Ákærður fyrir morð í New York Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 09:15 Manigone er 26 ára gamall og frá Maryland í Bandaríkjunum. Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. Til Mangione sást á McDonalds hamborgarastað í Pennsylvaníu í gær. Gestur á McDonalds, sem lýst hefur verið sem öldruðum manni, sá Mangione á skyndibitastaðnum og fannst hann líkjast manninum á myndum sem höfðu verið birtar af lögreglunni í New York. Lögregluþjónar handtóku Mangione skömmu síðar. Þá var hann með byssu, sem talið er að hafi verið þrívíddarprentuð, hljóðdeyfi, grímu líka þeirri sem byssumaðurinn notaði, fölsuð skilríki og einnig handskrifaða yfirlýsingu þar sem hann virðist útskýra hvað honum gekk til þegar hann myrti forstjórann. Í fyrstu var hann ákærður fyrir vopnalagabrot, skjalafals og önnur brot í Pennsylvaníu en í nótt var hann svo einnig ákærður fyrir morð í New York. AP fréttaveitan segir að líklega verði honum á endanum framvísað til New York. Í dómskjölum kemur fram að þegar lögregluþjónar gengu að honum á skyndibitastaðnum sat hann með grímu og var að skoða fartölvu. Hann sýndi lögregluþjónum fölsuð skilríki en þegar þeir spurðu hann hvort að hann hefði verið í New York á dögunum þagnaði hann, samkvæmt lögregluþjónum, og byrjaði að nötra. Annar lögregluþjónanna sem handtók hann sagði að um leið og þeir báðu hann um að taka af sér grímuna hafi þeir verið fullvissir um að hann væri maðurinn sem leitað var að. Þá segir heimildarmaður AP að í yfirlýsingunni sem hann fannst með hafi hann skrifað skilaboð til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. „Til að spara ykkur langvarandi rannsókn, skal ég segja það hreint út að ég vann ekki með neinum,“ skrifaði Mangione í yfirlýsinguna. Þar stendur einnig að hann biðjist afsökunar ef hann hafi valdið einherjum tilfinningalegum skaða en hann hafi ekki komist hjá því að grípa til aðgerða. „Hreint út sagt, eiga þessi sníkjudýr þetta skilið.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna. 9. desember 2024 17:22 Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. 9. desember 2024 13:44 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Til Mangione sást á McDonalds hamborgarastað í Pennsylvaníu í gær. Gestur á McDonalds, sem lýst hefur verið sem öldruðum manni, sá Mangione á skyndibitastaðnum og fannst hann líkjast manninum á myndum sem höfðu verið birtar af lögreglunni í New York. Lögregluþjónar handtóku Mangione skömmu síðar. Þá var hann með byssu, sem talið er að hafi verið þrívíddarprentuð, hljóðdeyfi, grímu líka þeirri sem byssumaðurinn notaði, fölsuð skilríki og einnig handskrifaða yfirlýsingu þar sem hann virðist útskýra hvað honum gekk til þegar hann myrti forstjórann. Í fyrstu var hann ákærður fyrir vopnalagabrot, skjalafals og önnur brot í Pennsylvaníu en í nótt var hann svo einnig ákærður fyrir morð í New York. AP fréttaveitan segir að líklega verði honum á endanum framvísað til New York. Í dómskjölum kemur fram að þegar lögregluþjónar gengu að honum á skyndibitastaðnum sat hann með grímu og var að skoða fartölvu. Hann sýndi lögregluþjónum fölsuð skilríki en þegar þeir spurðu hann hvort að hann hefði verið í New York á dögunum þagnaði hann, samkvæmt lögregluþjónum, og byrjaði að nötra. Annar lögregluþjónanna sem handtók hann sagði að um leið og þeir báðu hann um að taka af sér grímuna hafi þeir verið fullvissir um að hann væri maðurinn sem leitað var að. Þá segir heimildarmaður AP að í yfirlýsingunni sem hann fannst með hafi hann skrifað skilaboð til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. „Til að spara ykkur langvarandi rannsókn, skal ég segja það hreint út að ég vann ekki með neinum,“ skrifaði Mangione í yfirlýsinguna. Þar stendur einnig að hann biðjist afsökunar ef hann hafi valdið einherjum tilfinningalegum skaða en hann hafi ekki komist hjá því að grípa til aðgerða. „Hreint út sagt, eiga þessi sníkjudýr þetta skilið.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna. 9. desember 2024 17:22 Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. 9. desember 2024 13:44 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna. 9. desember 2024 17:22
Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. 9. desember 2024 13:44
Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07