Ákærður fyrir morð í New York Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 09:15 Manigone er 26 ára gamall og frá Maryland í Bandaríkjunum. Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. Til Mangione sást á McDonalds hamborgarastað í Pennsylvaníu í gær. Gestur á McDonalds, sem lýst hefur verið sem öldruðum manni, sá Mangione á skyndibitastaðnum og fannst hann líkjast manninum á myndum sem höfðu verið birtar af lögreglunni í New York. Lögregluþjónar handtóku Mangione skömmu síðar. Þá var hann með byssu, sem talið er að hafi verið þrívíddarprentuð, hljóðdeyfi, grímu líka þeirri sem byssumaðurinn notaði, fölsuð skilríki og einnig handskrifaða yfirlýsingu þar sem hann virðist útskýra hvað honum gekk til þegar hann myrti forstjórann. Í fyrstu var hann ákærður fyrir vopnalagabrot, skjalafals og önnur brot í Pennsylvaníu en í nótt var hann svo einnig ákærður fyrir morð í New York. AP fréttaveitan segir að líklega verði honum á endanum framvísað til New York. Í dómskjölum kemur fram að þegar lögregluþjónar gengu að honum á skyndibitastaðnum sat hann með grímu og var að skoða fartölvu. Hann sýndi lögregluþjónum fölsuð skilríki en þegar þeir spurðu hann hvort að hann hefði verið í New York á dögunum þagnaði hann, samkvæmt lögregluþjónum, og byrjaði að nötra. Annar lögregluþjónanna sem handtók hann sagði að um leið og þeir báðu hann um að taka af sér grímuna hafi þeir verið fullvissir um að hann væri maðurinn sem leitað var að. Þá segir heimildarmaður AP að í yfirlýsingunni sem hann fannst með hafi hann skrifað skilaboð til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. „Til að spara ykkur langvarandi rannsókn, skal ég segja það hreint út að ég vann ekki með neinum,“ skrifaði Mangione í yfirlýsinguna. Þar stendur einnig að hann biðjist afsökunar ef hann hafi valdið einherjum tilfinningalegum skaða en hann hafi ekki komist hjá því að grípa til aðgerða. „Hreint út sagt, eiga þessi sníkjudýr þetta skilið.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna. 9. desember 2024 17:22 Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. 9. desember 2024 13:44 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Til Mangione sást á McDonalds hamborgarastað í Pennsylvaníu í gær. Gestur á McDonalds, sem lýst hefur verið sem öldruðum manni, sá Mangione á skyndibitastaðnum og fannst hann líkjast manninum á myndum sem höfðu verið birtar af lögreglunni í New York. Lögregluþjónar handtóku Mangione skömmu síðar. Þá var hann með byssu, sem talið er að hafi verið þrívíddarprentuð, hljóðdeyfi, grímu líka þeirri sem byssumaðurinn notaði, fölsuð skilríki og einnig handskrifaða yfirlýsingu þar sem hann virðist útskýra hvað honum gekk til þegar hann myrti forstjórann. Í fyrstu var hann ákærður fyrir vopnalagabrot, skjalafals og önnur brot í Pennsylvaníu en í nótt var hann svo einnig ákærður fyrir morð í New York. AP fréttaveitan segir að líklega verði honum á endanum framvísað til New York. Í dómskjölum kemur fram að þegar lögregluþjónar gengu að honum á skyndibitastaðnum sat hann með grímu og var að skoða fartölvu. Hann sýndi lögregluþjónum fölsuð skilríki en þegar þeir spurðu hann hvort að hann hefði verið í New York á dögunum þagnaði hann, samkvæmt lögregluþjónum, og byrjaði að nötra. Annar lögregluþjónanna sem handtók hann sagði að um leið og þeir báðu hann um að taka af sér grímuna hafi þeir verið fullvissir um að hann væri maðurinn sem leitað var að. Þá segir heimildarmaður AP að í yfirlýsingunni sem hann fannst með hafi hann skrifað skilaboð til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. „Til að spara ykkur langvarandi rannsókn, skal ég segja það hreint út að ég vann ekki með neinum,“ skrifaði Mangione í yfirlýsinguna. Þar stendur einnig að hann biðjist afsökunar ef hann hafi valdið einherjum tilfinningalegum skaða en hann hafi ekki komist hjá því að grípa til aðgerða. „Hreint út sagt, eiga þessi sníkjudýr þetta skilið.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna. 9. desember 2024 17:22 Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. 9. desember 2024 13:44 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna. 9. desember 2024 17:22
Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. 9. desember 2024 13:44
Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07