Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2024 08:47 Mangum segist sjá eftir því að hafa logið. Hún afplánar nú dóm fyrir manndráp. Skjáskot/Let‘s talk with Kat Crystal Mangum, dansarinn fyrrverandi sem sakaði þrjá Lacrosse leikmenn um nauðgun árið 2006, hefur nú viðurkennt að hún laug um nauðgunina. Mennirnir sem hún sakaði um nauðgun voru allir á þeim tíma Lacrosse leikmenn í Duke háskóla. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum. „Ég laug með því að segja að þeir nauðguðu mér þegar þeir gerði það ekki, og það var rangt. Ég brást trausti margra annarra sem trúðu á mig,“ sagði Mangum í vefþættinum „Let‘s talk with Kat“ sem er stýrt af Katerena DePasquale. Viðtalið var tekið við Mangun í fangelsi í North Carolina þar sem hún afplánar nú dóm fyrir að myrða kærastann sinn með því að stinga hann. Það gerði hún árið 2013. „Ég bjó til sögu sem var ekki sönn því ég vildi fá viðurkenningu frá fólki en ekki Guði,“ er einnig haft eftir Mangun í viðtalinu en fjallað er um það á vef CNN. Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, fjallaði um viðurkenningu Mangum á samfélagsmiðli sínum Truth Social í nótt. Hann sagði hana hafa eyðilagt líf mannanna þriggja. Vonar þeir fyrirgefi henni Mennirnir þrír sem Mangun sakaði um nauðgun heita David Evans, Collin Finnerty, og Reade Seligmann. Kærurnar gegn þeim voru felldar niður um ári eftir að hún sakaði þá um nauðgun. Mangun segir í viðtalinu að hún vonist til þess að mennirnir muni fyrirgefa henni. Þeir hafi ekki verðskuldað þetta. Í frétt CNN segir að íþróttadeild Duke hafi ekki viljað segja neitt um málið í umfjöllun dagblaðs háskólans. Þá hafi háskólinn sjálfur, forseti hans og þjálfari liðsins á þeim tíma sem ásökunin kom fram ekki viljað svara neinu um málið. Mennirnir sjálfir hafa ekkert sagt um viðurkenningu hennar heldur. Mennirnir þrír voru handteknir eftir að Mangun sakaði þá um að hafa nauðgað sér í partýi. Ásakanir hennar vöktu mikla athygli og höfðu þær afleiðingar að liðið keppti ekki það ár og þjálfari liðsins missti vinnuna. Þá var saksóknari málsins einnig sakfelldur fyrir að vanvirða dóminn og missti réttindi sín til að starfa sem lögmaður. Í frétt CNN segir að ríkissaksóknarinn á þessum tíma, Roy Cooper, sem nú er ríkisstjóri í North Carolina, hafi fellt niður ákærurnar gegn mönnunum þremur árið 2007. Við sama tilefni sagði hann að mennirnir hefðu aldrei átt að vera ákærðir. Þá kemur einnig fram í frétt CNN að Duke háskóli hafi á þeim tíma komist að samkomulagi við mennina stuttu eftir að kæra var felld niður. Þá komust mennirnir einnig að samkomulagi við Durham borg árið 2014. Sem hluti af samkomulagi í tengslum við það greiddi borgin um 50 þúsund Bandaríkjasali til nefndar sem rannsakar sakleysi í dómsmálum. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
„Ég laug með því að segja að þeir nauðguðu mér þegar þeir gerði það ekki, og það var rangt. Ég brást trausti margra annarra sem trúðu á mig,“ sagði Mangum í vefþættinum „Let‘s talk with Kat“ sem er stýrt af Katerena DePasquale. Viðtalið var tekið við Mangun í fangelsi í North Carolina þar sem hún afplánar nú dóm fyrir að myrða kærastann sinn með því að stinga hann. Það gerði hún árið 2013. „Ég bjó til sögu sem var ekki sönn því ég vildi fá viðurkenningu frá fólki en ekki Guði,“ er einnig haft eftir Mangun í viðtalinu en fjallað er um það á vef CNN. Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, fjallaði um viðurkenningu Mangum á samfélagsmiðli sínum Truth Social í nótt. Hann sagði hana hafa eyðilagt líf mannanna þriggja. Vonar þeir fyrirgefi henni Mennirnir þrír sem Mangun sakaði um nauðgun heita David Evans, Collin Finnerty, og Reade Seligmann. Kærurnar gegn þeim voru felldar niður um ári eftir að hún sakaði þá um nauðgun. Mangun segir í viðtalinu að hún vonist til þess að mennirnir muni fyrirgefa henni. Þeir hafi ekki verðskuldað þetta. Í frétt CNN segir að íþróttadeild Duke hafi ekki viljað segja neitt um málið í umfjöllun dagblaðs háskólans. Þá hafi háskólinn sjálfur, forseti hans og þjálfari liðsins á þeim tíma sem ásökunin kom fram ekki viljað svara neinu um málið. Mennirnir sjálfir hafa ekkert sagt um viðurkenningu hennar heldur. Mennirnir þrír voru handteknir eftir að Mangun sakaði þá um að hafa nauðgað sér í partýi. Ásakanir hennar vöktu mikla athygli og höfðu þær afleiðingar að liðið keppti ekki það ár og þjálfari liðsins missti vinnuna. Þá var saksóknari málsins einnig sakfelldur fyrir að vanvirða dóminn og missti réttindi sín til að starfa sem lögmaður. Í frétt CNN segir að ríkissaksóknarinn á þessum tíma, Roy Cooper, sem nú er ríkisstjóri í North Carolina, hafi fellt niður ákærurnar gegn mönnunum þremur árið 2007. Við sama tilefni sagði hann að mennirnir hefðu aldrei átt að vera ákærðir. Þá kemur einnig fram í frétt CNN að Duke háskóli hafi á þeim tíma komist að samkomulagi við mennina stuttu eftir að kæra var felld niður. Þá komust mennirnir einnig að samkomulagi við Durham borg árið 2014. Sem hluti af samkomulagi í tengslum við það greiddi borgin um 50 þúsund Bandaríkjasali til nefndar sem rannsakar sakleysi í dómsmálum.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila