Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2024 12:30 Gestur Svavarsson formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi hefur ekki svarað símtölum fréttastofu undanfarna daga. Stöð 2 Æfingar barna og unglinga sem fara áttu fram í Kaplakrika, íþróttahúsi FH í Hafnarfirði, á morgun falla að óbreyttu niður vegna endurtalningar atkvæða. Framkvæmdastjóri FH staðfestir að beiðni hafi borist frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis vegna fyrirhugaðrar endurtalningar. Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni daginn eftir Alþingiskosningar um að talið yrði upp á nýtt í kjördæminu. Þegar lokatölur úr kjördæminu bárust í hádeginu á sunnudag datt oddviti flokksins, Willum Þór Þórsson, úr jöfnunarþingsæti og formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í hans stað. Fram kom í fréttum í gær að úthlutun þingsæta í kjördæminu sem fara átti fram í dag hefði verið frestað vegna þess að enn ætti eftir að úrskurða um sautján ágreiningsatkvæði. Engar upplýsingar komu þó fram um hvort af endurtalningu í kjördæminu yrði. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, hefur hvorki svarað símtölum eða tölvupóstum fréttastofu í dag eða í gær vegna mögulegrar endurtalningar atkvæða í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu en Gestur sagði í samtali við fréttastofu í byrjun viku ekki geta tekið afstöðu til kæru Framsóknarflokksins. Það væri vegna breytinga á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Yfirkjörstjórnin liti svo á að heimildin til þess að óska eftir endurtalningu atkvæða lægi hjá undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis eftir lagabreytinguna. „Það er sú leið sem er teiknuð upp í lögunum,“ sagði Gestur. Ekkert tilefni væri til endurtalningar. Afstemmingar og athuganir á tölum og gögnum væru innbygðar í talningarferlið og þá hefðu umboðsmenn framboðanna verið viðstaddir. „Ekkert bendir til þess að vikið hafi verið frá hinu lögákveðna ferli talningar.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir starfandi forseti Alþingis sagði Gest hafa rangt fyrir sér. Hann gæti víst tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu. „Misskilningurinn getur falist í því að þegar úthlutunarfundur Landskjörstjórnar er búinn, kæruferlinu lokið og Landskjörstjórn búin að gefa sína umsögn, þá ber forseta að skipa níu manna nefnd þingmanna til að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og kjörgengi þeirra. En á þessu stigi er þetta á ábyrgð yfirkjörstjórna að skila réttum niðurstöðum til Landskjörstjórnar,“ sagði Ásthildur Lóa við Vísi á miðvikudag. Hún sagði eðlilegt að endurtalning ætti sér stað. „Ef það munar mjög litlu og verið er að óska eftir endurtalningu finnst mér ekkert óeðlilegt að hún eigi sér stað. Aðalmálið er að lýðræðislegur vilji kjósenda komi fram.“ RÚV greinir frá því að foreldrar barna sem æfa íþróttir með FH hafa fengið bréf þess efnis að æfingar falli niður á morgun. Elsa Hrönn Reynisdóttir framkvæmdastjóri FH segir í samtali við Vísi að æfingar á morgun falli niður, eins og staðan sé í dag. Það hafi verið nauðsynlegt að gefa foreldrum nægjanlegan fyrirvara þó enn sé ekki fullvíst að æfingar falli niður. Engir leikir voru fyrirhugaðir í Kaplakrika á morgun svo möguleg endurtalning bitnar eingöngu á iðkendum FH sem eiga æfingatíma á laugardögum. Alþingiskosningar 2024 FH Suðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni daginn eftir Alþingiskosningar um að talið yrði upp á nýtt í kjördæminu. Þegar lokatölur úr kjördæminu bárust í hádeginu á sunnudag datt oddviti flokksins, Willum Þór Þórsson, úr jöfnunarþingsæti og formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í hans stað. Fram kom í fréttum í gær að úthlutun þingsæta í kjördæminu sem fara átti fram í dag hefði verið frestað vegna þess að enn ætti eftir að úrskurða um sautján ágreiningsatkvæði. Engar upplýsingar komu þó fram um hvort af endurtalningu í kjördæminu yrði. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, hefur hvorki svarað símtölum eða tölvupóstum fréttastofu í dag eða í gær vegna mögulegrar endurtalningar atkvæða í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu en Gestur sagði í samtali við fréttastofu í byrjun viku ekki geta tekið afstöðu til kæru Framsóknarflokksins. Það væri vegna breytinga á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Yfirkjörstjórnin liti svo á að heimildin til þess að óska eftir endurtalningu atkvæða lægi hjá undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis eftir lagabreytinguna. „Það er sú leið sem er teiknuð upp í lögunum,“ sagði Gestur. Ekkert tilefni væri til endurtalningar. Afstemmingar og athuganir á tölum og gögnum væru innbygðar í talningarferlið og þá hefðu umboðsmenn framboðanna verið viðstaddir. „Ekkert bendir til þess að vikið hafi verið frá hinu lögákveðna ferli talningar.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir starfandi forseti Alþingis sagði Gest hafa rangt fyrir sér. Hann gæti víst tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu. „Misskilningurinn getur falist í því að þegar úthlutunarfundur Landskjörstjórnar er búinn, kæruferlinu lokið og Landskjörstjórn búin að gefa sína umsögn, þá ber forseta að skipa níu manna nefnd þingmanna til að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og kjörgengi þeirra. En á þessu stigi er þetta á ábyrgð yfirkjörstjórna að skila réttum niðurstöðum til Landskjörstjórnar,“ sagði Ásthildur Lóa við Vísi á miðvikudag. Hún sagði eðlilegt að endurtalning ætti sér stað. „Ef það munar mjög litlu og verið er að óska eftir endurtalningu finnst mér ekkert óeðlilegt að hún eigi sér stað. Aðalmálið er að lýðræðislegur vilji kjósenda komi fram.“ RÚV greinir frá því að foreldrar barna sem æfa íþróttir með FH hafa fengið bréf þess efnis að æfingar falli niður á morgun. Elsa Hrönn Reynisdóttir framkvæmdastjóri FH segir í samtali við Vísi að æfingar á morgun falli niður, eins og staðan sé í dag. Það hafi verið nauðsynlegt að gefa foreldrum nægjanlegan fyrirvara þó enn sé ekki fullvíst að æfingar falli niður. Engir leikir voru fyrirhugaðir í Kaplakrika á morgun svo möguleg endurtalning bitnar eingöngu á iðkendum FH sem eiga æfingatíma á laugardögum.
Alþingiskosningar 2024 FH Suðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira