Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. desember 2024 15:07 Mótmælendur, sem margir hafa fengið synjun á greiðsluþátttöku, tóku höndum saman í sumar. getty Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. Brian Thompson forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem voðaverkið hafi verið þaulskipulagt en á myndskeiði af atvikinu má sjá manninn bíða eftir Thompson áður en hann skýtur hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðinginn er nú talinn hafa haldið í rútu til Atlanta. Stóru miðlarnir vestanhafs beina nú kastljósinu á baráttu fólks gegn stóru tryggingafélögunum, sem velta billjörðum dala árlega á sama tíma og greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu er oft hafnað. Algengt er að við höfnun sé vísað til svokallaðs fyrirframleyfis (e. Prior authorisation), klásúlu í tryggingaskilmálum sem gerir tryggingafélögum kleift að skoða þá meðferð sem til greina kemur áður en greiðsluþátttaka er samþykkt. „Sendi samúðarkveðju og fyrirframleyfi“. Þessi kveðja er algeng meðal netverja sem margir hverjir virðast ekki hafa mikla samúð með forstjóranum Brian Thompson og fjölskyldu hans. Fyrirtækinu UnitedHealthcare og þeirra vinnubrögðum hefur lengi verið mótmælt. Á heitum sumardegi í Minesota í júlí síðastliðnum söfnuðust til að mynda fleiri en hundrað manns saman til að mótmæla tryggingaskilmálum sem leiða til þess að tryggðir sjúklingar fá höfnun um greiðsluþátttöku. „UnitedHealthcare hafnar þjónustu,“ stóð á skilti mótmælenda sem margir höfðu fengið höfnun á greiðsluþátttöku. Ellefu þeirra voru handteknir fyrir að stöðva umferð fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins. Mótmælendur stöðvuðu umferð fyrir utan höfuðstöðvarnar.getty „Þeim er synjað um þjónustu, og svo þurfa þau að fara í gegnum kæruferli sem er gríðarlega erfitt að hafa betur í,“ er haft eftir Unai Montes-Irueste, sem starfað hefur í hópi sjálboðaliða til hjálpar þeim sem standa í stappi við tryggingafélög. Frá Minesota í sumar.getty Þessi umræða hefur farið á flug eftir launmorðið sem mikið hefur verið fjallað um. Eins og áður segir er enn er leitað morðingjans, sem skildi eftir sig skilaboð á skothylkjum sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Orðin „Defend“, „deny“ og „depose“ eða „Verja“, „tefja“ og „setja af“, stóðu á hylkjunum og er talið vísa til aðferða tryggingafélaga við synjun á bótaskyldu. Að öðru leyti er lítið vitað um mótíf morðingjans, sem einhverjir telja að sé atvinnumaður, ráðinn til þess að fremja verknaðinn. Fyrir liggur sömuleiðis að Thompson hafði fengið hótanir í aðdraganda morðsins. „Það höfðu verið einhverjar hótanir,“ tjáði eiginkona hans Paulette Thompson fjölmiðlum í síðustu viku. „Eitthvað tengt skorti á heilbrigðisþjónustu? Ég þekki ekki smáatriðin,“ er haft eftir henni. Í umfjöllun BBC er sömuleiðis haft eftir manni að nafni Philip Klein, sem sinnti öryggisgæslu Thopsson upp úr aldamótum. Hann kveðst forviða á því að forstjórinn hafi ekki verið með öryggisgæslu í New York. „Það er mikil reiði í Bandaríkjunum núna,“ er haft eftir Klein. „Fyrirtæki verða að vakna og átta sig á því að forsvarsmenn fyrirtækja gætu verið elt uppi á hverri stundu“. Bandaríkin Heilsa Heilbrigðismál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Brian Thompson forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem voðaverkið hafi verið þaulskipulagt en á myndskeiði af atvikinu má sjá manninn bíða eftir Thompson áður en hann skýtur hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðinginn er nú talinn hafa haldið í rútu til Atlanta. Stóru miðlarnir vestanhafs beina nú kastljósinu á baráttu fólks gegn stóru tryggingafélögunum, sem velta billjörðum dala árlega á sama tíma og greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu er oft hafnað. Algengt er að við höfnun sé vísað til svokallaðs fyrirframleyfis (e. Prior authorisation), klásúlu í tryggingaskilmálum sem gerir tryggingafélögum kleift að skoða þá meðferð sem til greina kemur áður en greiðsluþátttaka er samþykkt. „Sendi samúðarkveðju og fyrirframleyfi“. Þessi kveðja er algeng meðal netverja sem margir hverjir virðast ekki hafa mikla samúð með forstjóranum Brian Thompson og fjölskyldu hans. Fyrirtækinu UnitedHealthcare og þeirra vinnubrögðum hefur lengi verið mótmælt. Á heitum sumardegi í Minesota í júlí síðastliðnum söfnuðust til að mynda fleiri en hundrað manns saman til að mótmæla tryggingaskilmálum sem leiða til þess að tryggðir sjúklingar fá höfnun um greiðsluþátttöku. „UnitedHealthcare hafnar þjónustu,“ stóð á skilti mótmælenda sem margir höfðu fengið höfnun á greiðsluþátttöku. Ellefu þeirra voru handteknir fyrir að stöðva umferð fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins. Mótmælendur stöðvuðu umferð fyrir utan höfuðstöðvarnar.getty „Þeim er synjað um þjónustu, og svo þurfa þau að fara í gegnum kæruferli sem er gríðarlega erfitt að hafa betur í,“ er haft eftir Unai Montes-Irueste, sem starfað hefur í hópi sjálboðaliða til hjálpar þeim sem standa í stappi við tryggingafélög. Frá Minesota í sumar.getty Þessi umræða hefur farið á flug eftir launmorðið sem mikið hefur verið fjallað um. Eins og áður segir er enn er leitað morðingjans, sem skildi eftir sig skilaboð á skothylkjum sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Orðin „Defend“, „deny“ og „depose“ eða „Verja“, „tefja“ og „setja af“, stóðu á hylkjunum og er talið vísa til aðferða tryggingafélaga við synjun á bótaskyldu. Að öðru leyti er lítið vitað um mótíf morðingjans, sem einhverjir telja að sé atvinnumaður, ráðinn til þess að fremja verknaðinn. Fyrir liggur sömuleiðis að Thompson hafði fengið hótanir í aðdraganda morðsins. „Það höfðu verið einhverjar hótanir,“ tjáði eiginkona hans Paulette Thompson fjölmiðlum í síðustu viku. „Eitthvað tengt skorti á heilbrigðisþjónustu? Ég þekki ekki smáatriðin,“ er haft eftir henni. Í umfjöllun BBC er sömuleiðis haft eftir manni að nafni Philip Klein, sem sinnti öryggisgæslu Thopsson upp úr aldamótum. Hann kveðst forviða á því að forstjórinn hafi ekki verið með öryggisgæslu í New York. „Það er mikil reiði í Bandaríkjunum núna,“ er haft eftir Klein. „Fyrirtæki verða að vakna og átta sig á því að forsvarsmenn fyrirtækja gætu verið elt uppi á hverri stundu“.
Bandaríkin Heilsa Heilbrigðismál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira