Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. desember 2024 13:06 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það mjög bagalegt að ríkissaksóknari og vararíkissaksóknari geti ekki unnið saman. Vísir Nýr dómsmálaráðherra segir ljóst að sú staða sem uppi er hjá embætti ríkissaksóknara vegna Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara geti ekki staðið í langan tíma. Ráðherra segist átta sig á að það sé á ábyrgð hans að liðka þarna til. Þetta sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að loknum fyrsta fundi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttir í hádeginu í dag. Hún segir að fyrsta skrefið á degi tvö í embætti hafi verið að eiga stuttan fund í ráðuneytinu þar sem hún hafi óskað eftir fyrirliggjandi gögnum málsins. Hún segist ætla að taka sig tíma í að skoða þau. „Ég þekki þetta mál upp að því marki sem það hefur verið rekið í fjölmiðlum. Þannig að ég þarf að setjast yfir gögnin. Það er auðvitað ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu. Það blasir við af umfjöllun fjölmiðla hvað þarna er að gerast. Ég átta mig á því að ábyrgð mín í þessu máli er að liðka til þarna,“ segir Þorbjörg. Fær engin verkefni Líkt og greint hefur verið frá þá sneri Helgi Magnús aftur til starfa hjá embætti ríkissaksóknara á föstudag en hann hafði verið í veikindaleyfi að undanförnu. Honum var hins vegar ekki úthlutað neinum verkefnum og sagðist Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skilaboðum til hans fyrir viku að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Aðspurð um hvort að þetta sé hnútur sem enginn annar en ráðherra geti höggvið segist Þorbjörg að hún ætli ekki að svara neinum spurningum um það akkúrat í dag. „Ég ætla að skoða hvernig í þessu liggur. En ég vil ekki draga það. Ef til þess kemur að ég þurfi að taka einhverja ákvörðun þá vil ég að það gerist fyrr en seinna.“ Bagaleg staða Ráðherra segir það mjög bagalegt að ríkissaksóknari og vararíkissaksóknari geti ekki unnið saman. „Samfélagslegu hagsmunirnir, almannahagsmunirnir í þessu máli eru auðvitað að ákæruvaldið í landinu sé starfshæft, að ákæruvaldið í landinu varðveiti trúverðugleika sinn og njóti trausts almennings. Svona mál hjálpa auðvitað ekki til í þeim efnum. En í dag er Þorláksmessa og það er að renna í garð hátíð ljóss og friðar þannig að ég vona að það sé eitthvað sem menn meðtaka líka hjá embætti ríkissaksóknara, leyfi jólahátíðinni að líða og svo skoðum við málið í framhaldinu,“ segir Þorbjörg. Almennt séð – og þú hefur nú unnið hjá þessu embætti – er ekki æskilegt að þeir sem starfa hjá saksóknaraembættinu gæti orða sinna í samfélaginu um tiltekin mál, upp á að gæta hlutleysis kerfisins? „Sannarlega. Og það er meginregla hjá ákæruvaldinu að gæta þess einmitt að með málflutiningi sínum séu saksóknarar að gæta að hlutleysi sínu, gæta hlutlægni. Það kemur líka ágætlega skýrt fram í áliti fyrrverandi dómsmálaráðherra. En eins og ég segi þá ætla ég að fá að skoða betur hvað er að gerast akkúrat núna, forsöguna. En þessi meginregla er algerlega óumdeild.“ Þessi staða sem uppi er, getur hún haldið áfram í langan tíma að þínu mati? „Nei, hún getur það auðvitað ekki. Eins og ég segi, verkefni fyrir dómsmálaráðherra á hverjum tíma, og áhyggjuefni dómsmálaráðherra á hverjum tíma, er ef upp er komin einhver sú staða að sem gerir það að verkum að það eru hnökrar í í jafn mikilvægri starfsemi og ákæruvaldið er. Þannig að þetta er ekki góð staða og hana þarf að leysa. Ég ætla ekki og get ekki veitt nein svör akkúrat í dag um hver sú lausn er en svona getur ástandið auðvitað ekki verið.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari furðar sig á ákvörðun Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að lýsa hann vanhæfan þrátt fyrir að ráðherra hafi í haust ekki orðið við beiðni hennar um að leysa hann frá störfum. Helgi Magnús segir þetta farið að líkjast einelti frekar en löglegri stjórnsýslu. Hann ætli að skoða sína möguleika en muni ekki taka ákvörðun um framhaldið fyrr en eftir áramót. 23. desember 2024 06:37 Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Helgi Magnús Gunnarsson uppfyllir að sögn ríkissaksóknara ekki lengur almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu ríkissaksóknara í dag. Helgi er sagður óhæfur til að gegna embættinu með vísan til laga um hæfisskilyrði hæstaréttardómara þar sem kveðið er á um að viðkomandi megi ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem geti rýrt það traust sem dómarar verði almennt að njóta. 22. desember 2024 17:36 „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sneri aftur til starfa á föstudag í fyrsta skipti frá í júní, en fékk engin verkefni til að sinna og hefur ekki aðgang að tölvukerfi embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sendi honum skilaboð fyrir viku þar sem fram kom að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Helgi fær ekki séð að ríkissaksóknari hafi lagalega forsendu fyrir þessari ákvörðun. 22. desember 2024 16:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira
Þetta sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að loknum fyrsta fundi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttir í hádeginu í dag. Hún segir að fyrsta skrefið á degi tvö í embætti hafi verið að eiga stuttan fund í ráðuneytinu þar sem hún hafi óskað eftir fyrirliggjandi gögnum málsins. Hún segist ætla að taka sig tíma í að skoða þau. „Ég þekki þetta mál upp að því marki sem það hefur verið rekið í fjölmiðlum. Þannig að ég þarf að setjast yfir gögnin. Það er auðvitað ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu. Það blasir við af umfjöllun fjölmiðla hvað þarna er að gerast. Ég átta mig á því að ábyrgð mín í þessu máli er að liðka til þarna,“ segir Þorbjörg. Fær engin verkefni Líkt og greint hefur verið frá þá sneri Helgi Magnús aftur til starfa hjá embætti ríkissaksóknara á föstudag en hann hafði verið í veikindaleyfi að undanförnu. Honum var hins vegar ekki úthlutað neinum verkefnum og sagðist Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skilaboðum til hans fyrir viku að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Aðspurð um hvort að þetta sé hnútur sem enginn annar en ráðherra geti höggvið segist Þorbjörg að hún ætli ekki að svara neinum spurningum um það akkúrat í dag. „Ég ætla að skoða hvernig í þessu liggur. En ég vil ekki draga það. Ef til þess kemur að ég þurfi að taka einhverja ákvörðun þá vil ég að það gerist fyrr en seinna.“ Bagaleg staða Ráðherra segir það mjög bagalegt að ríkissaksóknari og vararíkissaksóknari geti ekki unnið saman. „Samfélagslegu hagsmunirnir, almannahagsmunirnir í þessu máli eru auðvitað að ákæruvaldið í landinu sé starfshæft, að ákæruvaldið í landinu varðveiti trúverðugleika sinn og njóti trausts almennings. Svona mál hjálpa auðvitað ekki til í þeim efnum. En í dag er Þorláksmessa og það er að renna í garð hátíð ljóss og friðar þannig að ég vona að það sé eitthvað sem menn meðtaka líka hjá embætti ríkissaksóknara, leyfi jólahátíðinni að líða og svo skoðum við málið í framhaldinu,“ segir Þorbjörg. Almennt séð – og þú hefur nú unnið hjá þessu embætti – er ekki æskilegt að þeir sem starfa hjá saksóknaraembættinu gæti orða sinna í samfélaginu um tiltekin mál, upp á að gæta hlutleysis kerfisins? „Sannarlega. Og það er meginregla hjá ákæruvaldinu að gæta þess einmitt að með málflutiningi sínum séu saksóknarar að gæta að hlutleysi sínu, gæta hlutlægni. Það kemur líka ágætlega skýrt fram í áliti fyrrverandi dómsmálaráðherra. En eins og ég segi þá ætla ég að fá að skoða betur hvað er að gerast akkúrat núna, forsöguna. En þessi meginregla er algerlega óumdeild.“ Þessi staða sem uppi er, getur hún haldið áfram í langan tíma að þínu mati? „Nei, hún getur það auðvitað ekki. Eins og ég segi, verkefni fyrir dómsmálaráðherra á hverjum tíma, og áhyggjuefni dómsmálaráðherra á hverjum tíma, er ef upp er komin einhver sú staða að sem gerir það að verkum að það eru hnökrar í í jafn mikilvægri starfsemi og ákæruvaldið er. Þannig að þetta er ekki góð staða og hana þarf að leysa. Ég ætla ekki og get ekki veitt nein svör akkúrat í dag um hver sú lausn er en svona getur ástandið auðvitað ekki verið.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari furðar sig á ákvörðun Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að lýsa hann vanhæfan þrátt fyrir að ráðherra hafi í haust ekki orðið við beiðni hennar um að leysa hann frá störfum. Helgi Magnús segir þetta farið að líkjast einelti frekar en löglegri stjórnsýslu. Hann ætli að skoða sína möguleika en muni ekki taka ákvörðun um framhaldið fyrr en eftir áramót. 23. desember 2024 06:37 Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Helgi Magnús Gunnarsson uppfyllir að sögn ríkissaksóknara ekki lengur almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu ríkissaksóknara í dag. Helgi er sagður óhæfur til að gegna embættinu með vísan til laga um hæfisskilyrði hæstaréttardómara þar sem kveðið er á um að viðkomandi megi ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem geti rýrt það traust sem dómarar verði almennt að njóta. 22. desember 2024 17:36 „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sneri aftur til starfa á föstudag í fyrsta skipti frá í júní, en fékk engin verkefni til að sinna og hefur ekki aðgang að tölvukerfi embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sendi honum skilaboð fyrir viku þar sem fram kom að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Helgi fær ekki séð að ríkissaksóknari hafi lagalega forsendu fyrir þessari ákvörðun. 22. desember 2024 16:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira
„Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari furðar sig á ákvörðun Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að lýsa hann vanhæfan þrátt fyrir að ráðherra hafi í haust ekki orðið við beiðni hennar um að leysa hann frá störfum. Helgi Magnús segir þetta farið að líkjast einelti frekar en löglegri stjórnsýslu. Hann ætli að skoða sína möguleika en muni ekki taka ákvörðun um framhaldið fyrr en eftir áramót. 23. desember 2024 06:37
Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Helgi Magnús Gunnarsson uppfyllir að sögn ríkissaksóknara ekki lengur almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu ríkissaksóknara í dag. Helgi er sagður óhæfur til að gegna embættinu með vísan til laga um hæfisskilyrði hæstaréttardómara þar sem kveðið er á um að viðkomandi megi ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem geti rýrt það traust sem dómarar verði almennt að njóta. 22. desember 2024 17:36
„Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sneri aftur til starfa á föstudag í fyrsta skipti frá í júní, en fékk engin verkefni til að sinna og hefur ekki aðgang að tölvukerfi embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sendi honum skilaboð fyrir viku þar sem fram kom að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Helgi fær ekki séð að ríkissaksóknari hafi lagalega forsendu fyrir þessari ákvörðun. 22. desember 2024 16:00