Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2024 18:50 Ekki eru allir sammála í Belgíu um gagnsemi löggjafarinnar. Vísir/Getty Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi, veikindadögum og lífeyrisgreiðslum eftir að ný lög þess efnis tóku gildi í dag. Í frétt Guardian segir að með lögunum sé búið að binda enda á mismunun gegn kynlífsverkafólki. Þar segir enn fremur að í maí hafi verið ákveðið að veita kynlífsverkafólki sömu réttindi á vinnumarkaði og öðru fólki. Það hafi verið gert í þeirri tilraun að binda enda á misnotkun og hagnýtingu. Lögin tóku svo gildi í dag og hefur kynlífsverkafólk því lagalega vernd og ráðningarsamning í kjölfarið. Slík löggjöf hefur ekki verið samþykkt neins staðar annars staðar í heiminum. Í frétt Guardian segir að tilgangur löggjafarinnar sé að eyða gráu svæði sem myndaðist í Belgíu þegar vændi var afglæpavætt. Á sama tíma og það var gert fékk kynlífsverkafólk enga vernd eða vinnuréttindi eins og atvinnuleysisbætur eða tryggingar. Mega neita Samkvæmt lögunum má kynlífsverkafólk neita því að sofa hjá hverjum sem er og sinna verkefnum sem þau vilja ekki sinna. Þá mega þau einnig hætta í miðjum klíðum þegar þeim hentar. Ekki má reka þau fyrir að slíka neitun. Þá segir einnig í lögunum að vinnuveitendur verði að vera með „góðan karakter“ og að þeir verði að starfa í Belgíu. Þá segir einnig að í vinnuaðstöðu fólks verði að vera neyðarhnappur, hrein rúmföt, sturtur og smokkar. Verndin nær ekki yfir þá sem vinna að heiman eða þau sem vinna við að fækka fötum eða búa til klám. Samtök kynlífsverkafólks í Belgíu segir löggjöfina „stórt skref fram á við“ og að með henni hafi misnotkun gegn kynlífsverkafólki verið eytt. Þrátt fyrir það sögðu þau að einnig væri hægt að nota löggjöfina til að draga úr eða eyða alveg vændi. „Við sjáum nú þegar að ákveðin sveitarfélög ætla að fela sig bak við orðin „öryggi“ og „hreinlæti“ í birtingu mjög strangra reglna í sveitarfélögunum sem gera kynlífsverkafólki nánast ómögulegt að vinna þar,“ er haft eftir sambandinu í frétt Guardian. Feminísk samtök mótmæla Þar segir einnig að einhver feminísk samtök hafi gagnrýnt löggjöfina. Þegar frumvarpið hafi verið lagt fyrst fram árið 2023 hafi Samtök frönskumælandi kvenna í Belgíu sagt það „katastrófískt“ fyrir ungar konur og þolendur mansals. „Að gera ráð fyrir því að vændi sé til staðar og að það þurfi að veita því vernd er að samþykkja þetta kynbundna ofbeldi og að hætta að berjast gegn því,“ sagði formaður samtakanna í viðtali við Le Soir. Belgía Vændi Kynlíf Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Þar segir enn fremur að í maí hafi verið ákveðið að veita kynlífsverkafólki sömu réttindi á vinnumarkaði og öðru fólki. Það hafi verið gert í þeirri tilraun að binda enda á misnotkun og hagnýtingu. Lögin tóku svo gildi í dag og hefur kynlífsverkafólk því lagalega vernd og ráðningarsamning í kjölfarið. Slík löggjöf hefur ekki verið samþykkt neins staðar annars staðar í heiminum. Í frétt Guardian segir að tilgangur löggjafarinnar sé að eyða gráu svæði sem myndaðist í Belgíu þegar vændi var afglæpavætt. Á sama tíma og það var gert fékk kynlífsverkafólk enga vernd eða vinnuréttindi eins og atvinnuleysisbætur eða tryggingar. Mega neita Samkvæmt lögunum má kynlífsverkafólk neita því að sofa hjá hverjum sem er og sinna verkefnum sem þau vilja ekki sinna. Þá mega þau einnig hætta í miðjum klíðum þegar þeim hentar. Ekki má reka þau fyrir að slíka neitun. Þá segir einnig í lögunum að vinnuveitendur verði að vera með „góðan karakter“ og að þeir verði að starfa í Belgíu. Þá segir einnig að í vinnuaðstöðu fólks verði að vera neyðarhnappur, hrein rúmföt, sturtur og smokkar. Verndin nær ekki yfir þá sem vinna að heiman eða þau sem vinna við að fækka fötum eða búa til klám. Samtök kynlífsverkafólks í Belgíu segir löggjöfina „stórt skref fram á við“ og að með henni hafi misnotkun gegn kynlífsverkafólki verið eytt. Þrátt fyrir það sögðu þau að einnig væri hægt að nota löggjöfina til að draga úr eða eyða alveg vændi. „Við sjáum nú þegar að ákveðin sveitarfélög ætla að fela sig bak við orðin „öryggi“ og „hreinlæti“ í birtingu mjög strangra reglna í sveitarfélögunum sem gera kynlífsverkafólki nánast ómögulegt að vinna þar,“ er haft eftir sambandinu í frétt Guardian. Feminísk samtök mótmæla Þar segir einnig að einhver feminísk samtök hafi gagnrýnt löggjöfina. Þegar frumvarpið hafi verið lagt fyrst fram árið 2023 hafi Samtök frönskumælandi kvenna í Belgíu sagt það „katastrófískt“ fyrir ungar konur og þolendur mansals. „Að gera ráð fyrir því að vændi sé til staðar og að það þurfi að veita því vernd er að samþykkja þetta kynbundna ofbeldi og að hætta að berjast gegn því,“ sagði formaður samtakanna í viðtali við Le Soir.
Belgía Vændi Kynlíf Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira