Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 08:00 Rayan Ait-Nouri var heitt í hamsi eftir leik. Vísir/Getty Spilaborgin hjá liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni virðist vera að falla með látum. Liðið tapaði gegn Ipswich í gær en það var fjórði tapleikur liðsins í röð. Eftir leik gerðu leikmenn liðsins sig síðan seka um slæma hegðun. Það hefur hvorki gengið né rekið hjá liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni síðustu vikurnar. Liðið tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið beið lægri hlut gegn Ipswich í gær en sigurmark Ipswich kom í uppbótartíma. Knattspyrnustjórinn Gary O´Neil þykir sitja í afar heitu sæti og í augum margra sérfræðinga er það aðeins tímaspursmál hvenær honum verður sagt upp störfum. Það gætu hins vegar fleiri en O´Neil verið í vandræðum. Eftir tapið gegn Ipswich í gær virtist allt fara í upplauns hjá leikmönnum Úlfanna. Varnarmaðurinn Rayan Ait-Nouri virtist eiga eitthvað vantalað við liðsfélaga sinn og þurfti reynsluboltinn Craig Dawson að halda Ait-Nouri og hreinlega bera hann út af vellinum. Proper head-loss from Ait Nouri filmed by @NathanJudah. pic.twitter.com/UhIUShzDrr https://t.co/MmL6BuuKJm— HLTCO (@HLTCO) December 14, 2024 Þá lenti framherjinn Matheus Cunha í orðaskiptum við starfslið Ipswich og sást til hans ýta í andlit öryggisvarðar á vegum Ipswich sem missti gleraugun í látunum. Knattspyrnustjórinn Gary O´Neil var ekki ánægður með hegðun sinna manna. „Ég veit að það er pressa á þeim í augnablikinu en að gera hlutina erfiðari fyrir okkur sjálfa er óásættanlegt. Við munum vinna með Rayan innan okkar herbúða. Hann veit án þess að ræða við mig hvað mér finnst um þetta.“ Cunha setur höndina í andlit starfsmanns Ipswich.Vísir/Getty Starfsmaður Ipswich sést hér án gleraugna eftir að Cunha ýtti í andlit hans.Vísir/Getty Craig Dawson mátti hafa sig allan við að róa Rayan Ait-Nouri niður og bar hann á endanum af velli.Vísir/Getty Wolves situr í 19. sæti ensku deildarinnar og er fjórum stigum á undan botnliði og sömuleiðis fjórum stigum frá öruggu sæti. Liðið mætir Leicester um næstu helgi í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni. Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni síðustu vikurnar. Liðið tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið beið lægri hlut gegn Ipswich í gær en sigurmark Ipswich kom í uppbótartíma. Knattspyrnustjórinn Gary O´Neil þykir sitja í afar heitu sæti og í augum margra sérfræðinga er það aðeins tímaspursmál hvenær honum verður sagt upp störfum. Það gætu hins vegar fleiri en O´Neil verið í vandræðum. Eftir tapið gegn Ipswich í gær virtist allt fara í upplauns hjá leikmönnum Úlfanna. Varnarmaðurinn Rayan Ait-Nouri virtist eiga eitthvað vantalað við liðsfélaga sinn og þurfti reynsluboltinn Craig Dawson að halda Ait-Nouri og hreinlega bera hann út af vellinum. Proper head-loss from Ait Nouri filmed by @NathanJudah. pic.twitter.com/UhIUShzDrr https://t.co/MmL6BuuKJm— HLTCO (@HLTCO) December 14, 2024 Þá lenti framherjinn Matheus Cunha í orðaskiptum við starfslið Ipswich og sást til hans ýta í andlit öryggisvarðar á vegum Ipswich sem missti gleraugun í látunum. Knattspyrnustjórinn Gary O´Neil var ekki ánægður með hegðun sinna manna. „Ég veit að það er pressa á þeim í augnablikinu en að gera hlutina erfiðari fyrir okkur sjálfa er óásættanlegt. Við munum vinna með Rayan innan okkar herbúða. Hann veit án þess að ræða við mig hvað mér finnst um þetta.“ Cunha setur höndina í andlit starfsmanns Ipswich.Vísir/Getty Starfsmaður Ipswich sést hér án gleraugna eftir að Cunha ýtti í andlit hans.Vísir/Getty Craig Dawson mátti hafa sig allan við að róa Rayan Ait-Nouri niður og bar hann á endanum af velli.Vísir/Getty Wolves situr í 19. sæti ensku deildarinnar og er fjórum stigum á undan botnliði og sömuleiðis fjórum stigum frá öruggu sæti. Liðið mætir Leicester um næstu helgi í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni.
Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira