Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. desember 2024 11:49 Una Jónsdóttir er aðalhagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Verri afkoma ríkissjóðs en gert var ráð fyrir eru ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn, að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Hægara vaxtalækkunarferli og breytingar á fjárlögum skipti þar talsverðu máli. Fjármálaráðuneytið birti í gær tilkynningu þess efnis að heildarafkoma yrði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, væru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir ástæðu þess að gert sé ráð fyrir meiri halla en áður vera þá að útlit sé fyrir að tekjuöflun verði minni, og gjöld hærri. „Þessi hærri gjöld er meðal annars hægt að rekja til aukinna vaxtagjalda, sem segir okkur kannski að þau voru mögulega að gera ráð fyrir að vextir myndu lækka hraðar en þeir eru núna að gera,“ segir Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans. Kílómetragjöldin geti talið Minni áætluð tekjuöflun tengist þá breytingum á fjárlagafrumvarpinu sem samþykkt var um miðjan nóvember. „Þar sem eru einhverjar breytingar sem náðu ekki í gegn. Það er til dæmis hægt að nefna kílómetragjöldin sem fóru ekki í gegn. Það gæti verið þess valdandi að þau eru núna að gera ráð fyrir aðeins minni tekjuöflun.“ Mikil óvissa sé í efnahagsmálum almennt og því erfitt að spá fyrir um efnahagslega þætti á borð við afkomu ríkissjóðs. „Það er alveg eðlilegt að áætlanir taki breytingum og þá er bara mikilvægt að þær séu uppfærðar jafnóðum, rétt eins og er núna gert,“ segir Una. Stakkurinn þrengist Hún segir ljóst að breytingarnar muni hafa áhrif inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Það segir sig sjálft að ný ríkisstjórn tekur við aðeins verra búi en áætlað var. Það þýðir að verkefnið, að rétta stöðu ríkissjóðs, gæti orðið flóknara en áður var gert ráð fyrir.“ Koma verði í ljós hvernig útgjaldahugmyndir flokkanna sem nú ræða saman passa inn í þennan ramma, þegar þeir hafi sýnt almennilega á spilin. Almennt sé þó ljóst að aukinn halli sé ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn. „Ef hallinn er meiri en áætlað var þá er þeim þrengri stakkur búinn.“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, halda uppteknum hætti og hófu að funda í morgun. Þar að auki funda fulltrúar flokkanna þriggja í nokkrum vinnuhópum í dag, eins og verið hefur síðustu daga að því er segir í svari aðstoðarmanns Kristrúnar við fyrirspurn fréttastofu um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Fjármálaráðuneytið birti í gær tilkynningu þess efnis að heildarafkoma yrði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, væru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir ástæðu þess að gert sé ráð fyrir meiri halla en áður vera þá að útlit sé fyrir að tekjuöflun verði minni, og gjöld hærri. „Þessi hærri gjöld er meðal annars hægt að rekja til aukinna vaxtagjalda, sem segir okkur kannski að þau voru mögulega að gera ráð fyrir að vextir myndu lækka hraðar en þeir eru núna að gera,“ segir Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans. Kílómetragjöldin geti talið Minni áætluð tekjuöflun tengist þá breytingum á fjárlagafrumvarpinu sem samþykkt var um miðjan nóvember. „Þar sem eru einhverjar breytingar sem náðu ekki í gegn. Það er til dæmis hægt að nefna kílómetragjöldin sem fóru ekki í gegn. Það gæti verið þess valdandi að þau eru núna að gera ráð fyrir aðeins minni tekjuöflun.“ Mikil óvissa sé í efnahagsmálum almennt og því erfitt að spá fyrir um efnahagslega þætti á borð við afkomu ríkissjóðs. „Það er alveg eðlilegt að áætlanir taki breytingum og þá er bara mikilvægt að þær séu uppfærðar jafnóðum, rétt eins og er núna gert,“ segir Una. Stakkurinn þrengist Hún segir ljóst að breytingarnar muni hafa áhrif inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Það segir sig sjálft að ný ríkisstjórn tekur við aðeins verra búi en áætlað var. Það þýðir að verkefnið, að rétta stöðu ríkissjóðs, gæti orðið flóknara en áður var gert ráð fyrir.“ Koma verði í ljós hvernig útgjaldahugmyndir flokkanna sem nú ræða saman passa inn í þennan ramma, þegar þeir hafi sýnt almennilega á spilin. Almennt sé þó ljóst að aukinn halli sé ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn. „Ef hallinn er meiri en áætlað var þá er þeim þrengri stakkur búinn.“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, halda uppteknum hætti og hófu að funda í morgun. Þar að auki funda fulltrúar flokkanna þriggja í nokkrum vinnuhópum í dag, eins og verið hefur síðustu daga að því er segir í svari aðstoðarmanns Kristrúnar við fyrirspurn fréttastofu um stjórnarmyndunarviðræðurnar.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira