Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2024 16:44 Mótmælandi með georgíska fánann og fána Evrópusambandsins sveipaðan um sig andspænis hópi lögreglumanna við georgíska þinghúsið í Tíblisi. Stjórnarandstaðan hefur mótmælt kosningaúrslitunum undanfarnar vikur. Vísir/EPA Þingkosningarnar sem fóru fram í Georgíu í haust fóru ekki heiðarlega fram og þær ætti að endurtaka, að mati Evrópuþingsins. Það kallar ennfremur eftir refsiaðgerðum gegn leiðtogum stjórnarflokksins Georgíska draumsins. Margvíslegar athugasemdir hafa komið fram um þingkosningarnar í Georgíu í síðasta mánuði. Georgíski draumurinn náði hreinum meirihluta samkvæmt opinberum tölum sem stjórnarandstaðan í landinu með forsetann fremstan í flokki dregur í efa. Ásakanir eru uppi um atkvæðakaup, kosningasvik og þrýsting á kjósendur. Afgerandi meirihluti Evrópuþingsins samþykkti ályktun í dag um að opinber úrslit kosninganna endurspegluðu ekki vilja georgísku þjóðarinnar og að halda bæri kosningarnar aftur innan árs undir alþjóðlegu eftirliti. Þá kallaði þingheimur eftir refsiaðgerðum gegn leiðtogum Georgíska draumsins sem bæru ábyrgð á hnignun lýðræðis í landinu. Maka Bochorisvhivli, utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Georgíska draumsins, sagði ályktun Evrópuþingsins byggjast á „ónákvæmum upplýsingum“, að því er kemur fram í frétt Politico. Georgía stefndi enn að Evrópusambandsaðild. Georgía hafði stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu en sambandið frysti umsókn landsins eftir að Georgíski draumurinn samþykkti lög sem þrengja verulega að frjálsum félagasamtökum og fjölmiðlum fyrr á þessu ári. Georgía Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur ekki óeðlilegt að sýna mótmælendum samstöðu Utanríkisráðherra telur ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum umdeildra laga samstöðu. Hann furðar sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. 17. maí 2024 06:01 Mest lesið Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Innlent MAST starfar á neyðarstigi Innlent Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Fleiri fréttir Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Sjá meira
Margvíslegar athugasemdir hafa komið fram um þingkosningarnar í Georgíu í síðasta mánuði. Georgíski draumurinn náði hreinum meirihluta samkvæmt opinberum tölum sem stjórnarandstaðan í landinu með forsetann fremstan í flokki dregur í efa. Ásakanir eru uppi um atkvæðakaup, kosningasvik og þrýsting á kjósendur. Afgerandi meirihluti Evrópuþingsins samþykkti ályktun í dag um að opinber úrslit kosninganna endurspegluðu ekki vilja georgísku þjóðarinnar og að halda bæri kosningarnar aftur innan árs undir alþjóðlegu eftirliti. Þá kallaði þingheimur eftir refsiaðgerðum gegn leiðtogum Georgíska draumsins sem bæru ábyrgð á hnignun lýðræðis í landinu. Maka Bochorisvhivli, utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Georgíska draumsins, sagði ályktun Evrópuþingsins byggjast á „ónákvæmum upplýsingum“, að því er kemur fram í frétt Politico. Georgía stefndi enn að Evrópusambandsaðild. Georgía hafði stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu en sambandið frysti umsókn landsins eftir að Georgíski draumurinn samþykkti lög sem þrengja verulega að frjálsum félagasamtökum og fjölmiðlum fyrr á þessu ári.
Georgía Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur ekki óeðlilegt að sýna mótmælendum samstöðu Utanríkisráðherra telur ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum umdeildra laga samstöðu. Hann furðar sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. 17. maí 2024 06:01 Mest lesið Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Innlent MAST starfar á neyðarstigi Innlent Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Fleiri fréttir Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Sjá meira
Telur ekki óeðlilegt að sýna mótmælendum samstöðu Utanríkisráðherra telur ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum umdeildra laga samstöðu. Hann furðar sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. 17. maí 2024 06:01