Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 09:19 Hollendingarnir Cody Gakpo og Virgil Van Dijk fagna hér marki Liverpool í sigrinum á Real Madrid i vikunni. Með þeim eru liðsfélagar þar á meðal Mo Salah. Getty/ James Gill Hollendingurinn Arne Slot fær alvöru próf sem knattspyrnustjóri Liverpool í dag þegar særðir Manchester City menn mæta á Anfield í raun að berjast fyrir lífi sínu í titilbaráttunni. Liverpool er með átta stiga forskot á ríkjandi meistara og geta því náð ellefu stiga forystu á City með sigri. Með því væri Englandsmeistaratitilinn nánast í sjónmáli í byrjun desember. „Okkur líkar auðvitað að vera í þessari stöðu en vitum það um leið að City menn eru ekki hrifnir af stöðunni. Þegar þú hefur unnið deildina fjögur ár í röð þá er þetta hættuleg staða fyrir bæði lið,“ sagði Slot í viðtali á Sky Sports. Hann tók undir orð spyrils Sky Sports að þetta gæti verið hættuleg helgi fyrir Liverpool liðið þrátt fyrir mjög góða stöðu. „Jú þetta er hættuleg helgi. Þeir vilja sýna okkur af hverju þeir hafa unnið deildina fjögur ár í röð og við viljum sýna að við getum keppt við þá og að við viljum vera aðalkeppinautur þeirra,“ sagði Slot. „Við höfum verið aðalkeppinautur þeirra í nokkur ár. Þeir hafa alltaf haft betur fyrir utan eitt tímabil. Þess vegna er þessi leikur, alveg eins og sá á móti Real Madrid, leikur sem okkur hlakkar til spila,“ sagði Slot. Slot er mikill aðdáandi Pep Guariola eins og kemur vel fram í viðtalinu. Skiptir máli hvernig þú vinnur „Sjáðu bara árangurinn hans. Þetta snýst ekki bara um alla titlana sem þú vinnur því það skiptir líka máli hvernig þú vinnur þá. Hvernig hann lætur liðið sitt spila og hvaða nýjungar hann hefur komið með inn í fótboltann. Hann aðlagar leikstíl sinn líka alltaf að þeim leikmönnum sem hann er með,“ sagði Slot. „Hann kemur líka ávallt upp með nýjar hugmyndir og þú veltir því alltaf fyrir þér þegar nýtt tímabil byrjar. Hvað ætlar hann að gera núna? Það er því áhugavert að fylgjast með því,“ sagði Slot. „Honum tekst alltaf að ná því besta út úr sínum leikmönnum. Núna lenti hann í því að Rodri meiddist og hann þarf að hugsa þetta upp á nýtt. Nú þarf hann að hugsa upp á nýtt hvernig hann getur náð því besta út úr þessum leikmönnum,“ sagði Slot. City hefur leikið sex leiki í röð án sigurs en það eru ekki allt of góðar fréttir samkvæmt Slot. City liðið var mjög óheppið „Ég veit fyrir vist að það mun ekki hjálpa mér. City liðið var mjög óheppið í síðustu fimm eða sex leikjum. Það veit ég því ég er búinn að skoða þessa leiki vel,“ sagði Slot. „Ég hef ekki aðeins skoðað úrslitin hjá þeim heldur leikgreint frammistöðu þeirra. Þeir áttu að vera komnir tveimur til þremur mörkum yfir á móti Tottenham eftir tuttugu mínútur. Á móti Brighton komust þeir í 1-0 og fengu síðan fjölda færa áður en þeir fengu á sig tvö mörk,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Liverpool er með átta stiga forskot á ríkjandi meistara og geta því náð ellefu stiga forystu á City með sigri. Með því væri Englandsmeistaratitilinn nánast í sjónmáli í byrjun desember. „Okkur líkar auðvitað að vera í þessari stöðu en vitum það um leið að City menn eru ekki hrifnir af stöðunni. Þegar þú hefur unnið deildina fjögur ár í röð þá er þetta hættuleg staða fyrir bæði lið,“ sagði Slot í viðtali á Sky Sports. Hann tók undir orð spyrils Sky Sports að þetta gæti verið hættuleg helgi fyrir Liverpool liðið þrátt fyrir mjög góða stöðu. „Jú þetta er hættuleg helgi. Þeir vilja sýna okkur af hverju þeir hafa unnið deildina fjögur ár í röð og við viljum sýna að við getum keppt við þá og að við viljum vera aðalkeppinautur þeirra,“ sagði Slot. „Við höfum verið aðalkeppinautur þeirra í nokkur ár. Þeir hafa alltaf haft betur fyrir utan eitt tímabil. Þess vegna er þessi leikur, alveg eins og sá á móti Real Madrid, leikur sem okkur hlakkar til spila,“ sagði Slot. Slot er mikill aðdáandi Pep Guariola eins og kemur vel fram í viðtalinu. Skiptir máli hvernig þú vinnur „Sjáðu bara árangurinn hans. Þetta snýst ekki bara um alla titlana sem þú vinnur því það skiptir líka máli hvernig þú vinnur þá. Hvernig hann lætur liðið sitt spila og hvaða nýjungar hann hefur komið með inn í fótboltann. Hann aðlagar leikstíl sinn líka alltaf að þeim leikmönnum sem hann er með,“ sagði Slot. „Hann kemur líka ávallt upp með nýjar hugmyndir og þú veltir því alltaf fyrir þér þegar nýtt tímabil byrjar. Hvað ætlar hann að gera núna? Það er því áhugavert að fylgjast með því,“ sagði Slot. „Honum tekst alltaf að ná því besta út úr sínum leikmönnum. Núna lenti hann í því að Rodri meiddist og hann þarf að hugsa þetta upp á nýtt. Nú þarf hann að hugsa upp á nýtt hvernig hann getur náð því besta út úr þessum leikmönnum,“ sagði Slot. City hefur leikið sex leiki í röð án sigurs en það eru ekki allt of góðar fréttir samkvæmt Slot. City liðið var mjög óheppið „Ég veit fyrir vist að það mun ekki hjálpa mér. City liðið var mjög óheppið í síðustu fimm eða sex leikjum. Það veit ég því ég er búinn að skoða þessa leiki vel,“ sagði Slot. „Ég hef ekki aðeins skoðað úrslitin hjá þeim heldur leikgreint frammistöðu þeirra. Þeir áttu að vera komnir tveimur til þremur mörkum yfir á móti Tottenham eftir tuttugu mínútur. Á móti Brighton komust þeir í 1-0 og fengu síðan fjölda færa áður en þeir fengu á sig tvö mörk,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira