Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2024 08:47 Mangum segist sjá eftir því að hafa logið. Hún afplánar nú dóm fyrir manndráp. Skjáskot/Let‘s talk with Kat Crystal Mangum, dansarinn fyrrverandi sem sakaði þrjá Lacrosse leikmenn um nauðgun árið 2006, hefur nú viðurkennt að hún laug um nauðgunina. Mennirnir sem hún sakaði um nauðgun voru allir á þeim tíma Lacrosse leikmenn í Duke háskóla. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum. „Ég laug með því að segja að þeir nauðguðu mér þegar þeir gerði það ekki, og það var rangt. Ég brást trausti margra annarra sem trúðu á mig,“ sagði Mangum í vefþættinum „Let‘s talk with Kat“ sem er stýrt af Katerena DePasquale. Viðtalið var tekið við Mangun í fangelsi í North Carolina þar sem hún afplánar nú dóm fyrir að myrða kærastann sinn með því að stinga hann. Það gerði hún árið 2013. „Ég bjó til sögu sem var ekki sönn því ég vildi fá viðurkenningu frá fólki en ekki Guði,“ er einnig haft eftir Mangun í viðtalinu en fjallað er um það á vef CNN. Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, fjallaði um viðurkenningu Mangum á samfélagsmiðli sínum Truth Social í nótt. Hann sagði hana hafa eyðilagt líf mannanna þriggja. Vonar þeir fyrirgefi henni Mennirnir þrír sem Mangun sakaði um nauðgun heita David Evans, Collin Finnerty, og Reade Seligmann. Kærurnar gegn þeim voru felldar niður um ári eftir að hún sakaði þá um nauðgun. Mangun segir í viðtalinu að hún vonist til þess að mennirnir muni fyrirgefa henni. Þeir hafi ekki verðskuldað þetta. Í frétt CNN segir að íþróttadeild Duke hafi ekki viljað segja neitt um málið í umfjöllun dagblaðs háskólans. Þá hafi háskólinn sjálfur, forseti hans og þjálfari liðsins á þeim tíma sem ásökunin kom fram ekki viljað svara neinu um málið. Mennirnir sjálfir hafa ekkert sagt um viðurkenningu hennar heldur. Mennirnir þrír voru handteknir eftir að Mangun sakaði þá um að hafa nauðgað sér í partýi. Ásakanir hennar vöktu mikla athygli og höfðu þær afleiðingar að liðið keppti ekki það ár og þjálfari liðsins missti vinnuna. Þá var saksóknari málsins einnig sakfelldur fyrir að vanvirða dóminn og missti réttindi sín til að starfa sem lögmaður. Í frétt CNN segir að ríkissaksóknarinn á þessum tíma, Roy Cooper, sem nú er ríkisstjóri í North Carolina, hafi fellt niður ákærurnar gegn mönnunum þremur árið 2007. Við sama tilefni sagði hann að mennirnir hefðu aldrei átt að vera ákærðir. Þá kemur einnig fram í frétt CNN að Duke háskóli hafi á þeim tíma komist að samkomulagi við mennina stuttu eftir að kæra var felld niður. Þá komust mennirnir einnig að samkomulagi við Durham borg árið 2014. Sem hluti af samkomulagi í tengslum við það greiddi borgin um 50 þúsund Bandaríkjasali til nefndar sem rannsakar sakleysi í dómsmálum. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
„Ég laug með því að segja að þeir nauðguðu mér þegar þeir gerði það ekki, og það var rangt. Ég brást trausti margra annarra sem trúðu á mig,“ sagði Mangum í vefþættinum „Let‘s talk with Kat“ sem er stýrt af Katerena DePasquale. Viðtalið var tekið við Mangun í fangelsi í North Carolina þar sem hún afplánar nú dóm fyrir að myrða kærastann sinn með því að stinga hann. Það gerði hún árið 2013. „Ég bjó til sögu sem var ekki sönn því ég vildi fá viðurkenningu frá fólki en ekki Guði,“ er einnig haft eftir Mangun í viðtalinu en fjallað er um það á vef CNN. Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, fjallaði um viðurkenningu Mangum á samfélagsmiðli sínum Truth Social í nótt. Hann sagði hana hafa eyðilagt líf mannanna þriggja. Vonar þeir fyrirgefi henni Mennirnir þrír sem Mangun sakaði um nauðgun heita David Evans, Collin Finnerty, og Reade Seligmann. Kærurnar gegn þeim voru felldar niður um ári eftir að hún sakaði þá um nauðgun. Mangun segir í viðtalinu að hún vonist til þess að mennirnir muni fyrirgefa henni. Þeir hafi ekki verðskuldað þetta. Í frétt CNN segir að íþróttadeild Duke hafi ekki viljað segja neitt um málið í umfjöllun dagblaðs háskólans. Þá hafi háskólinn sjálfur, forseti hans og þjálfari liðsins á þeim tíma sem ásökunin kom fram ekki viljað svara neinu um málið. Mennirnir sjálfir hafa ekkert sagt um viðurkenningu hennar heldur. Mennirnir þrír voru handteknir eftir að Mangun sakaði þá um að hafa nauðgað sér í partýi. Ásakanir hennar vöktu mikla athygli og höfðu þær afleiðingar að liðið keppti ekki það ár og þjálfari liðsins missti vinnuna. Þá var saksóknari málsins einnig sakfelldur fyrir að vanvirða dóminn og missti réttindi sín til að starfa sem lögmaður. Í frétt CNN segir að ríkissaksóknarinn á þessum tíma, Roy Cooper, sem nú er ríkisstjóri í North Carolina, hafi fellt niður ákærurnar gegn mönnunum þremur árið 2007. Við sama tilefni sagði hann að mennirnir hefðu aldrei átt að vera ákærðir. Þá kemur einnig fram í frétt CNN að Duke háskóli hafi á þeim tíma komist að samkomulagi við mennina stuttu eftir að kæra var felld niður. Þá komust mennirnir einnig að samkomulagi við Durham borg árið 2014. Sem hluti af samkomulagi í tengslum við það greiddi borgin um 50 þúsund Bandaríkjasali til nefndar sem rannsakar sakleysi í dómsmálum.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira