Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 09:43 Piltur hellir úr vatnsflösku yfir sig í hitabylgju í Brussel í Belgíu í ágúst. Vísir/EPA Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu. Nóvember var næsthlýjasti nóvember sem um getur, rétt á eftir nóvember 2023. Þar með varð ljóst að árið í ár yrði það hlýjasta frá upphafi mælinga sem evrópska Kópernikusarstofnunin heldur utan um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 2023 var það hlýjasta fram að þessu. Ýmis konar veðuröfgar, sem eru ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar, hafa sett svip sitt á árið sem er að líða. Skæðir þurrkar geisuðu á Ítalíu og í Suður-Ameríku, hitabylgjur urðu þúsundum að bana í Mexíkó, Malí og Sádi-Arabíu, mannskæð flóð urðu í Nepal, Súdan og Evrópu og fellibylir ollu usla í Bandaríkjunum og Filippseyjum. Ársgamalt met yfir heitasta staka dag á jörðinni var slegið nokkrum sinnum í júlí og fór meðalhiti jarðar þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Talið er að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár. Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að ríki heims leggi sig fram um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður. Útlit er fyrir að meðalhitinn í ár verði umfram þau mörk. Verði ekki gripið í taumana og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda má gera ráð fyrir að hlýnun jarðar verði umtalsvert meiri. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hafi ekki verið eins hár og nú í um þrjár milljónir ára. Stöðva þarf losun gróðurhúsalofttegunda til þess að stöðva hlýnunina. Áfram hættulega heitt jafnvel þótt La niña taki við Julien Nicolas, loftslagsvísindamaður hjá Kópernikusi, segir Reuters að hitinn sé enn í hæstu hæðum á jörðinni og að það ástand gæti varað áfram fyrstu mánuði næsta árs. Vísindamenn fylgjast nú með hvort að veðurfyrirbrigðið La niña sé í uppsiglingu í Kyrrahafi. Það er andhverfa El niño og er tengt lækkun meðalhita á jörðinni. Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College í London, segir að jafnvel þótt La niña kæli jörðina tímabundið niður verði hitinn enn óvenjuhár. „Við gerum enn ráð fyrir háum hita sem leiðir til hættulegra hitabylgna, þurrka, gróðurelda og hitabeltisfellibylja,“ segir Otto. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Nóvember var næsthlýjasti nóvember sem um getur, rétt á eftir nóvember 2023. Þar með varð ljóst að árið í ár yrði það hlýjasta frá upphafi mælinga sem evrópska Kópernikusarstofnunin heldur utan um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 2023 var það hlýjasta fram að þessu. Ýmis konar veðuröfgar, sem eru ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar, hafa sett svip sitt á árið sem er að líða. Skæðir þurrkar geisuðu á Ítalíu og í Suður-Ameríku, hitabylgjur urðu þúsundum að bana í Mexíkó, Malí og Sádi-Arabíu, mannskæð flóð urðu í Nepal, Súdan og Evrópu og fellibylir ollu usla í Bandaríkjunum og Filippseyjum. Ársgamalt met yfir heitasta staka dag á jörðinni var slegið nokkrum sinnum í júlí og fór meðalhiti jarðar þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Talið er að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár. Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að ríki heims leggi sig fram um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður. Útlit er fyrir að meðalhitinn í ár verði umfram þau mörk. Verði ekki gripið í taumana og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda má gera ráð fyrir að hlýnun jarðar verði umtalsvert meiri. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hafi ekki verið eins hár og nú í um þrjár milljónir ára. Stöðva þarf losun gróðurhúsalofttegunda til þess að stöðva hlýnunina. Áfram hættulega heitt jafnvel þótt La niña taki við Julien Nicolas, loftslagsvísindamaður hjá Kópernikusi, segir Reuters að hitinn sé enn í hæstu hæðum á jörðinni og að það ástand gæti varað áfram fyrstu mánuði næsta árs. Vísindamenn fylgjast nú með hvort að veðurfyrirbrigðið La niña sé í uppsiglingu í Kyrrahafi. Það er andhverfa El niño og er tengt lækkun meðalhita á jörðinni. Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College í London, segir að jafnvel þótt La niña kæli jörðina tímabundið niður verði hitinn enn óvenjuhár. „Við gerum enn ráð fyrir háum hita sem leiðir til hættulegra hitabylgna, þurrka, gróðurelda og hitabeltisfellibylja,“ segir Otto.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira