Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2024 22:17 Donald Trump hefur blásið í glæður ýmissa mála sem hann hélt uppi í forsetatíð sinni, sum eru sérkennilegri en önnur, eins og hugmynd hans um að „kaupa“ Grænland. AP/Evan Vucc Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. Fyrir rétt rúmri viku gantaðist Trump með það á samfélagsmiðli sínum Truth Social að gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna. Það væri hávær krafa um það innan úr landinu norðan við Bandaríkin. Þó að um augljóst grín hafi verið að ræða hafa engir fyrirvarar verið settir á hugmyndir hans um til að mynda Panama-skurðinn. Trump ræddi það á ráðstefnu í Arizona-ríki um síðustu helgi að Panama væri að rukka bandarísk skip „fáranleg, mjög ósanngjörn gjöld“ fyrir afnot af Panama-skurðinum. Bandaríkjamenn veittu Panamamönnum full yfirráð yfir skurðinum árið 1970 eftir að hafa tekið að sér byggingu skurðarins á fyrri hluta 20. aldar. Trump sagði hins vegar ljóst að ef „féflettingin“ hætti ekki þá myndi hann krefjast þess að skurðinum yrði aftur skilað til Bandaríkjanna, án þess að ræða útfærsluna á því neitt nánar. Hann bætti því við að hann vildi ekki að Panama-skurðurinn „félli í rangar hendur“ og þá sérstaklega ekki í hendur Kínverja, sem hafa sinna hagsmuna að gæta hvað skurðinn varðar. Kína er annar stærsti notandi skurðarins á eftir Bandaríkjamönnum, samkvæmt opinberum gögnum. José Raúl Mulino forseti Panama hefur tekið af öll tvímæli um að skurðurinn Panama tilheyrði hans ríki og muni gera það áfram. Danir auka útgjöld til varnarmála Auk þessa hefur Trump um árabil lýst yfir áhuga sínum á að „kaupa Grænland“, nokkuð sem yfirvöld í Grænlandi, og Danmörku, hafa lýst yfir að sé ekki möguleiki. Þessar hugmyndir viðraði Trump í forsetatíð sinni, en jafnframt nýlega á samfélagsmiðlum. Elsti sonur Trump, Eric Trump, birti einnig mynd sem sýnir Trump bæta Grænlandi, Panama-skurðinum og Kanada í vörukörfu á Amazon. We are so back!!! pic.twitter.com/PvybVULeAz— Eric Trump (@EricTrump) December 24, 2024 Trump er talinn vilja styrkja stöðu Bandaríkjanna á Norðurslóðum og í því skyni ná yfirráðum á Grænlandi. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur í síðustu viku. Hvort sem það var tilviljun eða ekki, þá tilkynntu Danir um stóraukin útgjöld til varnarmála í Grænlandi, daginn eftir tilkynninguna. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins hefur sömuleiðis sagt að Bandaríkjaher geti ekki verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. Grænland Bandaríkin Panama Kanada Donald Trump Tengdar fréttir Segir Grænland ekki falt Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. 23. desember 2024 15:01 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Fyrir rétt rúmri viku gantaðist Trump með það á samfélagsmiðli sínum Truth Social að gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna. Það væri hávær krafa um það innan úr landinu norðan við Bandaríkin. Þó að um augljóst grín hafi verið að ræða hafa engir fyrirvarar verið settir á hugmyndir hans um til að mynda Panama-skurðinn. Trump ræddi það á ráðstefnu í Arizona-ríki um síðustu helgi að Panama væri að rukka bandarísk skip „fáranleg, mjög ósanngjörn gjöld“ fyrir afnot af Panama-skurðinum. Bandaríkjamenn veittu Panamamönnum full yfirráð yfir skurðinum árið 1970 eftir að hafa tekið að sér byggingu skurðarins á fyrri hluta 20. aldar. Trump sagði hins vegar ljóst að ef „féflettingin“ hætti ekki þá myndi hann krefjast þess að skurðinum yrði aftur skilað til Bandaríkjanna, án þess að ræða útfærsluna á því neitt nánar. Hann bætti því við að hann vildi ekki að Panama-skurðurinn „félli í rangar hendur“ og þá sérstaklega ekki í hendur Kínverja, sem hafa sinna hagsmuna að gæta hvað skurðinn varðar. Kína er annar stærsti notandi skurðarins á eftir Bandaríkjamönnum, samkvæmt opinberum gögnum. José Raúl Mulino forseti Panama hefur tekið af öll tvímæli um að skurðurinn Panama tilheyrði hans ríki og muni gera það áfram. Danir auka útgjöld til varnarmála Auk þessa hefur Trump um árabil lýst yfir áhuga sínum á að „kaupa Grænland“, nokkuð sem yfirvöld í Grænlandi, og Danmörku, hafa lýst yfir að sé ekki möguleiki. Þessar hugmyndir viðraði Trump í forsetatíð sinni, en jafnframt nýlega á samfélagsmiðlum. Elsti sonur Trump, Eric Trump, birti einnig mynd sem sýnir Trump bæta Grænlandi, Panama-skurðinum og Kanada í vörukörfu á Amazon. We are so back!!! pic.twitter.com/PvybVULeAz— Eric Trump (@EricTrump) December 24, 2024 Trump er talinn vilja styrkja stöðu Bandaríkjanna á Norðurslóðum og í því skyni ná yfirráðum á Grænlandi. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur í síðustu viku. Hvort sem það var tilviljun eða ekki, þá tilkynntu Danir um stóraukin útgjöld til varnarmála í Grænlandi, daginn eftir tilkynninguna. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins hefur sömuleiðis sagt að Bandaríkjaher geti ekki verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði.
Grænland Bandaríkin Panama Kanada Donald Trump Tengdar fréttir Segir Grænland ekki falt Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. 23. desember 2024 15:01 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Segir Grænland ekki falt Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. 23. desember 2024 15:01