Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Lovísa Arnardóttir skrifar 30. desember 2024 06:56 Vélinni var nauðlent og eftir það klessti hún svo á vegg við enda flugvallarins. Vísir/EPA Starfandi forseti Suður-Kóreu, Choi Sang-mok, hefur fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis. 179 létust í flugslysi í Suður-Kóreu í gær þegar lendingarbúnaður vélarinnar bilaði. Alls voru 181 um borð í vélinni. Tveimur flugþjónum var bjargað úr brakinu en þau fundust nærri stéli vélarinnar. Flugslysið er mannskæðasta innanlandsflugslys í sögu landsins. Í frétt Guardian segir að stjórnvöld hafi einnig ákveðið að allar Boeing 737-800s vélar landsins yrðu skoðaðar. Alls eru samkvæmt frétt Guardian 101 slík vél í notkun í landinu í innanlandsflugi. Fram kemur í fréttinni að til greina komi að bandarískir rannsakendur komi að rannsókninni, sem og fulltrúar frá Boeing. Tveir flugþjónar lifðu slysið af.Vísir/EPA Sjö daga þjóðarsorg er í Suður-Kóreu vegna slyssins. Áætlað er að Choi fljúgi til Muan, þar sem vélin fórst, í dag til að vera viðstaddur minningarstund. Búið er að bera kennsla á 141 af þeim 179 sem létust í slysinu með erfðaefni eða fingraförum. Fjölskyldur fórnarlamba hafa komið sér fyrir á flugvellinum. Svartir kassar fundnir Rannsakendur frá bæði Suður-Kóreu og Bandaríkjunum reyna nú að komast að því hvað varð til þess að vélin fórst. Í fyrst var talið að hún hefði flogið inn í stóran fuglahóp en enn er mörgum spurningum ósvarað. Báðir svartir kassar vélarinnar hafa fundist og eru hluti af rannsókninni. Önnur vél flugfélagsins, Jeju Airlines, lenti í vanda með lendingarbúnað og þurfti að snúa aftur til Seúl stuttu eftir flugtak. Talsmaður flugfélagsins sagði þau meðvituð um atvikið og að það væri í skoðun. Í frétt Guardian segir að sérfræðingar sem hafi skoðað myndbönd slysinu, þar sem má sjá vélin nauðlenda, og lenda svo á vegg, hafa einnig spurt um hönnun flugvallarins og gagnrýnt að veggur hafi verið byggður við enda vallarins. Myndbandið má sjá hér. Fjöldi minnist þeirra 179 sem létust í slysinu.Vísir/EPA Votta samúð Leiðtogar viða um heim hafa vottað samúð sína vegna slyssins. Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði Bandaríkin veita alla þá aðstoð sem þau gætu þurft og forseti Kína, Xi Jinping, og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, vottuðu samúð sína. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands sagði á samfélagsmiðlinum X að hugur hennar væri hjá fórnarlömbum slyssins. „Það hryggir mig að heyra af mannskæða flugslysinu í Suður-Kóreu. Hugur minn er hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra,“ sagði Þorgerður Katrín. Suður-Kórea Fréttir af flugi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Í frétt Guardian segir að stjórnvöld hafi einnig ákveðið að allar Boeing 737-800s vélar landsins yrðu skoðaðar. Alls eru samkvæmt frétt Guardian 101 slík vél í notkun í landinu í innanlandsflugi. Fram kemur í fréttinni að til greina komi að bandarískir rannsakendur komi að rannsókninni, sem og fulltrúar frá Boeing. Tveir flugþjónar lifðu slysið af.Vísir/EPA Sjö daga þjóðarsorg er í Suður-Kóreu vegna slyssins. Áætlað er að Choi fljúgi til Muan, þar sem vélin fórst, í dag til að vera viðstaddur minningarstund. Búið er að bera kennsla á 141 af þeim 179 sem létust í slysinu með erfðaefni eða fingraförum. Fjölskyldur fórnarlamba hafa komið sér fyrir á flugvellinum. Svartir kassar fundnir Rannsakendur frá bæði Suður-Kóreu og Bandaríkjunum reyna nú að komast að því hvað varð til þess að vélin fórst. Í fyrst var talið að hún hefði flogið inn í stóran fuglahóp en enn er mörgum spurningum ósvarað. Báðir svartir kassar vélarinnar hafa fundist og eru hluti af rannsókninni. Önnur vél flugfélagsins, Jeju Airlines, lenti í vanda með lendingarbúnað og þurfti að snúa aftur til Seúl stuttu eftir flugtak. Talsmaður flugfélagsins sagði þau meðvituð um atvikið og að það væri í skoðun. Í frétt Guardian segir að sérfræðingar sem hafi skoðað myndbönd slysinu, þar sem má sjá vélin nauðlenda, og lenda svo á vegg, hafa einnig spurt um hönnun flugvallarins og gagnrýnt að veggur hafi verið byggður við enda vallarins. Myndbandið má sjá hér. Fjöldi minnist þeirra 179 sem létust í slysinu.Vísir/EPA Votta samúð Leiðtogar viða um heim hafa vottað samúð sína vegna slyssins. Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði Bandaríkin veita alla þá aðstoð sem þau gætu þurft og forseti Kína, Xi Jinping, og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, vottuðu samúð sína. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands sagði á samfélagsmiðlinum X að hugur hennar væri hjá fórnarlömbum slyssins. „Það hryggir mig að heyra af mannskæða flugslysinu í Suður-Kóreu. Hugur minn er hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra,“ sagði Þorgerður Katrín.
Suður-Kórea Fréttir af flugi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira