fjórða sæti eftir fyrri hluta móts Chelsea býr yfir gríðarstórum leikmannahópi sem hefur farið fram úr væntingum margra það sem af er tímabili, en hefur nú aðeins tekið eitt stig úr síðustu þremur deildarleikjum. „Við gerðum fjórar breytingar frá síðasta leik því þeir leikmenn áttu allir skilið að spila. Nú höfum við klárað fyrri helming tímabilsins, það bjóst enginn við því að við yrðum á þessum stað. Við erum í góðri stöðu en getum gert margt betur. Þetta er langhlaup.“ Liðið situr nú í fjórða sæti deildarinnar þegar mótið er hálfnað, tíu stigum á eftir toppliði Liverpool. Næsti leikur Chelsea verður á nýju ári, 4. janúar gegn Crystal Palace. „Við einbeitum okkur bara að einum leik í einu. Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu eða einhverju svoleiðis,“ sagði Maresca að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sjá meira